Innlent

Nýjar sprungur gætu opnast án fyrir­vara

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Vísbendingar eru um að frá sunnanverðum Geldingadölum og norðaustur fyrir gossprungurnar liggi kvika grunnt og er því ekki hægt að útiloka að fleiri gossprungur opnist á næstu dögum eða vikum.
Vísbendingar eru um að frá sunnanverðum Geldingadölum og norðaustur fyrir gossprungurnar liggi kvika grunnt og er því ekki hægt að útiloka að fleiri gossprungur opnist á næstu dögum eða vikum. Veðurstofa Ísland

Vísbendingar eru um að frá sunnanverðum Geldingadölum og norðaustur fyrir gossprungurnar liggi kvika grunnt og er því ekki hægt að útiloka að fleiri gossprungur opnist á næstu dögum eða vikum. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

„Opnun nýrrar gossprungu án sjáanlegra fyrirvara gæti valdið bráðri hættu fyrir fólk. Svæðið sem þessi hætta nær til er talið vera þar sem kvikan náði næst yfirborði eða frá suðvesturhluta Geldingadala og í norðaustur að Litla-Hrúti,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Vísindaráð almannavarna fundaði í dag til þess að ræða framgang gossins og er þetta meðal þess sem fram kom á fundinum. Þar var farið yfir GPS mælingar og gervitunglamyndir og var á þeim hægt að merkja breytingar við nýjar gossprungur sem opnuðust annan í páskum og á aðfaranótt þriðjudags.

„Breytingarnar eru hins vegar mjög litlar og fyrirboðar áður en sprungurnar opnast ekki greinanlegir.“

Þá segir að brattar og háar brúnir á hraunbreiðum við gosstöðvarnar geti verið óstöðugar og geti stór glóandi hraunstykki hrunið úr þeim án fyrirvara sem skapað geti mikla hættu. Eins geti kvika skotist út undan hraunbrúninni og sú kvika geti ferðast mjög hratt.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×