Vill sjá alþjóðaflugvöll á Geitasandi í Rangárvallasýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. maí 2021 13:04 Guðni Ragnarsson, flugmaður á Hvolsvelli og bóndi á Guðnastöðum í Austur Landeyjum í Rangárþingi eystra. Aðsend Atvinnuflugmaður á Hvolsvelli, sem er jafnframt bóndi í Landeyjunum vill sjá að alþjóðaflugvöllur verði byggður á Geitarstandi á milli Hellu og Hvolsvallar. Hann segir veðuraðstæður sérstaklega góðar á svæðinu fyrir flug, auk þess sem svæðið sé bara sandur og því auðvelt og ódýrt að byggja þar flugvöll. Guðni Ragnarsson, flugmaður vakti athygli á málinu í vikunni í grein í Dagskránni, Fréttablaði Suðurlands. Hann segir segir Geitasand besta stað landsins fyrir nýjan alþjóðaflugvöll á Íslandi. „Já, það vantar annan alþjóðaflugvöll á Íslandi og við í Rangárvallasýslu erum með eitt besta flugvallarstæði á landinu. Ég er að tala um á Geitasandi á milli Hvolsvallar og Hellu, það er mjög mikið landsvæði þarna, sem Landgræðslan á. Svæðið er ekki þéttbýlt heldur mjög strjálbýlt og væri auðvelt að byggja flugvöll á,“ segir Guðni. Guðni segir að það væri hægt að bjóða öllum flugfélögum að fljúga beint á flugvöllinn. „Já, þetta er hjarta ferðaþjónustunnar á Íslandi, það er Suðurland og geta lent í miðjunni á því, miðjum gullhringnum, það er náttúrlega mjög gott.“ Guðni segir að það sé ekki hægt að hugsa sér betri stað en Geitasand undir alþjóðaflugvöll. „það er svo staðvindarsamt þarna, engin fjöll nálægt og svo er þetta ekki sama veðursvæði og Keflavíkurflugvöllur. Þannig að þetta er ákjósanlegur varaflugvöllur fyrir hvorn annan og sparar náttúrulega mikið eldsneyti fyrir vélar.“ En er þetta raunhæf hugmynd að mat Guðna? „Já, ég held að þetta sé einn ákjósanlegasti staður til flugvallar, annar flugvöllur á Íslandi því við búum bæði vel að mannskap, bæði á Hellu og Hvolsvelli, sem eru mjög flott sveitarfélög og þessi staður er örugglega sá ódýrasti til að byggja flugvöll á því þarna er sandur og ætti að vera ódýrt og auðvelt að byggja flugvöll,“ segir Guðni. Rangárþing ytra Rangárþing eystra Fréttir af flugi Ferðalög Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Guðni Ragnarsson, flugmaður vakti athygli á málinu í vikunni í grein í Dagskránni, Fréttablaði Suðurlands. Hann segir segir Geitasand besta stað landsins fyrir nýjan alþjóðaflugvöll á Íslandi. „Já, það vantar annan alþjóðaflugvöll á Íslandi og við í Rangárvallasýslu erum með eitt besta flugvallarstæði á landinu. Ég er að tala um á Geitasandi á milli Hvolsvallar og Hellu, það er mjög mikið landsvæði þarna, sem Landgræðslan á. Svæðið er ekki þéttbýlt heldur mjög strjálbýlt og væri auðvelt að byggja flugvöll á,“ segir Guðni. Guðni segir að það væri hægt að bjóða öllum flugfélögum að fljúga beint á flugvöllinn. „Já, þetta er hjarta ferðaþjónustunnar á Íslandi, það er Suðurland og geta lent í miðjunni á því, miðjum gullhringnum, það er náttúrlega mjög gott.“ Guðni segir að það sé ekki hægt að hugsa sér betri stað en Geitasand undir alþjóðaflugvöll. „það er svo staðvindarsamt þarna, engin fjöll nálægt og svo er þetta ekki sama veðursvæði og Keflavíkurflugvöllur. Þannig að þetta er ákjósanlegur varaflugvöllur fyrir hvorn annan og sparar náttúrulega mikið eldsneyti fyrir vélar.“ En er þetta raunhæf hugmynd að mat Guðna? „Já, ég held að þetta sé einn ákjósanlegasti staður til flugvallar, annar flugvöllur á Íslandi því við búum bæði vel að mannskap, bæði á Hellu og Hvolsvelli, sem eru mjög flott sveitarfélög og þessi staður er örugglega sá ódýrasti til að byggja flugvöll á því þarna er sandur og ætti að vera ódýrt og auðvelt að byggja flugvöll,“ segir Guðni.
Rangárþing ytra Rangárþing eystra Fréttir af flugi Ferðalög Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira