„Ef verðbólga fer vaxandi í Bandaríkjunum þá fara vextir í heiminum upp“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. maí 2021 15:08 Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. vísir/vilhelm Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir að þróun efnahagsmála í Bandaríkjunum muni hafa gríðarleg áhrif á alþjóðahagkerfið í kjölfar heimsfaraldursins. Hann segir launahækkanir hér á landi hafa neikvæð áhrif á samkeppnisgreinar eins og ferðaþjónustu. Gylfi ræddi verðbólgu, atvinnuleysi og almennar horfur í efnahagsmálum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir þróun efnahagsmála í Bandaríkjunum spila stórt hlutverk í kjölfar heimsfaraldursins. „Samfélagið þar mun væntanlega fara í eðlilegt horf þegar líður á sumar, með alveg gríðarlegum stimulus og láum vöxtum. Ef að það eina sem gerist þar er að atvinna eykst án þess að verðbólga fari upp þá fari upp þá verður þetta vel heppnað. Ef að verðbólga fer vaxandi í Bandaríkjunum þá fara vextir í heiminum upp og við erum auðvitað bara örlítið peð í því dæmi. Þá getum við búist við því að vaxtastig hér og annars staðar hækki,“ sagði Gylfi. Gríðarleg óvissa sé enn uppi í heimshagkerfinu. Hann segir að verðbólgan hér á landi nú stafi að miklu leyti af hækkandi fasteignaverði en Gylfi segir þó ljóst að komið verði í veg fyrir verðbólguskrið með einhverjum ráðum. Hann segir erfitt að útrýma atvinnuleysi á meðan það er eins mikið og raun ber vitni í ferðaþjónustu. Gylfi var jafnframt spurður um áhrif launa á efnahagsþróunina en kaupmáttur launa hér á landi hefur vaxið í niðursveiflunni. „Hlutdeild launa í þjóðartekjum hér á landi er mjög mikil, hún hefur ekki lækkað eins og hún hefur gert í ýmsum öðrum löndum,“ sagði Gylfi. Stærstur hluti hagkerfisins hafi þolað launahækkanir hingað til. „En tíu prósent hagkerfið, ferðaþjónustan, hún var orðin löskuð áður en covid kom vegna þess að hlutdeild launa í heildartekjum hafði ekki verið hærri síðan alla veganna 2003, svo að þessi launaþróun, hún gerir samkeppnisgreinunum mjög erfitt fyrir,“ sagði Gylfi en viðtalið við hann í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sjá meira
Gylfi ræddi verðbólgu, atvinnuleysi og almennar horfur í efnahagsmálum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir þróun efnahagsmála í Bandaríkjunum spila stórt hlutverk í kjölfar heimsfaraldursins. „Samfélagið þar mun væntanlega fara í eðlilegt horf þegar líður á sumar, með alveg gríðarlegum stimulus og láum vöxtum. Ef að það eina sem gerist þar er að atvinna eykst án þess að verðbólga fari upp þá fari upp þá verður þetta vel heppnað. Ef að verðbólga fer vaxandi í Bandaríkjunum þá fara vextir í heiminum upp og við erum auðvitað bara örlítið peð í því dæmi. Þá getum við búist við því að vaxtastig hér og annars staðar hækki,“ sagði Gylfi. Gríðarleg óvissa sé enn uppi í heimshagkerfinu. Hann segir að verðbólgan hér á landi nú stafi að miklu leyti af hækkandi fasteignaverði en Gylfi segir þó ljóst að komið verði í veg fyrir verðbólguskrið með einhverjum ráðum. Hann segir erfitt að útrýma atvinnuleysi á meðan það er eins mikið og raun ber vitni í ferðaþjónustu. Gylfi var jafnframt spurður um áhrif launa á efnahagsþróunina en kaupmáttur launa hér á landi hefur vaxið í niðursveiflunni. „Hlutdeild launa í þjóðartekjum hér á landi er mjög mikil, hún hefur ekki lækkað eins og hún hefur gert í ýmsum öðrum löndum,“ sagði Gylfi. Stærstur hluti hagkerfisins hafi þolað launahækkanir hingað til. „En tíu prósent hagkerfið, ferðaþjónustan, hún var orðin löskuð áður en covid kom vegna þess að hlutdeild launa í heildartekjum hafði ekki verið hærri síðan alla veganna 2003, svo að þessi launaþróun, hún gerir samkeppnisgreinunum mjög erfitt fyrir,“ sagði Gylfi en viðtalið við hann í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sjá meira