Vaktin: Heimurinn horfði á stúlknakór við Húsavíkurhöfn Kolbeinn Tumi Daðason, Snorri Másson og Tinni Sveinsson skrifa 25. apríl 2021 22:55 Stúlknakórinn úr Borgarhólsskóla. Skjáskot Íslendingar hringdu inn Óskarsverðlaunin í ár þegar upphitun hátíðarinnar hófst með myndbandi frá Húsavík, þar sem sænska söngkonan Molly Sanden söng lag sitt Husavik - My Home Town með bakröddum úr heimabyggð, nefnilega stúlknakórnum úr fimmta bekk í Borgarhólsskóla. Gera má ráð fyrir að um sé að ræða verulega landkynningu þar sem fleiri milljónir um allan heim sitja límdar við skjáinn til að fylgjast með sigurvegurum Óskarsins í ár. Þar eiga Íslendingar á sinn hátt séns á tveimur verðlaunum. Já fólkið, teiknimynd eftir Gísla Darra Halldórsson, er tilnefnd sem besta stutta teiknimyndin. Molly Sanden og lagahöfundar eru tilnefnd til verðlauna fyrir sönglag ársins, Húsavíkurlagið. Auk þess er kvikmyndin Tenet er tilnefnd fyrir bestu leikmyndahönnunina. Eggert Ketilson var einn af yfirmönnum kvikmyndarinnar í leikmyndahönnum og komu margir Íslendingar að þeirri vinnu. Beint streymi má finna á vef RÚV. Molly Sanden singing Eurovision s Husavik at #Oscars from Iceland pic.twitter.com/vy44QRoJYr— MELODI PACK (@melodi_pack) April 25, 2021
Gera má ráð fyrir að um sé að ræða verulega landkynningu þar sem fleiri milljónir um allan heim sitja límdar við skjáinn til að fylgjast með sigurvegurum Óskarsins í ár. Þar eiga Íslendingar á sinn hátt séns á tveimur verðlaunum. Já fólkið, teiknimynd eftir Gísla Darra Halldórsson, er tilnefnd sem besta stutta teiknimyndin. Molly Sanden og lagahöfundar eru tilnefnd til verðlauna fyrir sönglag ársins, Húsavíkurlagið. Auk þess er kvikmyndin Tenet er tilnefnd fyrir bestu leikmyndahönnunina. Eggert Ketilson var einn af yfirmönnum kvikmyndarinnar í leikmyndahönnum og komu margir Íslendingar að þeirri vinnu. Beint streymi má finna á vef RÚV. Molly Sanden singing Eurovision s Husavik at #Oscars from Iceland pic.twitter.com/vy44QRoJYr— MELODI PACK (@melodi_pack) April 25, 2021
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Óskarinn Bíó og sjónvarp Norðurþing Tengdar fréttir Þakklátir Húsvíkingar moka peningum í RÚV Óskarsverðlaunin verða sýnd í Ríkissjónvarpinu í kvöld eftir að samningar náðust við Disney á síðustu stundu. 25. apríl 2021 19:12 Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins. 25. apríl 2021 09:00 Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Þakklátir Húsvíkingar moka peningum í RÚV Óskarsverðlaunin verða sýnd í Ríkissjónvarpinu í kvöld eftir að samningar náðust við Disney á síðustu stundu. 25. apríl 2021 19:12
Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins. 25. apríl 2021 09:00