Innlent

Sækja vél­sleða­mann sem féll sex metra fram af brún í Súganda­firði

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Maðurinn var við botn Súgandafjarðar þegar hann slasaðist.
Maðurinn var við botn Súgandafjarðar þegar hann slasaðist. Vísir/Samúel

Björgunarsveitir á Vestfjörðum vinna nú að því að koma vélsleðamanni sem varð undir sleða sínum í botni Súgandafjarðar af slysstað. Björgunarsveitir hafa verið við vinnu í rúma tvo tíma en hjálparbeiðni barst um klukkan hálf sjö.

Tveir menn höfðu verið saman á vélsleða þegar þeir óku fram af sex metra hárri brún og veltu sleðanum. Annar maðurinn varð undir en hinn slapp með skrekkinn.

Þetta staðfestir Halldór Óli Hjálmarsson, sem er í svæðisstjórn björgunarsveitarinnar á Ísafirði, í samtali við fréttastofu. Hann segir að erfitt hafi verið fyrir björgunarsveitarmenn að komast að slysstað og því hafi aðgerðin tekið svo langan tíma.

Nú vinna björgunarsveitarmenn að því að koma hinum slasaða aftur upp á brúnina sem hann féll niður af en það er talið auðveldara heldur en að fara með hann niður fjallið á veginn þar. Þegar því verður lokið mun honum vera ekið á björgunarsveitarjeppa upp á gömlu Breiðdalsheiðina þar sem sjúkrabíll bíður eftir honum og verður honum ekið þaðan á sjúkrahúsið á Ísafirði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×