Lét sér hvergi bregða þó hann lenti í beinni útsendingu frá gosstað Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2021 12:52 Útsendingar frá gosstað hafa verið vinsælar en óvænt fengu áhorfendur innsýn í útsendingarstúdíó Ríkissjónvarpsins, þar sem Helgi var að undirbúa vðital í Silfrið, fjarfundagest. skáskot Helgi Jóhannesson tæknimaður hjá Ríkissjónvarpinu lét atvikið, það að hann skyldi óvænt vera kominn á skjáinn þar sem sýnt var frá gosstað í beinni, ekki raska ró sinni en segir hugsanlegt að þetta gæti leitt til breytinga í vinnunni. „Kannski, ef einhver sér þarna mikinn talent, og þeim fer að rigna inn tilboðum að maður fari að endurskoða stöðu sína gagnvart myndavélinni,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Helgi lenti óvænt í beinni útsendingu í gærmorgun, eða þar sem venjulega er sýnt frá gosstöðvunum í Meradölum á Reykjanesi. En það var mbl.is sem fyrst vakti athygli á þessu óhappi. Er ég þar? Þeir sem voru að fylgjast með gangi mála þar fengu óvænt upp mynd af Helga þar sem hann situr í útsendingastúdíói Ríkisútvarpsins og er að fara yfir málin. Eftir drykklanga stund hringir síminn sem Helgi svarar og eftir að hafa hlustað segir hann: „Er ég þar? Eldgos í beinni?“ Helgi lætur sér hvergi bregða, viðbrögðin eru fumlaus, hann hringir annað og segir við þann sem þar er fyrir svörum: „Þú ert búinn að setja mig í eitthvað drasl á vefnum.“ Helgi lýsir því fyrir blaðamanni Vísis að þegar þetta var hafi hann verið að undirbúa Silfrið, nánar viðtal við fjarfundagest. Og líklega sé verið að nota sömu tækin í of mikið. Þetta séu eðlileg mistök sem geta átt sér stað þegar mikið er í gangi. „Þá er svo sem ágætt að vera sér meðvitaður um að hitt og þetta getur leikið út. Sem betur fer fékk ég fljótlega símtal frá kollega sem spottaði þetta á undan öllum öðrum.“ Hefur hingað til ekki haft metnað í þá átt að vera á skjánum Helgi segir gott að þetta hafi lent á sér fremur en einhverjum óviðbúnum gesti, að það hafi verið að prófa þetta á sér en ekki einhverjum viðmælanda út í bæ. „Heppilegt að klúðrið bitnaði á mér í einhverju testi frekar en einhverjum saklausum viðmælanda; ef maður hefði hringt beint í hann. Ég prófaði þetta á mér eins og ég geri alltaf.“ Helgi segir að það sé álag á fjölmiðlafólki á öllum miðlum nú um stundir og viðbúið að eitthvað slíkt hendi. Hann segir þetta part af vinnunni. Hann sé vissulega vanari því að vera bak við myndavélina. „En maður þarf alltaf að vera sér meðvitaður um að hitt og þetta getur lekið út hingað og þangað og almennt reynir maður að hegða sér fagmannlega í vinnunni. Neinei, þetta er ekkert hættulegt, en vissulega er þetta ekki minn aðalstarfi að vera fyrir framan myndavélina. Ég hef ekki haft neinar sérstakar ambisjónir í þá átt – hingað til.“ Fjölmiðlar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
„Kannski, ef einhver sér þarna mikinn talent, og þeim fer að rigna inn tilboðum að maður fari að endurskoða stöðu sína gagnvart myndavélinni,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Helgi lenti óvænt í beinni útsendingu í gærmorgun, eða þar sem venjulega er sýnt frá gosstöðvunum í Meradölum á Reykjanesi. En það var mbl.is sem fyrst vakti athygli á þessu óhappi. Er ég þar? Þeir sem voru að fylgjast með gangi mála þar fengu óvænt upp mynd af Helga þar sem hann situr í útsendingastúdíói Ríkisútvarpsins og er að fara yfir málin. Eftir drykklanga stund hringir síminn sem Helgi svarar og eftir að hafa hlustað segir hann: „Er ég þar? Eldgos í beinni?“ Helgi lætur sér hvergi bregða, viðbrögðin eru fumlaus, hann hringir annað og segir við þann sem þar er fyrir svörum: „Þú ert búinn að setja mig í eitthvað drasl á vefnum.“ Helgi lýsir því fyrir blaðamanni Vísis að þegar þetta var hafi hann verið að undirbúa Silfrið, nánar viðtal við fjarfundagest. Og líklega sé verið að nota sömu tækin í of mikið. Þetta séu eðlileg mistök sem geta átt sér stað þegar mikið er í gangi. „Þá er svo sem ágætt að vera sér meðvitaður um að hitt og þetta getur leikið út. Sem betur fer fékk ég fljótlega símtal frá kollega sem spottaði þetta á undan öllum öðrum.“ Hefur hingað til ekki haft metnað í þá átt að vera á skjánum Helgi segir gott að þetta hafi lent á sér fremur en einhverjum óviðbúnum gesti, að það hafi verið að prófa þetta á sér en ekki einhverjum viðmælanda út í bæ. „Heppilegt að klúðrið bitnaði á mér í einhverju testi frekar en einhverjum saklausum viðmælanda; ef maður hefði hringt beint í hann. Ég prófaði þetta á mér eins og ég geri alltaf.“ Helgi segir að það sé álag á fjölmiðlafólki á öllum miðlum nú um stundir og viðbúið að eitthvað slíkt hendi. Hann segir þetta part af vinnunni. Hann sé vissulega vanari því að vera bak við myndavélina. „En maður þarf alltaf að vera sér meðvitaður um að hitt og þetta getur lekið út hingað og þangað og almennt reynir maður að hegða sér fagmannlega í vinnunni. Neinei, þetta er ekkert hættulegt, en vissulega er þetta ekki minn aðalstarfi að vera fyrir framan myndavélina. Ég hef ekki haft neinar sérstakar ambisjónir í þá átt – hingað til.“
Fjölmiðlar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira