Innlent

„Eins og að fá á sig mark í uppbótartíma“

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Grunnskóli Þorlákshafnar var nýttur undir víðtæka skimun í morgun.
Grunnskóli Þorlákshafnar var nýttur undir víðtæka skimun í morgun. vísir/Egill Aðalsteinsson

Níu greindust með kórónuveiruna í gær og þar af voru tveir utan sóttkvíar. Grunnskólinn í Þorlákshöfn var lagður undir skimun í morgun eftir að smit greindist meðal nemenda.

Hluti smitanna tengist hópsmiti í Þorlákshöfn þar sem þrettán eru nú í einangrun og nítján í sóttkví. Að sögn Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Ölfuss, voru um tvö hundruð manns skimaðir í grunnskóla Þorlákshafnar í morgun. Börn í nokkrum árgöngum og allir starfsmenn skólans voru boðaðir í skimun eftir að nemandi greindist smitaður í gær.

„Til viðbótar að þá mætti fólk sem var með einkenni og skráði sig í gegnum Heilsuveru. Þetta gekk afar vel eins og öll viðbrögð hafa gengið í þessari holskeflu,“ segir Elliði.

Grunnskólinn verður lokaður út vikuna og foreldrar hafa verið beðnir um að halda leikskólabörnum heima. Elliði vonast til þess að samstaða bæjarfélagsins skili árangri. 

„Vonandi er þessi útbreidda samstaða um að skipta í fyrsta gír að skila árangri. Við leyfum okkur að vera bjartsýn á það. Þetta er náttúrulega þungt verkefni að fá svona þegar við erum að sjá til lands í heildarbaráttunni við covid. Þetta er dálítið eins og að fá á sig mark í uppbótartíma. En þá er bara að herða róðurinn og komast aftur yfir,“ segir Elliði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×