Innlent

Viðbúið að gas berist yfir byggð á Reykjanesskaga í dag

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Bjarminn frá eldgosinu við Fagradalsfjall og Geldingadali er áberandi.
Bjarminn frá eldgosinu við Fagradalsfjall og Geldingadali er áberandi. Vísir/Vilhelm

Viðbúið er að gasmengun frá eldstöðvunum við Fagradalsfjall muni leggja yfir byggð á norðvestanverðum Reykjanesskaga í dag. Í nótt snýst vindur fyrst til suðvesturs og síðan norðvesturs og dreifist gasmengun þá til austurs í fyrstu og gæti náð til höfuðborgarsvæðisins í fyrramálið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Um hádegi snýst vindur til norðurs og dreifist þá gas til suðurs. Líklegt þykir að mengun safnist í lægðum við gosstöðvarnar í fyrramálið og seint annað kvöld en á öðrum tímum ætti að vera nægur vindur til að koma í veg fyrir það.

SA 10-15 og dálítil súld af og til. Lág ský og súld gæti valdið lélegu skyggni í allan dag. Bætir í úrkomu síðdegis í dag. Hiti 6 til 9 stig. V-læg eða breytileg átt 3-6 m/s í nótt og stöku skúrir. NV 3-6 í fyrramálið, en N-læg átt 5-10 eftir hádegi og léttskýjað. Hiti breytist lítið. Skyggni á svæðinu því ágætt á morgun.

Sé litið nánar til veðurs má búast við suðaustan tíu til fimmtán metrum á sekúndu og dálítilli súld. Lág ský og súld gætu valdið lélegu skyggni í allan dag og bætir í úrkomu síðdegis. Hiti sex til níu stig. Vestlæg eða breytileg átt, þrír til sex metrar á sekúndu í nótt og stöku skúrir. Hæg norðvestlæg átt í fyrramálið, en norðlæg átt fimm til tíu metrar á sekúndu eftir hádegi og léttskýjað. Hiti breytist lítið og ætti skyggni á svæðinu að vera ágætt á morgun.

Þá er minnt á að bannað er að leggja ökutækjum á og við Suðurstrandaveg, heldur skal leggja á skipulögðum bílastæðum. Ætla má að gangan taki þrjá til fjóra klukkutíma, fram og til baka, fyrir meðalvant göngufólk.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×