Innlent

Sigurður Pétursson er látinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Óhætt er að segja að goðsögn sé fallin frá. Sigurður varð þrisvar Íslandsmeistari og var fyrsti íslenski kylfingurinn sem spreytti sig í atvinnumennsku.
Óhætt er að segja að goðsögn sé fallin frá. Sigurður varð þrisvar Íslandsmeistari og var fyrsti íslenski kylfingurinn sem spreytti sig í atvinnumennsku. golfmyndir.is / Frosti

Sigurður Pétursson, þrefaldur Íslandsmeistari í golfi, golfkennari og fararstjóri, er látinn sextugur að aldri. Sigurður lést í gærmorgun að því er segir í tilkynningu frá fjölskyldu hans á Facebook.

„Það er með mikilli sorg í hjarta að við fjölskyldan tilkynnum að okkar ástkæri pabbi og eiginmaður lést í morgun. Engin orð fá því líst hvað söknuðurinn, sorgin og tómleikinn er mikill. Eftir lifir minning um einstakan mann sem svo margir elskuðu og dáðu,“ segir í tilkynningunni.

Samúðarkveðjum rignir yfir fjölskylduna en Sigurður var staddur á La Gomera á Spáni þegar hann lést. Þar hefur hann um árabil tekið á móti golfáhugafólki og skapað með því minningar á golfvellinum.

Sigurður varð Íslandsmeistari í golfi 1982, 1984 og 1985. Þá var hann fyrsti íslenski kylfingurinn sem reyndi fyrir sér sem atvinnumaður í íþróttinni. Hann starfaði hjá lögreglunni og var hestaáhugamaður.

Það er með mikilli sorg i hjarta að við fjo lskyldan tilkynnum að okkar a stkæri pabbi og eiginmaður le st i morgun....

Posted by Guðrún Ólafsdóttir on Monday, April 19, 2021


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×