Grimes „útskýrir“ nafn barnsins Atli Ísleifsson skrifar 6. maí 2020 09:05 Hin 32 ára Grimes og hinn 48 ára Elon Musk. Getty Elon Musk, eigandi Tesla, tísti fyrr í vikunni þar sem hann greindi frá nafninu á nýfæddu barni hans og kanadísku söngkonunnar Grimes. Nafnið þykir einstakt í meira lagi, og hefur söngkonan nú skýrt frá því hvað það táknar. Musk sagði nafn drengsins vera „X Æ A-12“, en enn á eftir að koma í ljós hvort að það rati alla leið í opinber gögn. Skiljanlega fóru miklar umræður af stað hvort að A-12 kunni að vera vísun í Lockheed-þotuna A-12 og sömuleiðis af hverju norræni stafurinn „Æ“ hafi ratað í nafnið. Grimes, sem heitir Claire Elise Boucher réttu nafni, kom hins vegar með „útskýringu“ á þessu öllu saman í tísti fyrr í dag. „X, hin óþekkta breyta, Æ, álfastafsetning á Ai (ást og/eða gervigreind) A-12 = forveri SR-17 (uppáhaldsflugvél okkar. Engin vopn, engar varnir, bara hraði. Frábær í orrustum, en ekki ofbeldisfull). + (A= „Archangel“, uppáhaldslagið mitt) (Málmrotta)“ X, the unknown variable Æ, my elven spelling of Ai (love &/or Artificial intelligence) A-12 = precursor to SR-17 (our favorite aircraft). No weapons, no defenses, just speed. Great in battle, but non-violent + (A=Archangel, my favorite song) ( metal rat)— G i es (@Grimezsz) May 6, 2020 People segir 12 vísa í rottu, kínverska stjörnumerkið, en 2020 er ár málmrottunnar í kínverskri stjörnuspeki. Enn á eftir að koma almennilega fram hvernig bera skuli fram nafn drengsins. Elon Musk eignaðist sex börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Justine Musk, en þau voru gift frá árinu 2000 til 2008. Fyrsti sonur hans, Nevada, lést úr krabbameini árið 2002. Musk og Grimes byrjuðu saman árið 2018 og greindu fyrst frá því að þau ættu von á barni í janúar. Hér að neðan má heyra lagið Archangel með Burial, en netverjar eru margir nokkuð vissir í sinni sök að það sé lagið sem Grimes á við sem uppáhaldslagið sitt. Það má í það minnsta finna á þessum lista af uppáhaldslögum hennar frá 2013. Tesla Hollywood Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira
Elon Musk, eigandi Tesla, tísti fyrr í vikunni þar sem hann greindi frá nafninu á nýfæddu barni hans og kanadísku söngkonunnar Grimes. Nafnið þykir einstakt í meira lagi, og hefur söngkonan nú skýrt frá því hvað það táknar. Musk sagði nafn drengsins vera „X Æ A-12“, en enn á eftir að koma í ljós hvort að það rati alla leið í opinber gögn. Skiljanlega fóru miklar umræður af stað hvort að A-12 kunni að vera vísun í Lockheed-þotuna A-12 og sömuleiðis af hverju norræni stafurinn „Æ“ hafi ratað í nafnið. Grimes, sem heitir Claire Elise Boucher réttu nafni, kom hins vegar með „útskýringu“ á þessu öllu saman í tísti fyrr í dag. „X, hin óþekkta breyta, Æ, álfastafsetning á Ai (ást og/eða gervigreind) A-12 = forveri SR-17 (uppáhaldsflugvél okkar. Engin vopn, engar varnir, bara hraði. Frábær í orrustum, en ekki ofbeldisfull). + (A= „Archangel“, uppáhaldslagið mitt) (Málmrotta)“ X, the unknown variable Æ, my elven spelling of Ai (love &/or Artificial intelligence) A-12 = precursor to SR-17 (our favorite aircraft). No weapons, no defenses, just speed. Great in battle, but non-violent + (A=Archangel, my favorite song) ( metal rat)— G i es (@Grimezsz) May 6, 2020 People segir 12 vísa í rottu, kínverska stjörnumerkið, en 2020 er ár málmrottunnar í kínverskri stjörnuspeki. Enn á eftir að koma almennilega fram hvernig bera skuli fram nafn drengsins. Elon Musk eignaðist sex börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Justine Musk, en þau voru gift frá árinu 2000 til 2008. Fyrsti sonur hans, Nevada, lést úr krabbameini árið 2002. Musk og Grimes byrjuðu saman árið 2018 og greindu fyrst frá því að þau ættu von á barni í janúar. Hér að neðan má heyra lagið Archangel með Burial, en netverjar eru margir nokkuð vissir í sinni sök að það sé lagið sem Grimes á við sem uppáhaldslagið sitt. Það má í það minnsta finna á þessum lista af uppáhaldslögum hennar frá 2013.
Tesla Hollywood Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira