Hraunflæði aukist og enginn endir í augsýn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 9. apríl 2021 20:30 Hraunrennsli í eldgosinu við Fagradalsfjall hefur aukist nokkuð síðustu daga sem er talið nokkuð óvenjulegt. Vísir/Robert Cabrera Hraunrennsli í eldgosinu á Reykjanesskaga hefur aukist töluvert undanfarna sólarhringa en venjulega dregur úr hraunflæði með tímanum. Síðast voru gerðar hraunflæðismælingar á gossvæðinu við Fagradalsfjall í gær. Niðurstöður úr þeim sýna að rennslið sólarhringinn á undan var nálægt átta rúmmetrum á sekúndu. Meðalrennsli frá því gosið hófst hefur verið um fimm rúmmetrar á sekúndu og aukningin því talsverð. „Eftir þrjár vikur er það heldur meira en það var fyrsta daginn og það hefur sem sagt ekki dregið úr, við sjáum engin merki um endi heldur ef eitthvað er hefur það aðeins aukist. Það er ólíkt því sem við sjáum í flestum eldgosum hér á landi,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Gosstöðvarnar voru tilkomumiklar í dag.Vísir/Robert Cabrera Ekki er útilokað að nýjar sprungur opnist á svæðinu, einkum norðaustan við gosstaðina þrjá. „Það gæti brennt þig, ef þetta kæmi upp beint við hliðina á, ef þú værir með hendina hérna eða í stuttbuxum, aðalatriðið er að hlaupa í burtu og ef sprungan liggur svona þá hleypurðu þangað eða þangað,“ sagði Magnús og lýsti aðstæðum með handabendingum sem sjá má í klippunni hér að neðan. Ýmsar ráðstafanir hafa nú verið gerðar til að auka öryggi við gosstöðvarnar, sem rýmdar verða klukkan ellefu í kvöld. Svokölluð A-leið að gosinu var endurstikuð í gær eftir uppfært hættumat á svæðinu og hefur fólk gengið þá leið í dag. Þá var tjald björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, sem tekið var niður eftir að ný sprunga opnaðist um 200 metrum frá, reist á nýjum stað í Meradölum í gærmorgun. Einhverjir voru á ferli við gosstöðvarnar í dag en ekki nærri því eins margir og undanfarnar vikur.Vísir/Robert Cabrera „Hérna erum við með litla vettvangsbækistöð fyrir okkar fólk á svæðinu, það sem það getur alla vega komið í smá hlýju til að borða nestið sitt eða eitthvað svoleiðis og haldið svo áfram. Þá þarf það ekki að keyra alla leið til Grindavíkur til að fara í svoleiðis,“ sagði Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður, í dag. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Hefðu ekki átt að setja upp tjald þar sem ný sprunga myndaðist Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið gott að staðsetja björgunarsveitartjald þar sem líkur voru á að ný sprunga ætti eftir að myndast. 9. apríl 2021 12:54 Fyrst sviði, þá hósti og svo lungnabjúgur allt að tveimur dögum seinna Brennisteinsdíoxíð getur valdið eringu í húð, slímhúð og efri hluta öndunarfæra. Mikið magn getur valdið svokölluðum lungnabjúg en tveir sólahringar geta liðið þar til hann kemur fram. 9. apríl 2021 12:35 Þrennt ber að varast; nýja gíga, hraunbrúnir og gasmengun Það er þrennt sem ber að varast á gosstöðvunum; nýja gíga, hrun og undanhlaup á við hraunbrúnir og gasmengun. Þetta kom fram á upplýsingafundi vegna eldgossins í Fagradalsfjalli rétt í þessu. 