Innlent

Nemandi í Sæ­mundar­skóla greindist með ­veiruna

Sylvía Hall skrifar
Fimmtíu fara í sóttkví vegna smitsins.
Fimmtíu fara í sóttkví vegna smitsins. Vísir/Vilhelm

Nemandi í 2. bekk í Sæmundarskóla í Grafarholti greindist með kórónuveiruna. Allir nemendur árgangsins eru nú í sóttkví. 

Mbl.is greindi fyrst frá en foreldrar barna í skólanum fengu tilkynningu um smitið í tölvupósti. Voru þeir beðnir um að vera vakandi fyrir einkennum hjá börnum og panta sýnatöku ef ástæða væri talin til.

Alls fara fimmtíu í sóttkví vegna smitsins; fjörutíu nemendur og tíu starfsmenn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.