Stjórnvöld gætu gert áætlun um afléttingu takmarkana samhliða bólusetningu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 11. apríl 2021 18:15 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekkert því til fyrirstöðu að stjórnvöld birti áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Vísir/Einar Sóttvarnalæknir segir ekkert því til fyrirstöðu að stjórnvöld birti áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Hann bindur vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl. Von er á níu þúsund skömmtum af bóluefninu Pfizer til landsins á morgun og verður bólusett með efninu á þriðjudag. Þá er einnig von á ótilgreindum fjölda af bóluefninu AztraZeneca í vikunni. Á miðvikudaginn er búist við 2.400 skömmtum af bóluefninu Janssen en aðeins þarf einn skammt af efninu til að veita vörn gegn Covid19. Formaður Viðskiptaráðs vill að stjórnvöld setji fram áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekkert því til fyrirstöðu en sjálfur getur hann ekki unnið eftir framtíðarspá. „Ég sé ekkert að því að stjórnvöld komi með slíka áætlun nákvæmlega eins og þau gerðu með bólusetningarnar en það er ekki þannig sem ég vinn. Ég vinn ekki þannig að ég geti sagt, eftir mánuð þegar búið er að bólusetja 40 eða 50 prósent þá gerum við þetta eða hitt,“ sagði Þórólfur í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hann segir skyldu sína að taka mið af stöðu faraldursins á hverjum tíma. „Ég verð að koma með áætlanir sem mér finnst skynsamlegar og það getur vel verið að þær séu í andstöðu við þessar áætlanir stjórnvalda og það er þá þeirra að ákveða endanlega hvernig útfærslan verður.“ „Ég sé ekkert athugunarvert við það að stjórnvöld komi með sínar áætlanir, þau eru hvort eð er ábyrg á endanum fyrir útfærslu á sóttvarnaráðstöfunum. Ég kem bara með tillögur og síðan er það stjórnvalda að ákveða hvort þau fari eftir því eða ekki,“ segir Þórólfur. Þórólfur sagði í Sprengisandi í morgun að hann bindi vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl. Fólk þurfi þó að búast við því að aðgerðir verði hertar á ný komi upp fleiri smit. Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þúsundir skammta af bóluefni til landsins í vikunni Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu. 11. apríl 2021 16:26 Kallar eftir afléttingaráætlun eftir því sem bólusetningum miðar áfram Formaður Viðskiptaráðs kallar eftir því að stjórnvöld setji fram áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Hann segir að slík áætlun myndi auðvelda rekstraraðilum og einstaklingum að skipuleggja sig og starfsemi sína, og skapa traust í samfélaginu. 11. apríl 2021 13:09 „Við erum aldrei á byrjunarreit en þetta myndi lengja aðeins líf veirunnar“ Misskipting bóluefnis gegn kórónuveirunni í heiminum gæti haft alvarlegar afleiðingar, að mati erfðafræðings. Sum bóluefni er auðvelt að uppfæra gegn nýjum afbrigðum en önnur gæti þurft að þróa frá grunni. 10. apríl 2021 21:39 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Von er á níu þúsund skömmtum af bóluefninu Pfizer til landsins á morgun og verður bólusett með efninu á þriðjudag. Þá er einnig von á ótilgreindum fjölda af bóluefninu AztraZeneca í vikunni. Á miðvikudaginn er búist við 2.400 skömmtum af bóluefninu Janssen en aðeins þarf einn skammt af efninu til að veita vörn gegn Covid19. Formaður Viðskiptaráðs vill að stjórnvöld setji fram áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekkert því til fyrirstöðu en sjálfur getur hann ekki unnið eftir framtíðarspá. „Ég sé ekkert að því að stjórnvöld komi með slíka áætlun nákvæmlega eins og þau gerðu með bólusetningarnar en það er ekki þannig sem ég vinn. Ég vinn ekki þannig að ég geti sagt, eftir mánuð þegar búið er að bólusetja 40 eða 50 prósent þá gerum við þetta eða hitt,“ sagði Þórólfur í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hann segir skyldu sína að taka mið af stöðu faraldursins á hverjum tíma. „Ég verð að koma með áætlanir sem mér finnst skynsamlegar og það getur vel verið að þær séu í andstöðu við þessar áætlanir stjórnvalda og það er þá þeirra að ákveða endanlega hvernig útfærslan verður.“ „Ég sé ekkert athugunarvert við það að stjórnvöld komi með sínar áætlanir, þau eru hvort eð er ábyrg á endanum fyrir útfærslu á sóttvarnaráðstöfunum. Ég kem bara með tillögur og síðan er það stjórnvalda að ákveða hvort þau fari eftir því eða ekki,“ segir Þórólfur. Þórólfur sagði í Sprengisandi í morgun að hann bindi vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl. Fólk þurfi þó að búast við því að aðgerðir verði hertar á ný komi upp fleiri smit.
Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þúsundir skammta af bóluefni til landsins í vikunni Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu. 11. apríl 2021 16:26 Kallar eftir afléttingaráætlun eftir því sem bólusetningum miðar áfram Formaður Viðskiptaráðs kallar eftir því að stjórnvöld setji fram áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Hann segir að slík áætlun myndi auðvelda rekstraraðilum og einstaklingum að skipuleggja sig og starfsemi sína, og skapa traust í samfélaginu. 11. apríl 2021 13:09 „Við erum aldrei á byrjunarreit en þetta myndi lengja aðeins líf veirunnar“ Misskipting bóluefnis gegn kórónuveirunni í heiminum gæti haft alvarlegar afleiðingar, að mati erfðafræðings. Sum bóluefni er auðvelt að uppfæra gegn nýjum afbrigðum en önnur gæti þurft að þróa frá grunni. 10. apríl 2021 21:39 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Þúsundir skammta af bóluefni til landsins í vikunni Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu. 11. apríl 2021 16:26
Kallar eftir afléttingaráætlun eftir því sem bólusetningum miðar áfram Formaður Viðskiptaráðs kallar eftir því að stjórnvöld setji fram áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Hann segir að slík áætlun myndi auðvelda rekstraraðilum og einstaklingum að skipuleggja sig og starfsemi sína, og skapa traust í samfélaginu. 11. apríl 2021 13:09
„Við erum aldrei á byrjunarreit en þetta myndi lengja aðeins líf veirunnar“ Misskipting bóluefnis gegn kórónuveirunni í heiminum gæti haft alvarlegar afleiðingar, að mati erfðafræðings. Sum bóluefni er auðvelt að uppfæra gegn nýjum afbrigðum en önnur gæti þurft að þróa frá grunni. 10. apríl 2021 21:39