Leikur sem skiptir sköpum fyrir okkar stelpur er 600 kílómetrum frá þeim Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2021 11:30 Andrea Rán Hauksdóttir, Berglind Rós Ágústsdóttir, Elísa Viðarsdóttir og Karitas Tómasdóttir á æfingu landsliðsins á Ítalíu. @footballiceland Þó að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mæti Ítalíu í vináttulandsleik í Flórens í dag má segja að annar leikur, í öðru landi, skipti enn meira máli fyrir liðið. Í dag ræðst hvaða þrjú lið verða þau síðustu til að tryggja sig inn á Evrópumótið sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Ísland og Ítalía, sem og Austurríki, tryggðu sig inn á mótið sem stigahæstu liðin sem lentu í 2. sæti síns riðils í undankeppninni. Hin sex liðin sem lentu í 2. sæti fóru í umspil og ráðast úrslitin í umspilinu í dag. Norður-Írland er 2-1 yfir fyrir seinni leik sinn við Úkraínu sem fram fer í Belfast. Rússland vann sömuleiðis útisigur, 1-0, í fyrri leik sínum við Portúgal. Staðan í einvígi Tékklands og Sviss er hins vegar jöfn, 1-1, en liðin mætast í kvöld í 600 kílómetra fjarlægð frá leikstað Íslands, nánar tiltekið í bænum Thun í Sviss. Ræður því hvort Ísland fer í þriðja eða fjórða flokk Það er einmitt leikur Tékklands og Sviss sem skiptir sköpum fyrir íslenska landsliðið. Málið er einfalt. Ef að Sviss vinnur einvígið verður Ísland í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á EM. Ef að Tékkland vinnur þá kemst Ísland í þriðja styrkleikaflokk, sleppur við að mæta Danmörku, Belgíu eða Austurríki, og fær eitt af lökustu liðum mótsins með sér í riðil. Augu íslenskra stuðningsmanna ættu því ekki aðeins að vera á leik Ítalíu og Íslands, sem sýndur verður beint á Stöð 2 Sport kl. 14 í dag, heldur einnig á leik Sviss og Tékklands sem hefst kl. 18. Liðin sem leika á EM Flokkur 1: Holland, Þýskaland, England, Frakkland. Flokkur 2: Svíþjóð, Spánn, Noregur, Ítalía. Flokkur 3: Danmörk, Belgía, Austurríki, Sviss/Ísland. Flokkur 4: Finnland, Tékkland/Ísland, Úkraína/N-Írland, Rússland/Portúgal. EM 2021 í Englandi Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Sjá meira
Í dag ræðst hvaða þrjú lið verða þau síðustu til að tryggja sig inn á Evrópumótið sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Ísland og Ítalía, sem og Austurríki, tryggðu sig inn á mótið sem stigahæstu liðin sem lentu í 2. sæti síns riðils í undankeppninni. Hin sex liðin sem lentu í 2. sæti fóru í umspil og ráðast úrslitin í umspilinu í dag. Norður-Írland er 2-1 yfir fyrir seinni leik sinn við Úkraínu sem fram fer í Belfast. Rússland vann sömuleiðis útisigur, 1-0, í fyrri leik sínum við Portúgal. Staðan í einvígi Tékklands og Sviss er hins vegar jöfn, 1-1, en liðin mætast í kvöld í 600 kílómetra fjarlægð frá leikstað Íslands, nánar tiltekið í bænum Thun í Sviss. Ræður því hvort Ísland fer í þriðja eða fjórða flokk Það er einmitt leikur Tékklands og Sviss sem skiptir sköpum fyrir íslenska landsliðið. Málið er einfalt. Ef að Sviss vinnur einvígið verður Ísland í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á EM. Ef að Tékkland vinnur þá kemst Ísland í þriðja styrkleikaflokk, sleppur við að mæta Danmörku, Belgíu eða Austurríki, og fær eitt af lökustu liðum mótsins með sér í riðil. Augu íslenskra stuðningsmanna ættu því ekki aðeins að vera á leik Ítalíu og Íslands, sem sýndur verður beint á Stöð 2 Sport kl. 14 í dag, heldur einnig á leik Sviss og Tékklands sem hefst kl. 18. Liðin sem leika á EM Flokkur 1: Holland, Þýskaland, England, Frakkland. Flokkur 2: Svíþjóð, Spánn, Noregur, Ítalía. Flokkur 3: Danmörk, Belgía, Austurríki, Sviss/Ísland. Flokkur 4: Finnland, Tékkland/Ísland, Úkraína/N-Írland, Rússland/Portúgal.
Liðin sem leika á EM Flokkur 1: Holland, Þýskaland, England, Frakkland. Flokkur 2: Svíþjóð, Spánn, Noregur, Ítalía. Flokkur 3: Danmörk, Belgía, Austurríki, Sviss/Ísland. Flokkur 4: Finnland, Tékkland/Ísland, Úkraína/N-Írland, Rússland/Portúgal.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Sjá meira