Fótbolti

Sjáðu stoð­sendingu Böðvars í karate­marki Brands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Böðvar Böðvarsson í leik í Póllandi þar sem hann lék áður en hann skipti til Svíþjóðar.
Böðvar Böðvarsson í leik í Póllandi þar sem hann lék áður en hann skipti til Svíþjóðar. vísir/getty

Böðvar Böðvarsson lagði upp sitt fyrsta mark fyrir Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni í 4-1 sigri á Örgryte í gærkvöldi.

Böðvar gekk í raðir sænska liðsins fyrir leiktíðina en hann kom til sænska liðsins frá Jagiellonia í Póllandi.

Hann hefur byrjað fyrstu tvo leiki liðsins í sænsku úrvalsdeildinni en Helsinborg er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina.

FH-ingurinn lagði upp fjórða mark Helsingborgar í gær en það skoraði annar fyrrum FH-ingur, Brandur Olsen, með laglegu karate skoti.

Brandur lék með FH tímabiliin 2018 og 2019 við góðan orðstír en hann hefur einnig verið á mála hjá FCK og Randers í Danmörku.

Næsti leikur Helsingborg er gegn Jonköpings Södra eftir sex daga.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.