Lífið

Nökkvi Fjalar borðaði þrjú grömm af of­skynjunar­sveppum eftir sjö daga föstu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nökkvi hefur sett sér fjölmörg markmið á árinu og eitt af því var að fasta í viku og prófa sveppi.
Nökkvi hefur sett sér fjölmörg markmið á árinu og eitt af því var að fasta í viku og prófa sveppi.

Athafnarmaðurinn Nökkvi Fjalar Orrason fastaði í viku á dögunum og endaði síðan föstuna á því að borða þrjú grömm af ofskynjunarsveppum.

„Þetta fer allt í gegnum meltingarveginn og ég hafði ekkert borðað í sjö daga. Það var því ekkert sem kom í veg fyrir að þetta færi beint í kerfið. Ég drakk þetta í te,“ segir Nökkvi í Brennslunni á FM957 en þetta var eitt af hans fjölmörgum markmiðum á árinu 2021. Nökkvi birti mynd af sér þegar hann var á sveppnum.

„Þarna er ég í hámarki á trippinu og var besti parturinn. Þarna er ég í raun votur í augunum af gleði, stolti og þakklæti. Þetta var alls ekki vanlíðan og alveg geðveikt tilfinning. Ég fór bara í mat til mömmu og pabba eftir þetta og við borðuðum afmælismatinn minn og við töluðum um þetta.“

Hér að neðan má hlusta á Nökkva lýsa þessari reynslu ítarlega.

Hér að neðan má sjá umrædda mynd sem tekin var af Nökkva. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.