Lífið

Grimes lét húðflúra geimveruklór yfir allt bakið

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Söngkonan Grimes fer sína eigin leiðir en í gær lét hún húðflúra allt bak sitt með hvítu bleki. 
Söngkonan Grimes fer sína eigin leiðir en í gær lét hún húðflúra allt bak sitt með hvítu bleki.  Instagram/Getty

Hin skrautlega, kandíska söngkona Grimes fékk sér fremur frumlegt tattú á dögunum, svo ekki sé meira sagt. Grimes, sem einnig er kærasta og barnsmóðir auðjöfursins Elon Musk, er þekkt fyrir að fara sínar eigin leiðir hvað varðar tísku og listsköpun.

 Fólki hefur reynst erfitt að lesa í stíl hennar sem er oft á tíðum mjög listrænn og öfgafullur en hefur henni stundum verið líkt við söngkonuna Björk.

Í gær birti Grimes mynd af beru baki sínu á Instagram þar sem fölbleik klór-ör ná yfir allt bak hennar.

Undir myndinni greinir hún frá því að húðflúrið hafi verið gert með hvítu bleki og segir Grimes að línurnar, sem nú eru fölbleikar og aðeins þrútnar, muni hvítna með tímanum og þá líta út eins og „falleg ör eftir geimverur“ (e. alien scars).

Grimes og Elon Musk eignuðust sitt fyrsta barn fyrir tæpu ári síðan og voru frumlegheitin hvergi fjarri þegar kom að því að velja nafn á barnið en drengurinn var skírður X Æ A-12 Musk. Barnið er fyrsta barn Grimes, 32 ára, og sjötta barn Elon Musk, 48 ára.

Þó Grimes fari ótroðnar slóðir á flestum sviðum vakti hún fyrst athygli fyrir framsækni í tónlist. Fyrir um ári síðan kom út platan Miss Anthropocene, hennar fimmta í fullri lengd. Hér að neðan má sjá myndband fyrir lagið Violence af téðri plötu.

Listakonan kemur víða við en hér má sjá myndir sem hún birti í tengslum við útgáfu litabókar annars vegar og tískubókar hins vegar.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.