Flestir vilja dóttur Duterte sem næsta forseta Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2021 12:19 Sara Duterte-Carpio, dóttir Rodrigo forseta, á kosningafundi árið 2019. Vísir/EPA Dóttir Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, er sú sem flestir landsmenn vilja að taki við af honum samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar í aðdraganda forsetakosninga á næsta ári. Hún heldur því þó fram að hún hafi engan áhuga á að bjóða sig fram. Stjórnarskrá Filippseyja meinar Duterte forseta að bjóða sig fram til endurkjörs í kosningunum á næsta ári. Í könnuninni um hvern svarendur vildu helst fá sem næsta forseta sögðust 27% vilja Söru Durerte-Carpio, borgarstjóra í Davao og dóttur forsetans umdeilda, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þetta er önnur könnunin í röð þar sem Durterte-Carpio er eftirsóttasti frambjóðandinn. Sjálf hefur Duterte-Carpio sagt að engar líkur séu á því að hún bjóði sig fram og faðir hennar hefur sömuleiðis sagt að það ætti hún að láta ógert. Fáir hafa þó trú á sú verði raunin í ljósi mikillar virkni Duterte-Carpio á samfélagsmiðlum og herferðar til að fá hana til þess að bjóða sig fram. Á eftir Duterte-Carpio í könnunni kom Ferdinand „Bongbong“ Marcos yngri, sonur og nafni fyrrverandi einræðisherra Filippseyja með þrettán prósent stuðning. Grace Poe, öldungadeildarþingmaður sem tapaði fyrir Duterte árið 2016, var í þriðja sæti. Enginn þeirra þrettán sem voru nefndir í könnuninni hafa lýst yfir áhuga á framboði formlega. Duterte forseti er umdeildur og ekki aðeins fyrir fúkyrðaflaum sem frá honum streymir gjarnan. Áætlað er að þúsundir manna hafi verið teknir af lífi utan dóms og laga í stríði öryggissveita ríkisins gegn fíkniefnum í landinu í stjórnartíð Duterte. Ríkisstjórn hans snöggreiddist íslenskum stjórnvöldum þegar þau stóðu að ályktun um að aftökurnar yrðu stöðvaðar á vettvangi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í fyrra. Filippseyjar Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Stjórnarskrá Filippseyja meinar Duterte forseta að bjóða sig fram til endurkjörs í kosningunum á næsta ári. Í könnuninni um hvern svarendur vildu helst fá sem næsta forseta sögðust 27% vilja Söru Durerte-Carpio, borgarstjóra í Davao og dóttur forsetans umdeilda, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þetta er önnur könnunin í röð þar sem Durterte-Carpio er eftirsóttasti frambjóðandinn. Sjálf hefur Duterte-Carpio sagt að engar líkur séu á því að hún bjóði sig fram og faðir hennar hefur sömuleiðis sagt að það ætti hún að láta ógert. Fáir hafa þó trú á sú verði raunin í ljósi mikillar virkni Duterte-Carpio á samfélagsmiðlum og herferðar til að fá hana til þess að bjóða sig fram. Á eftir Duterte-Carpio í könnunni kom Ferdinand „Bongbong“ Marcos yngri, sonur og nafni fyrrverandi einræðisherra Filippseyja með þrettán prósent stuðning. Grace Poe, öldungadeildarþingmaður sem tapaði fyrir Duterte árið 2016, var í þriðja sæti. Enginn þeirra þrettán sem voru nefndir í könnuninni hafa lýst yfir áhuga á framboði formlega. Duterte forseti er umdeildur og ekki aðeins fyrir fúkyrðaflaum sem frá honum streymir gjarnan. Áætlað er að þúsundir manna hafi verið teknir af lífi utan dóms og laga í stríði öryggissveita ríkisins gegn fíkniefnum í landinu í stjórnartíð Duterte. Ríkisstjórn hans snöggreiddist íslenskum stjórnvöldum þegar þau stóðu að ályktun um að aftökurnar yrðu stöðvaðar á vettvangi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í fyrra.
Filippseyjar Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira