Lífið

Drauma­að­stæður í Hlíðar­fjalli í dag

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
erere
Akureyri.net

Aðstæður í Hlíðarfjalli í dag voru eins og draumi líkast og var fjölmennt í fjallinu þrátt fyrir að skíðasvæðið sé lokað. Fjöldi fólks hafði með sér sleða og skíði til að njóta sólarinnar sem sleikti hlíðarnar í dag.

Himinn var heiður í Eyjafirði í dag og bærðist varla hár á höfðu að því er fréttamaður Akureyri.net skrifar í frétt sinni um málið.

„Þvílík dýrð! Ef ég gæti valið bestu aðstæður í heimi úr pöntunarlista þá væru það þessar!“ er haft eftir einum þeirra sem naut sín á gönguskíðasvæðinu í dag í samtali við Akureyri.net.

Fjöldi fólks fór í fjallið í dag og renndi sér meðal annars á sleðum.Akureyri.net

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli hefur verið formlega loka undanfarnar rúmar tvær vikur vegna sóttvarnareglna en göngusvæðið hefur vorið opið, þar sem var fjölmennt í dag. Brekkunum í skíðasvæðinu hefur þó verið haldið vel við.

Það hefur eflaust fallið vel í kramið í dag hjá Akureyringum sem nýttu veðurblíðuna í útivist eins og sjá má á myndunum sem ritstjóri Akureyri.net veitti fréttastofu góðfúslegt leyfi til að birta.

Einhverjir tóku fjallahjól í Hlíðarfjall í dag.Akureyri.net
Það var heiðskírt og sólríkt í Eyjafirði í dag.Akureyri.net
Aðstæður í Hlíðarfjalli voru eins og í draumi í dag.Akureyri.net





Fleiri fréttir

Sjá meira


×