Heilbrigðisráðherra heimsækir sóttkvíarhótel Kjartan Kjartansson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 10. apríl 2021 11:58 Forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins ætlar að kynna starfsemi sóttkvíarhótels fyrir Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í dag. Vísir/Vilhelm Svandís Svarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ætlar að heimsækja sóttkvíarhótelið við Þórunnartún í dag. Þar kynnir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttvarnahúsa Rauða krossins, starfsemina fyrir ráðherranum. Þingmenn sem eiga sæti í velferðarnefndar heimsóttu sóttkvíarhótelið í gær. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar og þingkona Samfylkingarinnar, sagði að Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, hefði boðið fulltrúum nefndarinnar að kynna sér starfið þar. „Það verður að segjast eins og er að þetta er afskaplega vel skipulagt hjá þeim og já, þrekvirki að ná svona skipulagi á ekki lengri tíma. Þetta hús mun líklega fyllast um helgina og eru þau tilbúiin með næsta húsnæði,“ skrifaði Helga Vala á Facebook síðu sína í gær. Nú stefnir í að sóttkvíarhótelið fyllist og er stefnt að því að taka Hótel Baron við Barónstíg í Reykjavík í notkun sem sóttkvíarhús um helgina. Styr hefur staðið um sóttkvíarhótelið undanfarna daga. Það var fyrst tekið í notkun á skírdag þegar byrjað var að skikka fólk sem kom frá svonefndum hááhættusvæðum vegna kórónuveirufaraldursins til dvalar þar. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði að reglugerð um skyldudvölina stæðist ekki lög og ekki mætti skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli á öðrum degi páska. Landsréttur vísaði frá kæru sóttvarnalæknis á úrskurðinum á miðvikudag. Heilbrigðisráðherra gaf út nýja reglugerð um sóttkví fyrir komufarþega til landsins sem tók gildi í gær. Með henni eru allir þeir sem koma til landsins skikkaðir til að sæta sóttkví við komuna til landsins, óháð því hvaða þeir koma, nema þeir geti framvísað vottorði um bólusetningu eða fyrra kórónuveirusmit. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stefnir í fullt sóttkvíarhótel í dag eða á morgun Hótel Baron við Barónstíg í Reykjavík verður að öllum líkindum tekið í notkun sem sóttkvíarhótel í dag eða á morgun. Þar er allt klárt að sögn forstjóra Sjúkratryggina Íslands. Gert er ráð fyrir að sóttkvíarhótelið við Þórunnartún fyllist í dag. 10. apríl 2021 10:59 Velferðarnefnd komin með gögnin í hendurnar Fulltrúar í velferðarnefnd Alþingis hafa fengið gögn frá heilbrigðisráðuneytinu varðandi undirbúning reglugerðar, sem varða skyldun komufarþega til dvalar á sóttkvíarhóteli, afhent. 8. apríl 2021 21:48 Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti Skýrari kröfur verða gerðar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina og fólki tryggð útivera. Ekki er gerður greinarmunur á því frá hvaða löndum fólk kemur. 8. apríl 2021 16:36 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Þingmenn sem eiga sæti í velferðarnefndar heimsóttu sóttkvíarhótelið í gær. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar og þingkona Samfylkingarinnar, sagði að Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, hefði boðið fulltrúum nefndarinnar að kynna sér starfið þar. „Það verður að segjast eins og er að þetta er afskaplega vel skipulagt hjá þeim og já, þrekvirki að ná svona skipulagi á ekki lengri tíma. Þetta hús mun líklega fyllast um helgina og eru þau tilbúiin með næsta húsnæði,“ skrifaði Helga Vala á Facebook síðu sína í gær. Nú stefnir í að sóttkvíarhótelið fyllist og er stefnt að því að taka Hótel Baron við Barónstíg í Reykjavík í notkun sem sóttkvíarhús um helgina. Styr hefur staðið um sóttkvíarhótelið undanfarna daga. Það var fyrst tekið í notkun á skírdag þegar byrjað var að skikka fólk sem kom frá svonefndum hááhættusvæðum vegna kórónuveirufaraldursins til dvalar þar. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði að reglugerð um skyldudvölina stæðist ekki lög og ekki mætti skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli á öðrum degi páska. Landsréttur vísaði frá kæru sóttvarnalæknis á úrskurðinum á miðvikudag. Heilbrigðisráðherra gaf út nýja reglugerð um sóttkví fyrir komufarþega til landsins sem tók gildi í gær. Með henni eru allir þeir sem koma til landsins skikkaðir til að sæta sóttkví við komuna til landsins, óháð því hvaða þeir koma, nema þeir geti framvísað vottorði um bólusetningu eða fyrra kórónuveirusmit.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stefnir í fullt sóttkvíarhótel í dag eða á morgun Hótel Baron við Barónstíg í Reykjavík verður að öllum líkindum tekið í notkun sem sóttkvíarhótel í dag eða á morgun. Þar er allt klárt að sögn forstjóra Sjúkratryggina Íslands. Gert er ráð fyrir að sóttkvíarhótelið við Þórunnartún fyllist í dag. 10. apríl 2021 10:59 Velferðarnefnd komin með gögnin í hendurnar Fulltrúar í velferðarnefnd Alþingis hafa fengið gögn frá heilbrigðisráðuneytinu varðandi undirbúning reglugerðar, sem varða skyldun komufarþega til dvalar á sóttkvíarhóteli, afhent. 8. apríl 2021 21:48 Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti Skýrari kröfur verða gerðar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina og fólki tryggð útivera. Ekki er gerður greinarmunur á því frá hvaða löndum fólk kemur. 8. apríl 2021 16:36 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Stefnir í fullt sóttkvíarhótel í dag eða á morgun Hótel Baron við Barónstíg í Reykjavík verður að öllum líkindum tekið í notkun sem sóttkvíarhótel í dag eða á morgun. Þar er allt klárt að sögn forstjóra Sjúkratryggina Íslands. Gert er ráð fyrir að sóttkvíarhótelið við Þórunnartún fyllist í dag. 10. apríl 2021 10:59
Velferðarnefnd komin með gögnin í hendurnar Fulltrúar í velferðarnefnd Alþingis hafa fengið gögn frá heilbrigðisráðuneytinu varðandi undirbúning reglugerðar, sem varða skyldun komufarþega til dvalar á sóttkvíarhóteli, afhent. 8. apríl 2021 21:48
Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti Skýrari kröfur verða gerðar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina og fólki tryggð útivera. Ekki er gerður greinarmunur á því frá hvaða löndum fólk kemur. 8. apríl 2021 16:36