Innlent

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í fréttum okkar í kvöld fylgjumst við með nýjum vendingum á gosstöðvunum í Geldingadölum. Gríðarháar hrauntungur hafa komið upp úr virkum gíg sem sjást alla leið til Reykjavíkur. Fólki var vísað frá í dag vegna gjósku og gasmengunar.

Við heyrum einnig í forstjóra flugfélagsins Play sem ætlar að hefja miðasölu eftir miðjan maí og stefnir á fyrstu ferðina í lok júlí. Flogið verður til vel þekktra áfangastaða í Evrópu fyrst um sinn.

Við ræðum einnig við fyrstu bólusettu ferðamennina sem komu til landsins frá Bandaríkjunum í morgun. Sumir þeirra höfðu beðið í ár eftir Íslandsferðinni en allir voru sammála um að Ísland væri öruggasta landið í heimsfaraldri.

Þá fer Magnús Hlynur í heimsókn til tíkarinnar Myrru í Reykjanesbæ sem er afar sérstakur lunda hundur. Fréttir Stöðvar 2 hefjast klukkan 18:30 og eru einnig fluttar á Bylgjunni og Vísi.

Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×