Innlent

Tólf tilkynningar um meint ofbeldi eða harðræði starfsfólks leik- og grunnskóla í fyrra

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Tólf tilkynningar um meint ofbeldi eða harðræði af hálfu starfsfólks í leik og grunnskólum borgarinnar bárust barnavernd Reykjavíkur í fyrra.
Tólf tilkynningar um meint ofbeldi eða harðræði af hálfu starfsfólks í leik og grunnskólum borgarinnar bárust barnavernd Reykjavíkur í fyrra. Vísir/Vilhelm

Tólf tilkynningar um meint ofbeldi eða harðræði af hálfu starfsfólks í leik og grunnskólum borgarinnar bárust barnavernd Reykjavíkur í fyrra. Flest málin snúast um harðræði en einnig eru dæmi um óeðileg samskipti af kynferðislegum toga.

Samkvæmt 35. grein barnaverndarlaga skal barnavernd hefja könnun máls ef nefndin fær ábendingu um að atferli manns, sem starfa sinna vegna hefur samskipti við börn, sé stórlega ábótavant.

Árið 2020 bárust tólf slíkar ábendingar til barnaverndar Reykjavíkur um starfsmenn í leik- og grunnskólum borgarinnar.  Árið 2019 voru málin sex og níu árið 2018.

Vinnuveitanda ber að fara af stað með sjálfstæða rannsókn ef ábening berst um að hegðun starfsmanns gagnvart barni sé stórlega ábótavant. Barnaverndarnefnd skoðar málin líka og tekur svo ákvörðun um hvort tilefni sé til frekari rannsóknar af þeirra hálfu. Af málum tólf í fyrra tók nefndin fimm mál lengra. 

Sigurður Örn Magnússon, deildarstjóri hjá Barnavernd Reykjavíkur, segir að aðallega sé um að ræða ásakanir nemenda á hendur starfsfólks um að einhvers konar harðræði hafi verið beitt.

„Þar sem að viðkomandi nemandi var að gagnrýna starfsmann fyrir að hafa tekið of harkalega í sig eða orðaskipti sem nemandanum fannst á sér brotið í,“ segir Sigurður Örn.

Sum málin eru alvarlegri. „Það hafa komið mál þar sem grunur er, út frá frásögn barnsins, um að barn sé að greina frá óeðlilegum samskiptum af kynferðislegum toga. Þau mál eru þó mjög fátíð,“ segir Sigurður Örn. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×