Mögnuð tilfinning að taka flugprófið yfir eldgosi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. apríl 2021 07:31 Birta Óskarsdóttir fékk draumaveður þegar hún flaug yfir eldgosið á Reykjanesskaga í lokaprófinu sínu. „Ég fékk fyrst áhuga á flugi þegar ég var í níunda eða tíunda bekk þegar það kom flugmaður í grunnskólann minn og hélt kynningu um flug,“ segir Birta Óskarsdóttir, nýútskrifaður atvinnuflugmaður. Birta er 21 árs gömul og fór á dögunum í ógleymanlega flugferð yfir eldgosið í Geldingardal. Hún sat þar sjálf í flugstjórnarsætinu og þreytti færnipróf til atvinnuflugmannsskírteinis hjá prófdómara. „Prófdómarinn minn stakk upp á því að hafa það part af prófinu þar sem að ég hafði ekki séð eldgosið áður. Tilfinningin var alveg mögnuð,“ segir Birta í samtali við Vísi. Birta Óskarsdóttir sátt að loknu vel heppnuðu prófi. Birta hafði á þessum tímapunkti lokið öllum bóklegum prófum og verklegu þjálfuninni til atvinnuflugmannsréttinda og átti því einungis færniprófið eftir til að fá skírteinið loksins í hendurnar. Hér fyrir neðan má sjá stutt myndskeið úr flugvélinni. Klippa: Flugpróf yfir eldgosi Stressandi en spennandi Í frétt á vef skólans kemur fram að þetta hafi síður en svo verið auðvelt verkefni, enda mikil eftirspurn eftir því að fljúga yfir gosstöðvarnar. Einungis átta flugvélar eru leyfðar inn í flugsvæðið á sama tíma og því þurfa flugmennirnir að vera einstaklega vel á varðbergi og halda góðum samskiptum í talstöðinni. Svo þarf auðvitað líka að fylgjast með öðrum flugvélum í kring og fljúga flugvélinni af mikilli nákvæmni. Birta segir að allt þetta hafi gengið einstaklega vel. Birta við lendingu eftir að fljúga yfir gosið. „Ég flaug flugvél í fyrst skiptið þegar ég byrjaði í skólanum árið 2018. Það var smá stressandi en spennandi tilfinning,“ segir Birta. Hún hafði lengi látið sig dreyma um að fá að fljúga flugvél, enda ákvað hún að stefna á einkaflugmanninn strax í grunnskóla. „Það sem heillaði var að fá að fljúga flugvél og ferðast um allan heim, síðan skemmir útsýnið ekki fyrir.“ Birta segir að allt við flugnámið hafi verið skemmtilegt. Lítið að tækifærum í Covid Birta fór í samtvinnaða atvinnuflugnámið í Flugakademíunni í Keili og stóðst hún færniprófið sitt með glæsibrag. „Þetta var mjög skemmtilegt og krefjandi nám þar sem að við lærum svo mikið á stuttum tíma.“ Það skemmtilegasta fannst henni samt að fá að fljúga flugvélum. „Næst hjá mér er MCC námskeið (multi crew co-operation) og síðan ætla ég að skrá mig í flugkennarann,“ segir Birta um framhaldið. Hún ætlar að halda áfram í námi og samhliða því að vinna og fljúga eins mikið og hún getur. „Heimsfaraldurinn hefur haft veruleg áhrif á námið mitt og seinkað því um ár. Hann hefur einnig haft þau áhrif á að það verður erfitt fyrir mig og aðra flugmenn að fá vinnu.“ Fréttir af flugi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Skóla - og menntamál Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Birta er 21 árs gömul og fór á dögunum í ógleymanlega flugferð yfir eldgosið í Geldingardal. Hún sat þar sjálf í flugstjórnarsætinu og þreytti færnipróf til atvinnuflugmannsskírteinis hjá prófdómara. „Prófdómarinn minn stakk upp á því að hafa það part af prófinu þar sem að ég hafði ekki séð eldgosið áður. Tilfinningin var alveg mögnuð,“ segir Birta í samtali við Vísi. Birta Óskarsdóttir sátt að loknu vel heppnuðu prófi. Birta hafði á þessum tímapunkti lokið öllum bóklegum prófum og verklegu þjálfuninni til atvinnuflugmannsréttinda og átti því einungis færniprófið eftir til að fá skírteinið loksins í hendurnar. Hér fyrir neðan má sjá stutt myndskeið úr flugvélinni. Klippa: Flugpróf yfir eldgosi Stressandi en spennandi Í frétt á vef skólans kemur fram að þetta hafi síður en svo verið auðvelt verkefni, enda mikil eftirspurn eftir því að fljúga yfir gosstöðvarnar. Einungis átta flugvélar eru leyfðar inn í flugsvæðið á sama tíma og því þurfa flugmennirnir að vera einstaklega vel á varðbergi og halda góðum samskiptum í talstöðinni. Svo þarf auðvitað líka að fylgjast með öðrum flugvélum í kring og fljúga flugvélinni af mikilli nákvæmni. Birta segir að allt þetta hafi gengið einstaklega vel. Birta við lendingu eftir að fljúga yfir gosið. „Ég flaug flugvél í fyrst skiptið þegar ég byrjaði í skólanum árið 2018. Það var smá stressandi en spennandi tilfinning,“ segir Birta. Hún hafði lengi látið sig dreyma um að fá að fljúga flugvél, enda ákvað hún að stefna á einkaflugmanninn strax í grunnskóla. „Það sem heillaði var að fá að fljúga flugvél og ferðast um allan heim, síðan skemmir útsýnið ekki fyrir.“ Birta segir að allt við flugnámið hafi verið skemmtilegt. Lítið að tækifærum í Covid Birta fór í samtvinnaða atvinnuflugnámið í Flugakademíunni í Keili og stóðst hún færniprófið sitt með glæsibrag. „Þetta var mjög skemmtilegt og krefjandi nám þar sem að við lærum svo mikið á stuttum tíma.“ Það skemmtilegasta fannst henni samt að fá að fljúga flugvélum. „Næst hjá mér er MCC námskeið (multi crew co-operation) og síðan ætla ég að skrá mig í flugkennarann,“ segir Birta um framhaldið. Hún ætlar að halda áfram í námi og samhliða því að vinna og fljúga eins mikið og hún getur. „Heimsfaraldurinn hefur haft veruleg áhrif á námið mitt og seinkað því um ár. Hann hefur einnig haft þau áhrif á að það verður erfitt fyrir mig og aðra flugmenn að fá vinnu.“
Fréttir af flugi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Skóla - og menntamál Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira