„Það er verið að reyna að gera mig að einhverri þýskri vél“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. apríl 2021 16:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er spennt fyrir leikjunum tveim gegn Ítalíu Vísir/Vilhelm Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sat fyrir svörum í dag fyrir leikina tvo gegn Ítalíu. Karólína fór um víðan völl og ræddi meðal annars um tíma sinn hjá FC Bayern, en hún gekk til liðs við þýska stórveldið í janúar. „Dagarnir á Ítalíu hafa gengið mjög vel. Það er spennandi að fá nýjan þjálfara, þó að einhverjar okkar þekki hann mjög vel,“ sagði Karólína á fundinum í dag. „Það vilja allir sýna sig og þetta er búið að vera mjög skemmtilegt.“ Sara Björk og Dagný Brynjarsdóttir verða ekki með í leikjunum, en Karólína hefur ekki áhyggjur af sér og liðsfélögum sínum. „Það er erfitt að missa svona reynslumikla leikmenn, en ég hef engar áhyggjur af okkur. Það eru bara aðrir leikmenn sem stíga upp og axla meiri ábyrgð. Þetta er bara tækifæri fyrir okkur hinar.“ Karólína þekkir nýráðinn þjálfara landsliðsins vel, en hann var þjálfari Breiðablik áður, þar sem Karólína spilaði. „Ég er búinn að sakna hans mikið,“ sagði Karólína og hló. „Það er búið að vera mjög skemmtilegt að heyra aftur í þessum góðu þjálfurum sem maður var orðinn vanur.“ „Það er ekkert verið að slaka á hjá Steina. Hann er með frábærar áherslur og nú er það bara að fylgja þeim eftir og ná í góð úrslit á móti Ítalíu og byggja svo ofan á það.“ Krefjandi en lærdómsrík byrjun hjá Bayern „Það er búið að vera rosalega lærdómsríkt og skemmtilegt, en líka mjög krefjandi. Ég er að búa ein í fyrsta skipti, nýtt tungumál, nýjar stelpur og nýtt lið. Þetta er búið að vera krefjandi en ég er búinn að læra rosalega mikið á þessu. Það verður skemmtilegt að sjá hvað gerist í framtíðinni, ég þarf bara að vera þolinmóð.“ Karólína gekk til liðs við stórveldið FC Bayern í janúar.Linnea Rheborg/Getty Images „Það er alltaf verið að kenna manni eitthvað nýtt. Ég hef aðallega verið að bæta styrktarþáttinn, það er verið að reyna að gera mig að einhverri þýskri vél hérna úti. Maður er með heimavinnu hérna á Ítalíu frá gymminu. Auðvitað er mikið af fótboltalegum þáttum sem ég hef verið að reyna að tileinka mér. Ég á margt eftir ólært, Þjóðverjarnir ætla að kenna mér mikið, ég er búinn að sjá það.“ EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir „Aldrei draumastaða að missa lykilmenn“ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Ítalíu í tveim vináttulandsleikjum á næstu dögum. Báðir leikirnir eru spilaðir á Ítalíu, sá fyrri á morgun klukkan 14:00, en sá seinni á þriðjudaginn. Þorsteinn Halldórsson, nýráðinn þjálfari íslenska liðsins sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. 9. apríl 2021 14:01 Stöð 2 Sport sýnir leik Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn Vináttulandsleikur Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þetta er seinni vináttulandsleikur liðanna af tveimur. 9. apríl 2021 13:30 Blikaáherslur í landsliðinu Alexandra Jóhannsdóttir er ekki ókunn þeim áherslum sem Þorsteinn Halldórsson hefur komið með inn í íslenska landsliðið. 8. apríl 2021 16:00 „Þakka guði að vera úti í Svíþjóð þar sem allt er frekar afslappað“ Landsliðskonan Hallbera Gísladóttir segist vera sátt að vera úti í Svíþjóð á þessum tíma frekar en á Íslandi þar sem æfingar og keppni í íþróttum eru bannaðar. 8. apríl 2021 13:02 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
„Dagarnir á Ítalíu hafa gengið mjög vel. Það er spennandi að fá nýjan þjálfara, þó að einhverjar okkar þekki hann mjög vel,“ sagði Karólína á fundinum í dag. „Það vilja allir sýna sig og þetta er búið að vera mjög skemmtilegt.“ Sara Björk og Dagný Brynjarsdóttir verða ekki með í leikjunum, en Karólína hefur ekki áhyggjur af sér og liðsfélögum sínum. „Það er erfitt að missa svona reynslumikla leikmenn, en ég hef engar áhyggjur af okkur. Það eru bara aðrir leikmenn sem stíga upp og axla meiri ábyrgð. Þetta er bara tækifæri fyrir okkur hinar.“ Karólína þekkir nýráðinn þjálfara landsliðsins vel, en hann var þjálfari Breiðablik áður, þar sem Karólína spilaði. „Ég er búinn að sakna hans mikið,“ sagði Karólína og hló. „Það er búið að vera mjög skemmtilegt að heyra aftur í þessum góðu þjálfurum sem maður var orðinn vanur.“ „Það er ekkert verið að slaka á hjá Steina. Hann er með frábærar áherslur og nú er það bara að fylgja þeim eftir og ná í góð úrslit á móti Ítalíu og byggja svo ofan á það.“ Krefjandi en lærdómsrík byrjun hjá Bayern „Það er búið að vera rosalega lærdómsríkt og skemmtilegt, en líka mjög krefjandi. Ég er að búa ein í fyrsta skipti, nýtt tungumál, nýjar stelpur og nýtt lið. Þetta er búið að vera krefjandi en ég er búinn að læra rosalega mikið á þessu. Það verður skemmtilegt að sjá hvað gerist í framtíðinni, ég þarf bara að vera þolinmóð.“ Karólína gekk til liðs við stórveldið FC Bayern í janúar.Linnea Rheborg/Getty Images „Það er alltaf verið að kenna manni eitthvað nýtt. Ég hef aðallega verið að bæta styrktarþáttinn, það er verið að reyna að gera mig að einhverri þýskri vél hérna úti. Maður er með heimavinnu hérna á Ítalíu frá gymminu. Auðvitað er mikið af fótboltalegum þáttum sem ég hef verið að reyna að tileinka mér. Ég á margt eftir ólært, Þjóðverjarnir ætla að kenna mér mikið, ég er búinn að sjá það.“
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir „Aldrei draumastaða að missa lykilmenn“ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Ítalíu í tveim vináttulandsleikjum á næstu dögum. Báðir leikirnir eru spilaðir á Ítalíu, sá fyrri á morgun klukkan 14:00, en sá seinni á þriðjudaginn. Þorsteinn Halldórsson, nýráðinn þjálfari íslenska liðsins sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. 9. apríl 2021 14:01 Stöð 2 Sport sýnir leik Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn Vináttulandsleikur Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þetta er seinni vináttulandsleikur liðanna af tveimur. 9. apríl 2021 13:30 Blikaáherslur í landsliðinu Alexandra Jóhannsdóttir er ekki ókunn þeim áherslum sem Þorsteinn Halldórsson hefur komið með inn í íslenska landsliðið. 8. apríl 2021 16:00 „Þakka guði að vera úti í Svíþjóð þar sem allt er frekar afslappað“ Landsliðskonan Hallbera Gísladóttir segist vera sátt að vera úti í Svíþjóð á þessum tíma frekar en á Íslandi þar sem æfingar og keppni í íþróttum eru bannaðar. 8. apríl 2021 13:02 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
„Aldrei draumastaða að missa lykilmenn“ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Ítalíu í tveim vináttulandsleikjum á næstu dögum. Báðir leikirnir eru spilaðir á Ítalíu, sá fyrri á morgun klukkan 14:00, en sá seinni á þriðjudaginn. Þorsteinn Halldórsson, nýráðinn þjálfari íslenska liðsins sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. 9. apríl 2021 14:01
Stöð 2 Sport sýnir leik Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn Vináttulandsleikur Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þetta er seinni vináttulandsleikur liðanna af tveimur. 9. apríl 2021 13:30
Blikaáherslur í landsliðinu Alexandra Jóhannsdóttir er ekki ókunn þeim áherslum sem Þorsteinn Halldórsson hefur komið með inn í íslenska landsliðið. 8. apríl 2021 16:00
„Þakka guði að vera úti í Svíþjóð þar sem allt er frekar afslappað“ Landsliðskonan Hallbera Gísladóttir segist vera sátt að vera úti í Svíþjóð á þessum tíma frekar en á Íslandi þar sem æfingar og keppni í íþróttum eru bannaðar. 8. apríl 2021 13:02