Fótbolti

Að molna undan Ofurdeildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Verður Chelsea og City sparkað út úr Meistaradeildinni?
Verður Chelsea og City sparkað út úr Meistaradeildinni? Shaun Botterill/Getty

Það virðist vera að molna undan Ofurdeildinni. Fréttir bárust af því fyrr í kvöld að Chelsea og Manchester City séu við það að draga sig úr keppninni og fleiri lið séu einnig á leiðinni út.

Það voru mikil mótmæli fyrir utan Stamford Bridge í kvöld þegar Chelsea menn mættu í leik gegn Brighton en stuðningsmenn liðsins voru allt annað en sáttir við fyrirkomulag félagsins að taka þátt í Ofurdeildinni.

Mikil reiði hefur verið í fótboltasamfélaginu eftir að tólf stór Evrópufélög tilkynntu í fyrrakvöld að þau hyggðust setja á laggirnar svokallaða Ofurdeild, í stað þess að spila í Meistaradeild Evrópu.

Félögin tólf hyggjast funda síðar í kvöld um næstu skref en það er ljóst að það er orðið ansi ólíklegt að deildin verði að veruleika. 

Talksport greinir frá því að Ed Woodward, stjórnarformaður Manchester United, hafi í kjölfar frétta kvöldsins ákveðið að segja af sér sem stjórnarmaður félagsins.

Spænsku liðin er einnig sögð á leið út úr Ofurdeildinni og það er komin pressa á stjórnarformenn og forseta þeirra liða sem ætluðu að taka þátt í deildinni að segja af sér hjá félögunum heima fyrir.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×