Innlent

Fimm­tán í sótt­kví vegna smits í Valla­skóla

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Smit hefur komið upp í Vallaskóla á Selfossi og eru fimmtán í sóttkví.
Smit hefur komið upp í Vallaskóla á Selfossi og eru fimmtán í sóttkví. Árborg

Tólf nemendur og þrír starfsmenn í Vallaskóla á Selfossi eru nú í sóttkví eftir að nemandi í 4. bekk greindist smitaður af kórónuveirunni. Nemandinn mætti í skólann í gærmorgun, einkennalaus, og sótti tíma með nemendum í tveimur list- og verkgreinahópum í 4. bekk.

Fram kemur í tilkynningu á heimasíðu skólans að nemandinn hafi mætt í skólann klukkan átta og um 50 mínútum síðar hafi forráðamaður haft samband við skólann með þær upplýsingar að nemandinn hafi greinst með Covid-19. Nemandinn hafi þá verið sendur umsvifalaust heim.

Eru því nú fimmtán nemendur og starfsmenn skólans í sóttkví og segir í tilkynningunni að aðrir eigi ekki að fara í sóttkví nema að höfðu samráði við smitrakningateymi Almannavarna.

Fram kemur að vegna atviksins muni skerðing verða á skólastarfi hjá nemendum á miðstigi og efsta stigi skólans. Skólabyggingar verði sótthreinsaðar áður en skóli hefjist að nýju í fyrramálið og ítrekað er að nemendur og starfsfólk megi ekki fara á milli þeirra fimm sóttvarnahólfa sem séu í skólanum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×