Breytingar á sóttvarnalögum verða væntanlega að lögum í dag Heimir Már Pétursson skrifar 21. apríl 2021 11:16 Formenn stjórnarflokkanna kynntu nýjustu aðgerðir stjórnvalda í Hörpu í gær. Vísir/Vilhelm Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins. Frumvarp ríkisstjórnarinnar er bandormur sem Svandís Svararsdóttir mælir fyrir en það nær einnig til heimilda sem heyra undir dómsmálaráðherra. Þá verður frumvarp þingmanna Samfylkingarinnar um almenna heimild til að skylda ferðamenn til dvalar í sóttvarnahúsi einnig tekið fyrir á Alþingi í dag. Auknar heimildir til stjórnvalda til setningar reglugerða um sóttvarnahús og fleira samkvæmt frumvarpi heilbrigðsráðherra eru tímabundnar frá morgundeginum til og með 30. júní. Hægt verði að skylda ferðamann sem kemur frá eða hefur dvalið á hááhættusvæði eða fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um svæðið, að dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi. Katrín Jakobsdóttir undirstrikar að staðan nú sé gerólík því sem hún var síðasta haust vegna þess hversu vel hafi gengið að bólusetja viðkvæmustu hópana.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur þessar reglur ekki óþarflega flóknar. Aðgerðir sem hafi skýran tilgang virki. „Það sem við erum að gera með þessu er að leggja okkar eigið mat á þessi svæði þaðan sem fólk er að fljúga frá til Íslands. Við erum að leggja okkar eigið áhættumat á þau og segja; yfir 750 er dvöl í sóttkvíarhúsi meginregla,“ segir Katrín. Þá verður dómsmálaráðherra heimilt að fenginni tillögu sóttvarnalæknis að setja reglugerð sem bannar fólki að koma til landsins þrátt fyrir að það uppfylli almenn komuskilyrði gildandi laga og reglugerðar um för yfir landamæri. Þetta á við þegar fólk er að koma frá eða hefur dvalið á hááhættusvæði eða fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um svæðið sem það kemur frá. Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem Alþingi afgreiðir væntanlega í dag verða tímabundnar heimildir til dómsmálaráðherra um setningu reglugerðar sem bannar ónauðsynleg ferðalög frá hááhættusvæðum til Íslands.Vísir/Vilhelm Ráðherrar boðuðu í gær að í reglugerð verði kveðið á um að ef nýgengni smits er þúsund eða meira á hverja hundrað þúsund íbúa miðað verstu stöðu í hverju landi skal fólk þaðan undantekningarlaust fara í sóttvarnahús og ónauðsynleg ferðalög til Íslands frá þessum svæðum verða óheimil. Í dag á þetta við um Pólland, Ungverjaland, Holland og Frakkland. Fleiri lönd falla síðan undir regluna um nýgengni á bilinu 750 til þúsund. Fólk frá þeim löndum skal einnig fara í sóttvarnahús en getur sótt um undanþágu um að taka sóttkvína út í heimahúsi a.m.k. tveimur sólarhringum fyrir komuna til landsins og þarf að sýna fram á að það hafi sjálft húsnæði sem uppfylli öll sóttkvíarskilyrði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
Frumvarp ríkisstjórnarinnar er bandormur sem Svandís Svararsdóttir mælir fyrir en það nær einnig til heimilda sem heyra undir dómsmálaráðherra. Þá verður frumvarp þingmanna Samfylkingarinnar um almenna heimild til að skylda ferðamenn til dvalar í sóttvarnahúsi einnig tekið fyrir á Alþingi í dag. Auknar heimildir til stjórnvalda til setningar reglugerða um sóttvarnahús og fleira samkvæmt frumvarpi heilbrigðsráðherra eru tímabundnar frá morgundeginum til og með 30. júní. Hægt verði að skylda ferðamann sem kemur frá eða hefur dvalið á hááhættusvæði eða fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um svæðið, að dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi. Katrín Jakobsdóttir undirstrikar að staðan nú sé gerólík því sem hún var síðasta haust vegna þess hversu vel hafi gengið að bólusetja viðkvæmustu hópana.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur þessar reglur ekki óþarflega flóknar. Aðgerðir sem hafi skýran tilgang virki. „Það sem við erum að gera með þessu er að leggja okkar eigið mat á þessi svæði þaðan sem fólk er að fljúga frá til Íslands. Við erum að leggja okkar eigið áhættumat á þau og segja; yfir 750 er dvöl í sóttkvíarhúsi meginregla,“ segir Katrín. Þá verður dómsmálaráðherra heimilt að fenginni tillögu sóttvarnalæknis að setja reglugerð sem bannar fólki að koma til landsins þrátt fyrir að það uppfylli almenn komuskilyrði gildandi laga og reglugerðar um för yfir landamæri. Þetta á við þegar fólk er að koma frá eða hefur dvalið á hááhættusvæði eða fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um svæðið sem það kemur frá. Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem Alþingi afgreiðir væntanlega í dag verða tímabundnar heimildir til dómsmálaráðherra um setningu reglugerðar sem bannar ónauðsynleg ferðalög frá hááhættusvæðum til Íslands.Vísir/Vilhelm Ráðherrar boðuðu í gær að í reglugerð verði kveðið á um að ef nýgengni smits er þúsund eða meira á hverja hundrað þúsund íbúa miðað verstu stöðu í hverju landi skal fólk þaðan undantekningarlaust fara í sóttvarnahús og ónauðsynleg ferðalög til Íslands frá þessum svæðum verða óheimil. Í dag á þetta við um Pólland, Ungverjaland, Holland og Frakkland. Fleiri lönd falla síðan undir regluna um nýgengni á bilinu 750 til þúsund. Fólk frá þeim löndum skal einnig fara í sóttvarnahús en getur sótt um undanþágu um að taka sóttkvína út í heimahúsi a.m.k. tveimur sólarhringum fyrir komuna til landsins og þarf að sýna fram á að það hafi sjálft húsnæði sem uppfylli öll sóttkvíarskilyrði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira