Tímabilið undir hjá Skyttunum í Prag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. apríl 2021 11:01 Nicolas Pépé (til hægri) skoraði mark Arsenal í fyrri leiknum gegn Slavia Prag. epa/NEIL HALL Staða ensku liðanna fyrir seinni leikina í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar er ansi ólík. Manchester United er komið með annan fótinn í undanúrslitin á meðan Arsenal þarf að taka á honum stóra sínum til að komast þangað. United vann fyrri leikinn gegn Granada á Spáni með tveimur mörkum gegn engu á meðan Arsenal gerði 1-1 jafntefli við Slavia Prag á heimavelli. Nicolas Pépé kom Skyttunum yfir á 86. mínútu en þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Tomás Holes fyrir Tékkana. Arsenal er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 45 stig, tíu stigum frá 4. sætinu, þegar sjö leikir eru eftir. Möguleiki Arsenal á að komast í Meistaradeild Evrópu felst því í að vinna Evrópudeildina. Það yrði jafnframt fyrsti Evróputitill félagsins. Fyrsta Evrópulausa tímabilið í aldarfjórðung? Ef Arsenal fellur hins vegar úr leik í kvöld verður liðið að öllum líkindum ekki í Evrópukeppni á næsta tímabili, í fyrsta sinn frá tímabilinu 1995-96. Arsenal komst í úrslit Evrópudeildarinnar undir stjórn Unais Emery fyrir tveimur árum en tapaði þá fyrir Chelsea, 4-1, í Aserbaídsjan. Arsenal gæti einmitt mætt Villarreal, sem Emery stýrir, í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Villarreal vann fyrri leikinn gegn Dinamo í Zagreb, 0-1, og stendur því vel að vígi fyrir seinni leikinn í kvöld. Sterkir Tékkar Leið Arsenal í undanúrslitin verður ekki greið því Slavia Prag hefur ítrekað sýnt í hvað liðið er spunnið í Evrópudeildinni í vetur og þegar slegið út tvö sterk bresk lið í útsláttarkeppninni. Í 32-liða úrslitunum vann Slavia Prag Leicester City, 2-0 samanlagt. Í sextán liða úrslitunum slógu Tékkarnir svo Skotlandsmeistara Rangers út, 3-1 samanlagt. Seinni leikur liðanna á Ibrox, sem Slavia Prag vann með tveimur mörkum gegn engu, dró heldur betur dilk á eftir sér. Í gær var Ondrej Kúdela, varnarmaður Slavia Prag, dæmdur í tíu leikja bann fyrir að beita Glen Kamara, miðjumann Rangers, kynþáttaníði. Hann tekur fyrsta leikinn í banninu út gegn Arsenal í kvöld. Ekki er ljóst hvort Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, getur teflt fram þeim Pierre-Emerick Aubameyang og Martin Ødegaard í leiknum í kvöld. Sá fyrrnefndi hefur verið veikur og sá síðarnefndi glímir við ökklameiðsli. Bukayo Saka og Emile Smith Rowe eru hins vegar klárir í slaginn. Taplausir í þrjátíu heimaleikjum í röð Árangur Slavia Prag á heimavelli undanfarna mánuði hlýtur að blása leikmönnum liðsins von í brjóst. Slavia Prag hefur ekki tapað í þrjátíu heimaleikjum í röð, eða síðan í nóvember 2019. Varnarmenn Arsenal þurfa að hafa góðar gætur á Abdallah Sima í leiknum í kvöld. Þessi nítján ára senegalski framherji hefur skorað fimmtán mörk á tímabilinu, þar af fjögur í Evrópudeildinni. Með hagstæðum úrslitum í kvöld kemst Slavia Prag í fyrsta sinn í undanúrslit í Evrópukeppni síðan 1996. Þá komst liðið í undanúrslit UEFA-keppninnar en tapaði þar fyrir Bordeaux frá Frakklandi. Leikur Slavia Prag og Arsenal hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Sjá meira
United vann fyrri leikinn gegn Granada á Spáni með tveimur mörkum gegn engu á meðan Arsenal gerði 1-1 jafntefli við Slavia Prag á heimavelli. Nicolas Pépé kom Skyttunum yfir á 86. mínútu en þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Tomás Holes fyrir Tékkana. Arsenal er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 45 stig, tíu stigum frá 4. sætinu, þegar sjö leikir eru eftir. Möguleiki Arsenal á að komast í Meistaradeild Evrópu felst því í að vinna Evrópudeildina. Það yrði jafnframt fyrsti Evróputitill félagsins. Fyrsta Evrópulausa tímabilið í aldarfjórðung? Ef Arsenal fellur hins vegar úr leik í kvöld verður liðið að öllum líkindum ekki í Evrópukeppni á næsta tímabili, í fyrsta sinn frá tímabilinu 1995-96. Arsenal komst í úrslit Evrópudeildarinnar undir stjórn Unais Emery fyrir tveimur árum en tapaði þá fyrir Chelsea, 4-1, í Aserbaídsjan. Arsenal gæti einmitt mætt Villarreal, sem Emery stýrir, í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Villarreal vann fyrri leikinn gegn Dinamo í Zagreb, 0-1, og stendur því vel að vígi fyrir seinni leikinn í kvöld. Sterkir Tékkar Leið Arsenal í undanúrslitin verður ekki greið því Slavia Prag hefur ítrekað sýnt í hvað liðið er spunnið í Evrópudeildinni í vetur og þegar slegið út tvö sterk bresk lið í útsláttarkeppninni. Í 32-liða úrslitunum vann Slavia Prag Leicester City, 2-0 samanlagt. Í sextán liða úrslitunum slógu Tékkarnir svo Skotlandsmeistara Rangers út, 3-1 samanlagt. Seinni leikur liðanna á Ibrox, sem Slavia Prag vann með tveimur mörkum gegn engu, dró heldur betur dilk á eftir sér. Í gær var Ondrej Kúdela, varnarmaður Slavia Prag, dæmdur í tíu leikja bann fyrir að beita Glen Kamara, miðjumann Rangers, kynþáttaníði. Hann tekur fyrsta leikinn í banninu út gegn Arsenal í kvöld. Ekki er ljóst hvort Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, getur teflt fram þeim Pierre-Emerick Aubameyang og Martin Ødegaard í leiknum í kvöld. Sá fyrrnefndi hefur verið veikur og sá síðarnefndi glímir við ökklameiðsli. Bukayo Saka og Emile Smith Rowe eru hins vegar klárir í slaginn. Taplausir í þrjátíu heimaleikjum í röð Árangur Slavia Prag á heimavelli undanfarna mánuði hlýtur að blása leikmönnum liðsins von í brjóst. Slavia Prag hefur ekki tapað í þrjátíu heimaleikjum í röð, eða síðan í nóvember 2019. Varnarmenn Arsenal þurfa að hafa góðar gætur á Abdallah Sima í leiknum í kvöld. Þessi nítján ára senegalski framherji hefur skorað fimmtán mörk á tímabilinu, þar af fjögur í Evrópudeildinni. Með hagstæðum úrslitum í kvöld kemst Slavia Prag í fyrsta sinn í undanúrslit í Evrópukeppni síðan 1996. Þá komst liðið í undanúrslit UEFA-keppninnar en tapaði þar fyrir Bordeaux frá Frakklandi. Leikur Slavia Prag og Arsenal hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Sjá meira