Þórður í Skógum er 100 ára í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. apríl 2021 16:43 Þórður Tómasson í Skógum, sem fagnar 100 ára afmæli sínu í dag, 28. apríl 2021. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þórður Tómasson í Skógum undir Eyjafjöllum fagnar 100 ára afmæli í dag. Hann er eldhress og segist ekkert spá í hvað hann sé gamall. Þórður sem hefur gefið út mikið af bókum á nú handrit í þrjár nýjar bækur. Þórður býr í Skógum með Guðrúnu systur sinni, sem er 90 ára en þau hafa búið í Skógum frá 1959. Systir þeirra, Þóra Sigríður, sem er 97 ára býr á Hvolsvelli og bróður þeirra, Kristinn var 96 ára þegar hann lést 2016. Þórður starfaði lengst af við safnið í Skógum en eftir að hann hætti að vinna þar fór hann að gefa út bækur á fullum krafti, nú síðast fyrir síðustu jól. „Ég var mjög ungur þegar ég byrjaði að skrifa. Upp úr fermingaraldri fór ég að hlusta eftir því sem gamla fólkið sagði mér og fór að skrifa það niður og það leiddi til þess að fyrsta bók mín kom út fyrir rúmum 70 árum, 1949, Eyfellskar sagnir,“ segir Þórður. Þórður er mjög vel á sig komin og kýrskýr í höfðinu. Hann segist ekkert spá í því hvað hann sé gamall. Á föstudaginn verður heiðurssamkoma í Skógum þar sem Þórður fær heiðursskjal fyrir sín störf að viðstöddum forseta Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hverjar eru mestu breytingarnar sem Þórður hefur upplifað á þessum 100 árum? „Mestu breytingarnar eru þær að ég fæddist inn í samfélag þar sem öll vinnubrögð voru með fornum hætti. Það voru ýmsir bændur farnir að slá með hestasláttuvél en það voru margir, sem áttu bara orf og ljá.“ Þórður segir að eftirminnilegasti dagur sinn í Skógum hafi verið 14. Júní 1998 þegar kirkjan í Skógum var vígð. En hvernig líst honum á að hann sé að verða 100 ára gamall? „Ég leiði hugann ekki að því, ég tek bara hverjum góðum degi með þakklæti, sem við mig kemur og horfi lítt til framtíðar. Ég er mjög þakklátur fyrir það tækifæri, sem lífið gaf mér til þess að vinna að mínum áhugamálum,“ segir afmælisbarnið. Þórður er enn að skrifa bækur. „Já, ég hef verið að skrifa fram að þessu og á tilbúin handrit í kannski tvær, þrjár bækur til prentunar í dag.“ Þórður við eldhúsborðið í Skógum en hann hefur búið á staðnum með Guðrúnu systur sinni frá 1959.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Söfn Tímamót Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Þórður býr í Skógum með Guðrúnu systur sinni, sem er 90 ára en þau hafa búið í Skógum frá 1959. Systir þeirra, Þóra Sigríður, sem er 97 ára býr á Hvolsvelli og bróður þeirra, Kristinn var 96 ára þegar hann lést 2016. Þórður starfaði lengst af við safnið í Skógum en eftir að hann hætti að vinna þar fór hann að gefa út bækur á fullum krafti, nú síðast fyrir síðustu jól. „Ég var mjög ungur þegar ég byrjaði að skrifa. Upp úr fermingaraldri fór ég að hlusta eftir því sem gamla fólkið sagði mér og fór að skrifa það niður og það leiddi til þess að fyrsta bók mín kom út fyrir rúmum 70 árum, 1949, Eyfellskar sagnir,“ segir Þórður. Þórður er mjög vel á sig komin og kýrskýr í höfðinu. Hann segist ekkert spá í því hvað hann sé gamall. Á föstudaginn verður heiðurssamkoma í Skógum þar sem Þórður fær heiðursskjal fyrir sín störf að viðstöddum forseta Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hverjar eru mestu breytingarnar sem Þórður hefur upplifað á þessum 100 árum? „Mestu breytingarnar eru þær að ég fæddist inn í samfélag þar sem öll vinnubrögð voru með fornum hætti. Það voru ýmsir bændur farnir að slá með hestasláttuvél en það voru margir, sem áttu bara orf og ljá.“ Þórður segir að eftirminnilegasti dagur sinn í Skógum hafi verið 14. Júní 1998 þegar kirkjan í Skógum var vígð. En hvernig líst honum á að hann sé að verða 100 ára gamall? „Ég leiði hugann ekki að því, ég tek bara hverjum góðum degi með þakklæti, sem við mig kemur og horfi lítt til framtíðar. Ég er mjög þakklátur fyrir það tækifæri, sem lífið gaf mér til þess að vinna að mínum áhugamálum,“ segir afmælisbarnið. Þórður er enn að skrifa bækur. „Já, ég hef verið að skrifa fram að þessu og á tilbúin handrit í kannski tvær, þrjár bækur til prentunar í dag.“ Þórður við eldhúsborðið í Skógum en hann hefur búið á staðnum með Guðrúnu systur sinni frá 1959.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Söfn Tímamót Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira