Hópur 126 kvenna, í nokkrum smærri hópum, lagði af stað seint í gærkvöldi og var fyrsti hópur kominn á toppinn um klukkan hálf átta í morgun. Markmið ferðarinnar var að safna fé til styrktar nýrri krabbameinsdeild Landspítalans.
Sjálf náði Sirrý Ágústsdóttir á toppinn í morgun en Sirrý er stofnandi Lífskrafts og ein af Snjódrífunum svokölluðu, en sjálf hefur hún glímt við krabbamein. Það var því ákveðinn áfangasigur þegar Sirrý náði toppnum í morgun.

Hægt að styðja söfnunina með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010.