„Aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 22. apríl 2021 14:15 Sigríður Andersen er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Arnar Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var önnur þeirra tveggja þingmanna sem ekki studdu frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús og ráðstafanir á landamærum. Hún segir aldrei hafa verið eins litla ástæðu til að veita jafnmikilli valdbeitingu á landamærunum lagastoð. „Afstaða mín bara helgast af því að það hefur bara aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu að þarna er um að ræða. Það liggur fyrir að nýgengi á landamærum hefur aldrei verið lægra og það hyllir núna undir afnám sóttvarnaaðgerða því okkur gengur vel að bólusetja okkar viðkvæmasta fólk,“ segir Sigríður. „Og jafnvel fréttir frá því í nótt um að von sé á tugþúsundum bóluefna í næstu viku umfram það sem var áætlað. Og það kom ekkert fram í velferðarnefndinni sem vék þessum sjónarmiðum til hliðar nema síður sé,“ bætir hún við. Gengið hafi vel í faraldrinum hér landi með því að höfða til samstarfsvilja almennings og með því að leggja áherslu á persónubundnar sóttvarnir. „Ég tel enga ástæðu til þess að grípa núna til svona valdbeitinga með þessum hætti en það er kannski bót í máli að þetta ákvæði, heimild ráðherranna, gildir til lok júní en þau reglugerðardrög sem við fengum að sjá eiga bara að gilda til lok maí þannig það er bót í máli. En svona heilt yfir þá stend ég við þá skoðun sem ég lýsti því ég hef ekki fengið nein rök fyrir öðru um að það sé ekkert tilefni til þessara valdbeitinga,“ segir Sigríður. Aðspurð segist hún standa við þessa skoðun sína, þrátt fyrir nýlegt dæmi um að einstaklingar hafi brotið sóttkví og einangrun með þeim afleiðingum að margir smituðust og fjölmargir hafi þurft að fara í sóttkví. „Það er vítavert ef fólk fylgir ekki lögum um sóttkví og einangrun þegar menn eru smitaðir. En nýlegar fréttir af sóttkvíarbrotum, lagabreytingin hefði engu breyttí því tilliti eftir því sem ég kemst næst. Það verður líka að líta á þetta í því samhengi að sóttkvíarbrotin í upphafi faraldurs hafa ekki verið mörg. Ég hef reyndar kallað eftir því að fá upplýsingar um það gagnvart þeim brotum sem hefur verið upplýst um, hversu mörg þau brot hafa leitt til smits en ég hef ekki fengið þær upplýsingar. Þannig mér hefur ekki fundist þetta vera umfangsmikið í stóra samhenginu,“ svarar Sigríður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
„Afstaða mín bara helgast af því að það hefur bara aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu að þarna er um að ræða. Það liggur fyrir að nýgengi á landamærum hefur aldrei verið lægra og það hyllir núna undir afnám sóttvarnaaðgerða því okkur gengur vel að bólusetja okkar viðkvæmasta fólk,“ segir Sigríður. „Og jafnvel fréttir frá því í nótt um að von sé á tugþúsundum bóluefna í næstu viku umfram það sem var áætlað. Og það kom ekkert fram í velferðarnefndinni sem vék þessum sjónarmiðum til hliðar nema síður sé,“ bætir hún við. Gengið hafi vel í faraldrinum hér landi með því að höfða til samstarfsvilja almennings og með því að leggja áherslu á persónubundnar sóttvarnir. „Ég tel enga ástæðu til þess að grípa núna til svona valdbeitinga með þessum hætti en það er kannski bót í máli að þetta ákvæði, heimild ráðherranna, gildir til lok júní en þau reglugerðardrög sem við fengum að sjá eiga bara að gilda til lok maí þannig það er bót í máli. En svona heilt yfir þá stend ég við þá skoðun sem ég lýsti því ég hef ekki fengið nein rök fyrir öðru um að það sé ekkert tilefni til þessara valdbeitinga,“ segir Sigríður. Aðspurð segist hún standa við þessa skoðun sína, þrátt fyrir nýlegt dæmi um að einstaklingar hafi brotið sóttkví og einangrun með þeim afleiðingum að margir smituðust og fjölmargir hafi þurft að fara í sóttkví. „Það er vítavert ef fólk fylgir ekki lögum um sóttkví og einangrun þegar menn eru smitaðir. En nýlegar fréttir af sóttkvíarbrotum, lagabreytingin hefði engu breyttí því tilliti eftir því sem ég kemst næst. Það verður líka að líta á þetta í því samhengi að sóttkvíarbrotin í upphafi faraldurs hafa ekki verið mörg. Ég hef reyndar kallað eftir því að fá upplýsingar um það gagnvart þeim brotum sem hefur verið upplýst um, hversu mörg þau brot hafa leitt til smits en ég hef ekki fengið þær upplýsingar. Þannig mér hefur ekki fundist þetta vera umfangsmikið í stóra samhenginu,“ svarar Sigríður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira