Norðmenn koma af fjöllum með lán á bóluefni til Íslendinga Snorri Másson skrifar 21. apríl 2021 15:49 „Algert bóluefnarugl“ segir ein helsta fréttastöð Noregs um Íslendinga. Norðmenn kannast ekki við það sem íslensk stjórnvöld boða, að hingað séu á leiðinni 16.000 skammtar af AstraZeneca-bóluefni. TV2 Norska heilbrigðisráðuneytið kannast ekki við að ætla að lána Íslendingum AstraZeneca-bóluefni. Það er þannig í mótsögn við íslensk stjórnvöld, sem fullyrða að hingað til lands séu 16.000 skammtar á leiðinni. Norska sjónvarpsstöðin TV2 spurði starfsmenn heilbrigðisráðuneytisins um málið í kjölfar umfjöllunar í íslenskum miðlum. Í svörum heilbrigðisráðuneytisins kom fram að þetta væru tíðindi í þeirra eyrum. Síðar sagði ráðuneytið að málið væri til skoðunar, samanber viðbót hér neðst í fréttinni. „Ríkisstjórnin hefur sett saman nefnd sérfræðinga sem meðal annars á að meta afleiðingar þess að nota bóluefni AstraZeneca og Janssen. Það er enn á áætlun að nota AztraZeneca í Noregi," skrifaði upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðuneytisins í upphaflegu svari til TV2. Í svarinu sagði enn fremur að ekki væri á dagskrá að Norðmenn gæfu frá sér bóluefnið á þessum tímapunkti, því að enn væri möguleiki á að Norðmenn vildu nota skammtana sína sjálfir. „Þetta er eitthvað sem við munum taka ákvörðun um ef ákveðið verður að Noregur muni ekki nota bóluefnið,“ sagði í skriflegu svari upplýsingafulltrúans. Ráðgert er að heilbrigðisyfirvöld í Noregi segi frá ákvörðun sinni í málinu 10. maí. Aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, Iðunn Garðarsdóttir, segir í samtali við fréttastofu að bóluefnið sé sannarlega á leiðinni: „Við setjum ekki neitt á okkar vef sem er ekki rétt og staðfest,“ segir Iðunn. Norskir miðlar hafa margir fjallað um fyrirhugað bóluefnalán en þeim bárust fréttirnar fyrst í gegnum tilkynningu íslenskra stjórnvalda. Eini miðillinn sem hefur til þessa fengið svör frá norska ráðuneytinu er TV2. Þar kvaðst upplýsingafulltrúinn koma af fjöllum. Fullyrt var á vef Stjórnarráðsins í morgun að 16.000 skammtar af AstraZeneca væru væntanlegir til landsins. Heilbrigðisráðuneytið íslenska stendur við þær fullyrðingar. Norðmenn tilkynntu fyrr í mánuðinum að þeir væru hættir að nota AstraZeneca-bóluefnið á meðan enn væru uppi áhyggjur af því að áhættan af alvarlegum aukaverkunum væri meiri en ávinningurinn af ónæmi fyrir Covid-19. Ekki liggur fyrir hvenær á að endurskoða þetta. Danir hafa einnig látið af notkun efnisins en ekki af nákvæmlega sömu vísindalegu ástæðum. Heilbrigðisráðuneytið er þó ekki í viðræðum við þá um lán á bóluefni, samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Uppfært kl. 17.00: TV2 fékk rétt í þessu viðbót við fyrra svar frá norska heilbrigðisráðuneytinu, þar sem fram kemur að nú hafi norsk yfirvöld það til skoðunar að lána bóluefni. „Núna erum við að skoða að lána AstraZeneca-skammtana sem við eigum á lager. Því mati er ekki enn lokið en við væntum niðurstöðu bráðlega,“ segir Saliba Andreas Korkunc, embættismaður í heilbrigðisráðuneytinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Noregur Tengdar fréttir Íslendingar borga ekki krónu fyrir bóluefnið Norðmenn ætla að lána Íslendingum 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca og gert er ráð fyrir að skammtarnir berist til landsins um helgina. 21. apríl 2021 14:19 Norðmenn lána Íslendingum bóluefni Samkvæmt nýju samkomulagi Íslands og Noregs munu Íslendingar fá að láni 16.000 skammta af AstraZeneca bóluefni frá Noregi. 21. apríl 2021 10:18 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Norska sjónvarpsstöðin TV2 spurði starfsmenn heilbrigðisráðuneytisins um málið í kjölfar umfjöllunar í íslenskum miðlum. Í svörum heilbrigðisráðuneytisins kom fram að þetta væru tíðindi í þeirra eyrum. Síðar sagði ráðuneytið að málið væri til skoðunar, samanber viðbót hér neðst í fréttinni. „Ríkisstjórnin hefur sett saman nefnd sérfræðinga sem meðal annars á að meta afleiðingar þess að nota bóluefni AstraZeneca og Janssen. Það er enn á áætlun að nota AztraZeneca í Noregi," skrifaði upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðuneytisins í upphaflegu svari til TV2. Í svarinu sagði enn fremur að ekki væri á dagskrá að Norðmenn gæfu frá sér bóluefnið á þessum tímapunkti, því að enn væri möguleiki á að Norðmenn vildu nota skammtana sína sjálfir. „Þetta er eitthvað sem við munum taka ákvörðun um ef ákveðið verður að Noregur muni ekki nota bóluefnið,“ sagði í skriflegu svari upplýsingafulltrúans. Ráðgert er að heilbrigðisyfirvöld í Noregi segi frá ákvörðun sinni í málinu 10. maí. Aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, Iðunn Garðarsdóttir, segir í samtali við fréttastofu að bóluefnið sé sannarlega á leiðinni: „Við setjum ekki neitt á okkar vef sem er ekki rétt og staðfest,“ segir Iðunn. Norskir miðlar hafa margir fjallað um fyrirhugað bóluefnalán en þeim bárust fréttirnar fyrst í gegnum tilkynningu íslenskra stjórnvalda. Eini miðillinn sem hefur til þessa fengið svör frá norska ráðuneytinu er TV2. Þar kvaðst upplýsingafulltrúinn koma af fjöllum. Fullyrt var á vef Stjórnarráðsins í morgun að 16.000 skammtar af AstraZeneca væru væntanlegir til landsins. Heilbrigðisráðuneytið íslenska stendur við þær fullyrðingar. Norðmenn tilkynntu fyrr í mánuðinum að þeir væru hættir að nota AstraZeneca-bóluefnið á meðan enn væru uppi áhyggjur af því að áhættan af alvarlegum aukaverkunum væri meiri en ávinningurinn af ónæmi fyrir Covid-19. Ekki liggur fyrir hvenær á að endurskoða þetta. Danir hafa einnig látið af notkun efnisins en ekki af nákvæmlega sömu vísindalegu ástæðum. Heilbrigðisráðuneytið er þó ekki í viðræðum við þá um lán á bóluefni, samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Uppfært kl. 17.00: TV2 fékk rétt í þessu viðbót við fyrra svar frá norska heilbrigðisráðuneytinu, þar sem fram kemur að nú hafi norsk yfirvöld það til skoðunar að lána bóluefni. „Núna erum við að skoða að lána AstraZeneca-skammtana sem við eigum á lager. Því mati er ekki enn lokið en við væntum niðurstöðu bráðlega,“ segir Saliba Andreas Korkunc, embættismaður í heilbrigðisráðuneytinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Noregur Tengdar fréttir Íslendingar borga ekki krónu fyrir bóluefnið Norðmenn ætla að lána Íslendingum 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca og gert er ráð fyrir að skammtarnir berist til landsins um helgina. 21. apríl 2021 14:19 Norðmenn lána Íslendingum bóluefni Samkvæmt nýju samkomulagi Íslands og Noregs munu Íslendingar fá að láni 16.000 skammta af AstraZeneca bóluefni frá Noregi. 21. apríl 2021 10:18 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Íslendingar borga ekki krónu fyrir bóluefnið Norðmenn ætla að lána Íslendingum 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca og gert er ráð fyrir að skammtarnir berist til landsins um helgina. 21. apríl 2021 14:19
Norðmenn lána Íslendingum bóluefni Samkvæmt nýju samkomulagi Íslands og Noregs munu Íslendingar fá að láni 16.000 skammta af AstraZeneca bóluefni frá Noregi. 21. apríl 2021 10:18