Lét sér hvergi bregða þó hann lenti í beinni útsendingu frá gosstað Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2021 12:52 Útsendingar frá gosstað hafa verið vinsælar en óvænt fengu áhorfendur innsýn í útsendingarstúdíó Ríkissjónvarpsins, þar sem Helgi var að undirbúa vðital í Silfrið, fjarfundagest. skáskot Helgi Jóhannesson tæknimaður hjá Ríkissjónvarpinu lét atvikið, það að hann skyldi óvænt vera kominn á skjáinn þar sem sýnt var frá gosstað í beinni, ekki raska ró sinni en segir hugsanlegt að þetta gæti leitt til breytinga í vinnunni. „Kannski, ef einhver sér þarna mikinn talent, og þeim fer að rigna inn tilboðum að maður fari að endurskoða stöðu sína gagnvart myndavélinni,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Helgi lenti óvænt í beinni útsendingu í gærmorgun, eða þar sem venjulega er sýnt frá gosstöðvunum í Meradölum á Reykjanesi. En það var mbl.is sem fyrst vakti athygli á þessu óhappi. Er ég þar? Þeir sem voru að fylgjast með gangi mála þar fengu óvænt upp mynd af Helga þar sem hann situr í útsendingastúdíói Ríkisútvarpsins og er að fara yfir málin. Eftir drykklanga stund hringir síminn sem Helgi svarar og eftir að hafa hlustað segir hann: „Er ég þar? Eldgos í beinni?“ Helgi lætur sér hvergi bregða, viðbrögðin eru fumlaus, hann hringir annað og segir við þann sem þar er fyrir svörum: „Þú ert búinn að setja mig í eitthvað drasl á vefnum.“ Helgi lýsir því fyrir blaðamanni Vísis að þegar þetta var hafi hann verið að undirbúa Silfrið, nánar viðtal við fjarfundagest. Og líklega sé verið að nota sömu tækin í of mikið. Þetta séu eðlileg mistök sem geta átt sér stað þegar mikið er í gangi. „Þá er svo sem ágætt að vera sér meðvitaður um að hitt og þetta getur leikið út. Sem betur fer fékk ég fljótlega símtal frá kollega sem spottaði þetta á undan öllum öðrum.“ Hefur hingað til ekki haft metnað í þá átt að vera á skjánum Helgi segir gott að þetta hafi lent á sér fremur en einhverjum óviðbúnum gesti, að það hafi verið að prófa þetta á sér en ekki einhverjum viðmælanda út í bæ. „Heppilegt að klúðrið bitnaði á mér í einhverju testi frekar en einhverjum saklausum viðmælanda; ef maður hefði hringt beint í hann. Ég prófaði þetta á mér eins og ég geri alltaf.“ Helgi segir að það sé álag á fjölmiðlafólki á öllum miðlum nú um stundir og viðbúið að eitthvað slíkt hendi. Hann segir þetta part af vinnunni. Hann sé vissulega vanari því að vera bak við myndavélina. „En maður þarf alltaf að vera sér meðvitaður um að hitt og þetta getur lekið út hingað og þangað og almennt reynir maður að hegða sér fagmannlega í vinnunni. Neinei, þetta er ekkert hættulegt, en vissulega er þetta ekki minn aðalstarfi að vera fyrir framan myndavélina. Ég hef ekki haft neinar sérstakar ambisjónir í þá átt – hingað til.“ Fjölmiðlar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
„Kannski, ef einhver sér þarna mikinn talent, og þeim fer að rigna inn tilboðum að maður fari að endurskoða stöðu sína gagnvart myndavélinni,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Helgi lenti óvænt í beinni útsendingu í gærmorgun, eða þar sem venjulega er sýnt frá gosstöðvunum í Meradölum á Reykjanesi. En það var mbl.is sem fyrst vakti athygli á þessu óhappi. Er ég þar? Þeir sem voru að fylgjast með gangi mála þar fengu óvænt upp mynd af Helga þar sem hann situr í útsendingastúdíói Ríkisútvarpsins og er að fara yfir málin. Eftir drykklanga stund hringir síminn sem Helgi svarar og eftir að hafa hlustað segir hann: „Er ég þar? Eldgos í beinni?“ Helgi lætur sér hvergi bregða, viðbrögðin eru fumlaus, hann hringir annað og segir við þann sem þar er fyrir svörum: „Þú ert búinn að setja mig í eitthvað drasl á vefnum.“ Helgi lýsir því fyrir blaðamanni Vísis að þegar þetta var hafi hann verið að undirbúa Silfrið, nánar viðtal við fjarfundagest. Og líklega sé verið að nota sömu tækin í of mikið. Þetta séu eðlileg mistök sem geta átt sér stað þegar mikið er í gangi. „Þá er svo sem ágætt að vera sér meðvitaður um að hitt og þetta getur leikið út. Sem betur fer fékk ég fljótlega símtal frá kollega sem spottaði þetta á undan öllum öðrum.“ Hefur hingað til ekki haft metnað í þá átt að vera á skjánum Helgi segir gott að þetta hafi lent á sér fremur en einhverjum óviðbúnum gesti, að það hafi verið að prófa þetta á sér en ekki einhverjum viðmælanda út í bæ. „Heppilegt að klúðrið bitnaði á mér í einhverju testi frekar en einhverjum saklausum viðmælanda; ef maður hefði hringt beint í hann. Ég prófaði þetta á mér eins og ég geri alltaf.“ Helgi segir að það sé álag á fjölmiðlafólki á öllum miðlum nú um stundir og viðbúið að eitthvað slíkt hendi. Hann segir þetta part af vinnunni. Hann sé vissulega vanari því að vera bak við myndavélina. „En maður þarf alltaf að vera sér meðvitaður um að hitt og þetta getur lekið út hingað og þangað og almennt reynir maður að hegða sér fagmannlega í vinnunni. Neinei, þetta er ekkert hættulegt, en vissulega er þetta ekki minn aðalstarfi að vera fyrir framan myndavélina. Ég hef ekki haft neinar sérstakar ambisjónir í þá átt – hingað til.“
Fjölmiðlar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira