Lífið

„Bara aumingjar sem leggja sig“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dóri aðstoðaði Gauta heima.
Dóri aðstoðaði Gauta heima.

Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, byrjaði með nýja framkvæmdarþætti á Stöð 2 í gær. Þættirnir bera nafnið Skítamix.

Í þeim mætir hann heim til þekktra Íslendinga og aðstoðar þá við allskonar framkvæmdir heima fyrir.

Í fyrsta þættinum mætti hann heim til Gauta Þeys Mássonar sem margir kannast við sem Emmsjé Gauti sem býr við Kaplaskjólsveg í vesturbæ Reykjavíkur.

Í þættinum sagði Gauti skemmtilega sögu frá tímanum þegar hann vann við malbikun og var með heldur strangan yfirmann.

„Hann var svo harður yfirmaðurinn minn. Ég mátti ekki leggja mig í matnum, það var bara bannað. Hann sagði að það væru bara aumingjar sem leggja sig.“

Hér að neðan má sjá atriðið.

Klippa: Skítamix - Bannað að leggja sig í vinnunnni

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.