Innlent

Fiski­bátur strandaði í Krossa­vík

Atli Ísleifsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna strandsins en síðar afturkölluð. Myndin er úr safni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna strandsins en síðar afturkölluð. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Fiskibátur á netaveiðum með tvo um borð strandaði í Krossavík, austan við Reykjanestá, í hádeginu í dag.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að stjórnstöð hafi fengið tilkynningu um strandið klukkan 12:46. 

„Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út sem og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Skömmu eftir strandið losnaði fiskibáturinn af strandstað og gat siglt fyrir eigin vélarafli. Skrúfa bátsins var löskuð en enginn leki hafði komið að honum.  Veður var með ágætum og aðstæður góðar. 

Björgunarskipið Oddur V. Gíslason og björgunarbáturinn Árni í Tungu héldu til móts við fiskibátinn frá Grindavík og TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 13:00. Þegar björgunarskipið var komið að fiskibátnum var þyrla Landhelgisgæslunnar afturkölluð. Fiskibátnum er nú fylgt til hafnar í Grindavík af björgunarskipinu Oddi V. Gíslasyni,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.