Svandís segir litakóðunarkerfi engu breyta á landamærunum Heimir Már Pétursson skrifar 9. apríl 2021 12:39 Ráðherrar segja að vonandi verði hægt að létta á sóttvarnatakmörkunum bráðlega. Staðan sé góð og bólusetningum miði vel og þar af leiðandi séu æ fleiri varðir gegn Covid 19. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir tímabært að létta á sóttvarnatakmörkunum þar sem staðan sé góð og fari batnandi. Enn sé stefnt að því að taka upp litakóðunarkerfið hinn fyrsta maí. Fjármálaráðherra segir lokaorrustuna framundan í baráttunni gegn veirunni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sögðu að loknum ríkisstjórnarfundi rétt fyrir hádegi að sátt ríkti í ríkisstjórn um reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi á miðnætti síðast liðnu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir enn stefnt að því að taka upp litakóðunarkerfi Evrópusambandsins á landamærum hinn 1. maí.Vísir/Vilhelm Tími til að létta Áslaug Arna segir baráttuna við veiruna ganga vel og nú þurfi að fara horfa til þess sem sé framundan þegar fleiri séu komnir með vernd vegna bólusetningar. „Ég held að það sé að koma tími til þess að fara að létta á hér innanlands. Svo ég vona að það verði gert sem fyrst. Það er auðvitað lítið um smit og enginn alvarlega veikur. Ég bind vonir við að hér verði frjálsara og opnara samfélag með hverjum deginum sem líður í átt að sumri og fleiri bólusetningum,“ segir Áslaug Arna. Gæta eigi meðalhófs Fjármálaráðherra telur að ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur muni skila árangri enda miði allar aðgerðir stjórnvalda að því. Margir sjálfstæðismenn innan og utan þings hafa gagnrýnt sóttvarnaaðgerðirnar og vilja slaka á þeim. Bjarni segir eðlilegt að fólk hafi mismunandi skoðanir á sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Hann telji nýja reglugerð eiga eftir að gera gagn.Vísir/Vilhelm Bjarni segir að alltaf eigi að gæta meðalhófs og ekki setja meiri takmarkanir á efnahagslífið en staðan kalli á. „Ég hef fundið fyrir því að margir hafa gagnrýnt þegar bent er á þetta. Til dæmis af þeim þingmönnum sem þú ert að vísa til. Ég hef staðið með þeim í að verja rétt þeirra. Þann sjálfsagða rétt í mínum huga að koma meiri dýpt í umræðuna um áhrif aðgerða,“ segir Bjarni. Hann eins og aðrir vonist til að hægt verði að létta á núgildandi aðgerðum bráðlega. Stefnt á litakóðunarkerfi um næstu mánaðarmót Heilbrigðisráðherra segist hafa rætt við forystufólk hjá Rauða krossinum og fleirum sem lýst hafi áhyggjum af því hversu hratt breytingum með nýrri reglugerð væri hrint í framkvæmd. „Ég talaði við framkvæmdastjóra Rauða krossins í morgun. Þetta gerðist náttúrlega allt mjög hratt. Þannig að það eru ýmsir framkvæmdaaðilar bæði á landamærum, í sóttvarnahúsi og svo framvegis sem þurfa að aðlaga sig mjög hratt. Hún fullvissaði mig um það að hér eftir sem hingað til væri Rauði krossinn á fullu að koma til móts við breyttar reglur. Ég vænti þess að þetta verði komið í gott horf seinna í dag,“ sagði Svandís. Svandís Svavarsdóttir segir að ekkert myndi breytast á landamærunum þótt litakóðunarkerfi Evrópusambandsins yrði tekið upp í dag vegna útbreiðslu faraldursins í ríkjum Evrópu.Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra sagðist ekki vita annað en áfram væri stefnt að því að taka upp litakóðunarkerfi Evrópusambandsins á landamærunum hinn fyrsta maí eins og lýst var yfir í janúar að yrði gert. „Staðan er auðvitað þannig að við erum að nálgast að geta bólusett alla sem eru eldri en sjötíu ára og enn fleiri seinnipartinn í apríl. Staðan í öðrum löndum er þannig að það mun lítið breytast ef þetta tekur gildi 1. maí,“ segir Áslaug Arna. Heilbrigðisráðherra tekur undir að lítið muni breytast vegna stöðunnar í öðrum löndum. „Í raun er þetta allt til skoðunar. Af því að hér eftir sem hingað til gerir sóttvarnalæknir alltaf tillögur til mín um ráðstafanir bæði innanlands og á landamærum. Litakóðunarkerfið sýnir okkur hver staða faraldursins er í Evrópu og við sjáum að hún er mjög alvarleg. Ef við mundum innleiða litakóðunarkerfið í dag mundi það engu breyta um stöðuna vegna þess hve útbreitt smit er í Evrópu. Þetta verðum við bara að skoða þegar nær dregur 1. maí,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Þórólfur ekki eins bjartsýnn og Áslaug Grunnskólanemi á höfuðborgarsvæðinu var einn þeirra þriggja sem greindust með kórónuveiruna á Íslandi í gær. Nemandinn var utan sóttkvíar, en smitaðist ekki í skólanum að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 9. apríl 2021 12:42 Áslaug Arna vill tilslakanir í sóttvörnum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra telur einsýnt að Brynjar Níelsson þingmaður sé frjáls maður og hún gerir engar athugasemdir við það þó hann bregði sér til Spánar telji hann sig þurfa þess. 9. apríl 2021 12:35 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sögðu