Innlent

Nemendurnir tveir reyndust ekki smitaðir

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Vallaskóli á Selfossi.
Vallaskóli á Selfossi. Árborg.is

Tveir nemendur í 2. og 4. bekk í Vallaskóla á Selfossi, sem grunur lék á að væru smitaðir af kórónuveirunni, reyndust ekki smitaðir. Úrvinnslusóttkví í árgöngunum tveimur hefur því verið aflétt og skólahald hefst með eðlilegum hætti á morgun.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vallaskóla nú síðdegis. Einhverjir hnökrar kunni að verða á skólastarfi á morgun „en við munum leggja okkur í framkróka við að leysa þá jafn óðum í sameiningu,“ segir í tilkynningu.

„Þá viljum við þakka nemendum, starfsfólki og ykkur fjölskyldum nemenda fyrir það æðruleysi sem þið hafið sýnt í kófinu. Vonandi erum við að sjá fyrir endann á þessum þrengingum en við þurfum samt að fara með gát og gæta persónulegra sóttvarna sem við kunnum öll orðið svo vel.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.