9. apríl 2021 11:40 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Síðast voru gerðar hraunflæðismælingar á gossvæðinu við Fagradalsfjall í gær. Niðurstöður úr þeim sýna að rennslið sólarhringinn á undan var nálægt átta rúmmetrum á sekúndu. Meðalrennsli frá því gosið hófst hefur verið um fimm rúmmetrar á sekúndu og aukningin því talsverð. „Eftir þrjár vikur er það heldur meira en það var fyrsta daginn og það hefur sem sagt ekki dregið úr, við sjáum engin merki um endi heldur ef eitthvað er hefur það aðeins aukist. Það er ólíkt því sem við sjáum í flestum eldgosum hér á landi,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Gosstöðvarnar voru tilkomumiklar í dag.Vísir/Robert Cabrera Ekki er útilokað að nýjar sprungur opnist á svæðinu, einkum norðaustan við gosstaðina þrjá. „Það gæti brennt þig, ef þetta kæmi upp beint við hliðina á, ef þú værir með hendina hérna eða í stuttbuxum, aðalatriðið er að hlaupa í burtu og ef sprungan liggur svona þá hleypurðu þangað eða þangað,“ sagði Magnús og lýsti aðstæðum með handabendingum sem sjá má í klippunni hér að neðan. Ýmsar ráðstafanir hafa nú verið gerðar til að auka öryggi við gosstöðvarnar, sem rýmdar verða klukkan ellefu í kvöld. Svokölluð A-leið að gosinu var endurstikuð í gær eftir uppfært hættumat á svæðinu og hefur fólk gengið þá leið í dag. Þá var tjald björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, sem tekið var niður eftir að ný sprunga opnaðist um 200 metrum frá, reist á nýjum stað í Meradölum í gærmorgun. Einhverjir voru á ferli við gosstöðvarnar í dag en ekki nærri því eins margir og undanfarnar vikur.Vísir/Robert Cabrera „Hérna erum við með litla vettvangsbækistöð fyrir okkar fólk á svæðinu, það sem það getur alla vega komið í smá hlýju til að borða nestið sitt eða eitthvað svoleiðis og haldið svo áfram. Þá þarf það ekki að keyra alla leið til Grindavíkur til að fara í svoleiðis,“ sagði Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður, í dag.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Hefðu ekki átt að setja upp tjald þar sem ný sprunga myndaðist Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið gott að staðsetja björgunarsveitartjald þar sem líkur voru á að ný sprunga ætti eftir að myndast. 9. apríl 2021 12:54 Fyrst sviði, þá hósti og svo lungnabjúgur allt að tveimur dögum seinna Brennisteinsdíoxíð getur valdið eringu í húð, slímhúð og efri hluta öndunarfæra. Mikið magn getur valdið svokölluðum lungnabjúg en tveir sólahringar geta liðið þar til hann kemur fram. 9. apríl 2021 12:35 Þrennt ber að varast; nýja gíga, hraunbrúnir og gasmengun Það er þrennt sem ber að varast á gosstöðvunum; nýja gíga, hrun og undanhlaup á við hraunbrúnir og gasmengun. Þetta kom fram á upplýsingafundi vegna eldgossins í Fagradalsfjalli rétt í þessu. 9. apríl 2021 11:40 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Hefðu ekki átt að setja upp tjald þar sem ný sprunga myndaðist Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið gott að staðsetja björgunarsveitartjald þar sem líkur voru á að ný sprunga ætti eftir að myndast. 9. apríl 2021 12:54
Fyrst sviði, þá hósti og svo lungnabjúgur allt að tveimur dögum seinna Brennisteinsdíoxíð getur valdið eringu í húð, slímhúð og efri hluta öndunarfæra. Mikið magn getur valdið svokölluðum lungnabjúg en tveir sólahringar geta liðið þar til hann kemur fram. 9. apríl 2021 12:35
Þrennt ber að varast; nýja gíga, hraunbrúnir og gasmengun Það er þrennt sem ber að varast á gosstöðvunum; nýja gíga, hrun og undanhlaup á við hraunbrúnir og gasmengun. Þetta kom fram á upplýsingafundi vegna eldgossins í Fagradalsfjalli rétt í þessu. 9. apríl 2021 11:40