Skrúfað fyrir auglýsingar til flokksblaða í Kópavogi Jakob Bjarnar skrifar 14. apríl 2021 10:59 Ármann Kr. Ólafsson foringi Sjálfstæðismanna er bæjar- og framkvæmdastjóri í Kópavogi. Sigurbjörg Erla sem segir það skjóta skökku við að bæjaryfirvöld séu að kaupa auglýsingar í flokksblöðum þegar eina virka útgáfan er á vegum Sjálfstæðisflokksins. Nú stendur til að skjóta loku fyrir það. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir fulltrúi Pírata í bæjarstjórn Kópavogs, segir að Sjálfstæðisflokkurinn þar hafi tvívegis fengið meira fjármagn en reglurnar heimila til að auglýsa í flokksblaði sínu. Sigurbjörg Erla greinir frá lyktum máls sem hún hefur verið að vinna í innan bæjarapparatsins í Kópavogi sem snýr að auglýsingum stjórnmálaflokkanna í blöðum sem gefin eru út á vegum flokkanna. „Við vorum að vinna þetta í bæjarráði þar sem ég lagði upphaflega fram fyrirspurn. Bæjarráð afgreiðir þetta þannig að vísa málinu til forsætisnefndar sem átti að vinna drög að reglum um þetta,“ segir Sigurbjörg Erla í samtali við Vísi. Nú liggur fyrir lögfræðiálit og kom forsætisnefnd með þá tillögu á bæjarstjórnarfundi í gær að hætta alfarið kaupum á auglýsingum í miðlum á vegum stjórnmálaflokka. Vísir sagði af þessum aðfinnslum Sigurbjargar Erlu í byrjun árs. Sigurbjörg Erla segir að engar skrifaðar reglur hafi verið um þetta heldur eitthvað óljóst munnlegt samkomulag sem enginn fékk að vita um. „Það þurfti að setja einhvern ramma um þetta. Farsælast væri að leggja þetta niður, auglýsingar í miðlum á vegum flokka þegar aðeins einn flokkur stendur í virkri útgáfu. Ekki gott ef hugsað er til jafnræðis.“ Sjálfstæðisflokkurinn hefur um langt skeið gefið út málgagn í Kópavogi sem heitir Vogar. Sjálfstæðisflokkurinn keyrir fram úr heimildum Í pistli sem Sigurbjörg Erla birti á Facebooksíðu sinni segir hún meðal annars frá því að fyrirspurn hennar á sínum tíma hafi leitt í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn var „ekki aðeins eini flokkurinn sem sótti sér auglýsingafé frá almenningi á hverju einasta ári, heldur sótti hann sér jafnframt tvívegis meira fjármagn en reglurnar heimila! Fullnaðarsigur! Kópavogsbær mun alfarið hætta að kaupa auglýsingar í málgögnum stjórnmálaflokka eftir pönkið...Posted by Sigurbjörg Erla Egilsdóttir on Þriðjudagur, 13. apríl 2021 Um 80% af heildargreiðslunum rann til Sjálfstæðisflokksins á tímabilinu 2015-2020, eða 1.150.000 kr af 1.450.000 kr. Það er 250.000 krónum meira en þau hefðu samkvæmt viðmiði átt að geta fengið á sex ára tímabili“ Ekki það sama og að auglýsa í óháðum bæjarblöðum Sigurbjörg Erla segir spurð að ekki hafi komið til tals að Sjálfstæðisflokkurinn endurgreiði þetta fé. „Nei, þau vilja réttlæta þetta og segja þetta komið úr öðrum lið. Að um sé að ræða auglýsingar keyptar í aukaútgáfu fyrir Alþingiskosningarnar 2016 og 2017. Segja að Kópavogsbær auglýsi kjörstaði sem víðast. En það er kannski ekki alveg sama að auglýsa slíkt í útgáfu sem stjórnmálaflokkur stendur að en í bæjarblöðum.“ Tvö bæjarblöð eru gefin út í Kópavogi sem njóta, að sögn Sigurbjargar Erlu, mikils lesturs: Kópavogspósturinn og Kópavogsblaðið. Kópavogur Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Sigurbjörg Erla greinir frá lyktum máls sem hún hefur verið að vinna í innan bæjarapparatsins í Kópavogi sem snýr að auglýsingum stjórnmálaflokkanna í blöðum sem gefin eru út á vegum flokkanna. „Við vorum að vinna þetta í bæjarráði þar sem ég lagði upphaflega fram fyrirspurn. Bæjarráð afgreiðir þetta þannig að vísa málinu til forsætisnefndar sem átti að vinna drög að reglum um þetta,“ segir Sigurbjörg Erla í samtali við Vísi. Nú liggur fyrir lögfræðiálit og kom forsætisnefnd með þá tillögu á bæjarstjórnarfundi í gær að hætta alfarið kaupum á auglýsingum í miðlum á vegum stjórnmálaflokka. Vísir sagði af þessum aðfinnslum Sigurbjargar Erlu í byrjun árs. Sigurbjörg Erla segir að engar skrifaðar reglur hafi verið um þetta heldur eitthvað óljóst munnlegt samkomulag sem enginn fékk að vita um. „Það þurfti að setja einhvern ramma um þetta. Farsælast væri að leggja þetta niður, auglýsingar í miðlum á vegum flokka þegar aðeins einn flokkur stendur í virkri útgáfu. Ekki gott ef hugsað er til jafnræðis.“ Sjálfstæðisflokkurinn hefur um langt skeið gefið út málgagn í Kópavogi sem heitir Vogar. Sjálfstæðisflokkurinn keyrir fram úr heimildum Í pistli sem Sigurbjörg Erla birti á Facebooksíðu sinni segir hún meðal annars frá því að fyrirspurn hennar á sínum tíma hafi leitt í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn var „ekki aðeins eini flokkurinn sem sótti sér auglýsingafé frá almenningi á hverju einasta ári, heldur sótti hann sér jafnframt tvívegis meira fjármagn en reglurnar heimila! Fullnaðarsigur! Kópavogsbær mun alfarið hætta að kaupa auglýsingar í málgögnum stjórnmálaflokka eftir pönkið...Posted by Sigurbjörg Erla Egilsdóttir on Þriðjudagur, 13. apríl 2021 Um 80% af heildargreiðslunum rann til Sjálfstæðisflokksins á tímabilinu 2015-2020, eða 1.150.000 kr af 1.450.000 kr. Það er 250.000 krónum meira en þau hefðu samkvæmt viðmiði átt að geta fengið á sex ára tímabili“ Ekki það sama og að auglýsa í óháðum bæjarblöðum Sigurbjörg Erla segir spurð að ekki hafi komið til tals að Sjálfstæðisflokkurinn endurgreiði þetta fé. „Nei, þau vilja réttlæta þetta og segja þetta komið úr öðrum lið. Að um sé að ræða auglýsingar keyptar í aukaútgáfu fyrir Alþingiskosningarnar 2016 og 2017. Segja að Kópavogsbær auglýsi kjörstaði sem víðast. En það er kannski ekki alveg sama að auglýsa slíkt í útgáfu sem stjórnmálaflokkur stendur að en í bæjarblöðum.“ Tvö bæjarblöð eru gefin út í Kópavogi sem njóta, að sögn Sigurbjargar Erlu, mikils lesturs: Kópavogspósturinn og Kópavogsblaðið.
Kópavogur Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira