Meintur mannræningi var búsettur á Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2021 20:00 Frá Björgvin í Noregi. Vísir/Getty Pólskur karlmaður sem var handtekinn á Íslandi vegna mannrána- og líkamsárása í Björgvin í Noregi var búsettur hér á landi. Bróðir hans og annar maður hlutu fangelsisdóma vegna brotanna. Norskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að pólskur karlmaður hefði verið handtekinn á Íslandi í tengslum við svonefnt Osen-mál frá árinu 2015. Málið vakti mikla athygli í Noregi en þá óþekktir menn réðust á og rændu listaverkasala að nafni Osen í miðborg Björgvinjar. Nokkrum árum síðar var málið tengt við aðra líkamsárás og mannrán í borginni sama ár. Sólberg Bjarnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra, segir að þegar alþjóðlegar eftirlýsingar eins og sú sem norsk yfirvöld gáfu út vegna pólska mannsins eru gefnar út sé þeim eftirlýsta flett upp í gagnagrunnum hér á landi. Í ljós kom að maðurinn var búsettur á Íslandi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók manninn, sem er á fertugsaldri, um páskana og var hann úrskurðaður í farbann í framhaldinu. Norskir fjölmiðlar segja að hann hafi sjálfur fallist á að vera framseldur til Noregs. Sólberg segir að hann hafi þegar verið afhentur norskum yfirvöldum. Rannsókn Osen-málsins dróst á langinn í Noregi en fimm árum eftir að brotin voru framin hlutu tveir pólskir karlmenn á fertugsaldri fangelsisdóma. Maðurinn sem var handtekinn á Íslandi er bróðir annars þeirra. Annar þeirra sakfelldu hlaut fimm ára og fjögurra mánaða fangelsisdóm. Sá sem á bróðurinn sem var handtekinn á Íslandi var sýknaður af ákæru um stórfellda líkamsárás á Osen en hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir rán og líkamsárás á annan mann sama ár. Noregur Erlend sakamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Norskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að pólskur karlmaður hefði verið handtekinn á Íslandi í tengslum við svonefnt Osen-mál frá árinu 2015. Málið vakti mikla athygli í Noregi en þá óþekktir menn réðust á og rændu listaverkasala að nafni Osen í miðborg Björgvinjar. Nokkrum árum síðar var málið tengt við aðra líkamsárás og mannrán í borginni sama ár. Sólberg Bjarnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra, segir að þegar alþjóðlegar eftirlýsingar eins og sú sem norsk yfirvöld gáfu út vegna pólska mannsins eru gefnar út sé þeim eftirlýsta flett upp í gagnagrunnum hér á landi. Í ljós kom að maðurinn var búsettur á Íslandi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók manninn, sem er á fertugsaldri, um páskana og var hann úrskurðaður í farbann í framhaldinu. Norskir fjölmiðlar segja að hann hafi sjálfur fallist á að vera framseldur til Noregs. Sólberg segir að hann hafi þegar verið afhentur norskum yfirvöldum. Rannsókn Osen-málsins dróst á langinn í Noregi en fimm árum eftir að brotin voru framin hlutu tveir pólskir karlmenn á fertugsaldri fangelsisdóma. Maðurinn sem var handtekinn á Íslandi er bróðir annars þeirra. Annar þeirra sakfelldu hlaut fimm ára og fjögurra mánaða fangelsisdóm. Sá sem á bróðurinn sem var handtekinn á Íslandi var sýknaður af ákæru um stórfellda líkamsárás á Osen en hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir rán og líkamsárás á annan mann sama ár.
Noregur Erlend sakamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira