Krefjast ekki lengur varðhalds vegna mannsláts í Kópavogi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2021 14:19 Maðurinn fannst látinn í Kórahverfinu í Kópavogi. Vísir/Egill Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í fjögurra vikna farbann, eða til 7. maí, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á mannsláti í Kópavogi á föstudaginn langa. Maðurinn hafði áður verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á páskadag og rann það út í dag, en ekki var lögð fram krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald. Rannsókn málsins miðar vel að því er segir í tilkynningu frá lögreglu en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Um slys hafi verið að ræða Verjandi mannsins tjáði Vísi í vikunni að skjólstæðingur sinn héldi því fram að um slys hafi verið að ræða og lýsir málinu sem harmleik. Þrír Rúmenar voru handteknir vegna málsins síðustu helgi en tveimur sleppt. Sá þriðji var úrskurðaður í gæsluvarðhald sem rann út í dag. „Eins og hann lýsir þessu er þetta fjarri því að vera eins og fyrst kom fram í blöðunum. Hann vill meina að þetta hafi verið slys,“ sagði Unnsteinn. Hann teldi að hugur mannsins væri hjá hinum látna og fjölskyldu hans. Það sé jafnframt vilji mannsins að málið verði upplýst. Lögregla kannast vel við sakborninga Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur sagt að þeir sem rætt hafi verið við í tengslum við rannsóknina hafi áður komið við sögu lögreglu. Maðurinn sem lést hét Daníel Eiríksson og var fæddur árið 1990. Kærasta hans kom að honum í sárum sínum fyrir utan heimili þeirra í Kórahverfi í Kópavogi að morgni föstudagsins langa. Hann lést af áverkunum en grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á hann. Lögreglumál Kópavogur Mannslát í Vindakór Tengdar fréttir Meintir gerendur í tveimur andlátsmálum tengjast Tengsl eru á milli mannsins sem játað hefur að hafa orðið manni að bana í Rauðagerði og manns sem nú sætir gæsluvarðhaldi vegna dauða manns í Kópavogi á föstudag. Lögregla telur málin þó ekki tengjast. Farbann verður ekki framlengt yfir tveimur mönnum sem hafa stöðu sakbornings í rauðagerðismálinu. 6. apríl 2021 18:41 Málið harmleikur og ömurlegt í alla staði Verjandi manns sem situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að andláti manns í Kópavogi um helgina á síður von á því að gæsluvarðhaldsúrskurðinum verði áfrýjað til Landsréttar. Hann segir skjólstæðing sinn enn halda því fram að um slys hafi verið að ræða og lýsir málinu sem harmleik. 6. apríl 2021 17:00 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Maðurinn hafði áður verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á páskadag og rann það út í dag, en ekki var lögð fram krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald. Rannsókn málsins miðar vel að því er segir í tilkynningu frá lögreglu en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Um slys hafi verið að ræða Verjandi mannsins tjáði Vísi í vikunni að skjólstæðingur sinn héldi því fram að um slys hafi verið að ræða og lýsir málinu sem harmleik. Þrír Rúmenar voru handteknir vegna málsins síðustu helgi en tveimur sleppt. Sá þriðji var úrskurðaður í gæsluvarðhald sem rann út í dag. „Eins og hann lýsir þessu er þetta fjarri því að vera eins og fyrst kom fram í blöðunum. Hann vill meina að þetta hafi verið slys,“ sagði Unnsteinn. Hann teldi að hugur mannsins væri hjá hinum látna og fjölskyldu hans. Það sé jafnframt vilji mannsins að málið verði upplýst. Lögregla kannast vel við sakborninga Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur sagt að þeir sem rætt hafi verið við í tengslum við rannsóknina hafi áður komið við sögu lögreglu. Maðurinn sem lést hét Daníel Eiríksson og var fæddur árið 1990. Kærasta hans kom að honum í sárum sínum fyrir utan heimili þeirra í Kórahverfi í Kópavogi að morgni föstudagsins langa. Hann lést af áverkunum en grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á hann.
Lögreglumál Kópavogur Mannslát í Vindakór Tengdar fréttir Meintir gerendur í tveimur andlátsmálum tengjast Tengsl eru á milli mannsins sem játað hefur að hafa orðið manni að bana í Rauðagerði og manns sem nú sætir gæsluvarðhaldi vegna dauða manns í Kópavogi á föstudag. Lögregla telur málin þó ekki tengjast. Farbann verður ekki framlengt yfir tveimur mönnum sem hafa stöðu sakbornings í rauðagerðismálinu. 6. apríl 2021 18:41 Málið harmleikur og ömurlegt í alla staði Verjandi manns sem situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að andláti manns í Kópavogi um helgina á síður von á því að gæsluvarðhaldsúrskurðinum verði áfrýjað til Landsréttar. Hann segir skjólstæðing sinn enn halda því fram að um slys hafi verið að ræða og lýsir málinu sem harmleik. 6. apríl 2021 17:00 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Meintir gerendur í tveimur andlátsmálum tengjast Tengsl eru á milli mannsins sem játað hefur að hafa orðið manni að bana í Rauðagerði og manns sem nú sætir gæsluvarðhaldi vegna dauða manns í Kópavogi á föstudag. Lögregla telur málin þó ekki tengjast. Farbann verður ekki framlengt yfir tveimur mönnum sem hafa stöðu sakbornings í rauðagerðismálinu. 6. apríl 2021 18:41
Málið harmleikur og ömurlegt í alla staði Verjandi manns sem situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að andláti manns í Kópavogi um helgina á síður von á því að gæsluvarðhaldsúrskurðinum verði áfrýjað til Landsréttar. Hann segir skjólstæðing sinn enn halda því fram að um slys hafi verið að ræða og lýsir málinu sem harmleik. 6. apríl 2021 17:00