að loknum ríkisstjórnarfundi rétt fyrir hádegi að sátt ríkti í ríkisstjórn um reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi á miðnætti síðast liðnu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir enn stefnt að því að taka upp litakóðunarkerfi Evrópusambandsins á landamærum hinn 1. maí.Vísir/Vilhelm Tími til að létta Áslaug Arna segir baráttuna við veiruna ganga vel og nú þurfi að fara horfa til þess sem sé framundan þegar fleiri séu komnir með vernd vegna bólusetningar. „Ég held að það sé að koma tími til þess að fara að létta á hér innanlands. Svo ég vona að það verði gert sem fyrst. Það er auðvitað lítið um smit og enginn alvarlega veikur. Ég bind vonir við að hér verði frjálsara og opnara samfélag með hverjum deginum sem líður í átt að sumri og fleiri bólusetningum,“ segir Áslaug Arna. Gæta eigi meðalhófs Fjármálaráðherra telur að ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur muni skila árangri enda miði allar aðgerðir stjórnvalda að því. Margir sjálfstæðismenn innan og utan þings hafa gagnrýnt sóttvarnaaðgerðirnar og vilja slaka á þeim. Bjarni segir eðlilegt að fólk hafi mismunandi skoðanir á sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Hann telji nýja reglugerð eiga eftir að gera gagn.Vísir/Vilhelm Bjarni segir að alltaf eigi að gæta meðalhófs og ekki setja meiri takmarkanir á efnahagslífið en staðan kalli á. „Ég hef fundið fyrir því að margir hafa gagnrýnt þegar bent er á þetta. Til dæmis af þeim þingmönnum sem þú ert að vísa til. Ég hef staðið með þeim í að verja rétt þeirra. Þann sjálfsagða rétt í mínum huga að koma meiri dýpt í umræðuna um áhrif aðgerða,“ segir Bjarni. Hann eins og aðrir vonist til að hægt verði að létta á núgildandi aðgerðum bráðlega. Stefnt á litakóðunarkerfi um næstu mánaðarmót Heilbrigðisráðherra segist hafa rætt við forystufólk hjá Rauða krossinum og fleirum sem lýst hafi áhyggjum af því hversu hratt breytingum með nýrri reglugerð væri hrint í framkvæmd. „Ég talaði við framkvæmdastjóra Rauða krossins í morgun. Þetta gerðist náttúrlega allt mjög hratt. Þannig að það eru ýmsir framkvæmdaaðilar bæði á landamærum, í sóttvarnahúsi og svo framvegis sem þurfa að aðlaga sig mjög hratt. Hún fullvissaði mig um það að hér eftir sem hingað til væri Rauði krossinn á fullu að koma til móts við breyttar reglur. Ég vænti þess að þetta verði komið í gott horf seinna í dag,“ sagði Svandís. Svandís Svavarsdóttir segir að ekkert myndi breytast á landamærunum þótt litakóðunarkerfi Evrópusambandsins yrði tekið upp í dag vegna útbreiðslu faraldursins í ríkjum Evrópu.Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra sagðist ekki vita annað en áfram væri stefnt að því að taka upp litakóðunarkerfi Evrópusambandsins á landamærunum hinn fyrsta maí eins og lýst var yfir í janúar að yrði gert. „Staðan er auðvitað þannig að við erum að nálgast að geta bólusett alla sem eru eldri en sjötíu ára og enn fleiri seinnipartinn í apríl. Staðan í öðrum löndum er þannig að það mun lítið breytast ef þetta tekur gildi 1. maí,“ segir Áslaug Arna. Heilbrigðisráðherra tekur undir að lítið muni breytast vegna stöðunnar í öðrum löndum. „Í raun er þetta allt til skoðunar. Af því að hér eftir sem hingað til gerir sóttvarnalæknir alltaf tillögur til mín um ráðstafanir bæði innanlands og á landamærum. Litakóðunarkerfið sýnir okkur hver staða faraldursins er í Evrópu og við sjáum að hún er mjög alvarleg. Ef við mundum innleiða litakóðunarkerfið í dag mundi það engu breyta um stöðuna vegna þess hve útbreitt smit er í Evrópu. Þetta verðum við bara að skoða þegar nær dregur 1. maí,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Þórólfur ekki eins bjartsýnn og Áslaug Grunnskólanemi á höfuðborgarsvæðinu var einn þeirra þriggja sem greindust með kórónuveiruna á Íslandi í gær. Nemandinn var utan sóttkvíar, en smitaðist ekki í skólanum að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 9. apríl 2021 12:42 Áslaug Arna vill tilslakanir í sóttvörnum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra telur einsýnt að Brynjar Níelsson þingmaður sé frjáls maður og hún gerir engar athugasemdir við það þó hann bregði sér til Spánar telji hann sig þurfa þess. 9. apríl 2021 12:35 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Sjá meira
Þórólfur ekki eins bjartsýnn og Áslaug Grunnskólanemi á höfuðborgarsvæðinu var einn þeirra þriggja sem greindust með kórónuveiruna á Íslandi í gær. Nemandinn var utan sóttkvíar, en smitaðist ekki í skólanum að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 9. apríl 2021 12:42
Áslaug Arna vill tilslakanir í sóttvörnum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra telur einsýnt að Brynjar Níelsson þingmaður sé frjáls maður og hún gerir engar athugasemdir við það þó hann bregði sér til Spánar telji hann sig þurfa þess. 9. apríl 2021 12:35