Handóðu prjónararnir illa sviknir þegar Freysteinn birtist í skyrtunni einni á skjánum Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2021 12:04 Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands skartar gjarnan afar fallegum peysum, sem svo eru til þess fallnar að gleðja handóðu prjónarana. vísir/egill Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur er heitasta prjónapeysumódel landsins. Á tímum Covid hafa vinsældir prjónaskaps aukist svo um munar. Á Facebook er afar virkur hópur sem heitir „Handóðir prjónarar“. Meðlimir eru hvorki meira né minna en 36 þúsund og þar er prjónaskapur ræddur fram og til baka. Einn sem vakið hefur sérstaka athygli á þeim vettvangi er Freysteinn Sigmundsson en hann hefur, í tengslum við eldsumbrot á Reykjanesi verið tíður gestur í fjölmiðlum. Og glatt hjörtu handóðu prjónarana því oftar en ekki er hann í fallegum ullarpeysum. Funheitur meðal hinna handóðu prjónara Því urðu vonbrigðin nokkur þegar Freysteinn mætti í Kastljósviðtal í gærkvöldi og var þá bara í skyrtunni. Handóðu prjónararnir urðu fyrir verulegum vonbrigðum: „Þvílík vonbrigði,“ segir Guðrún Grettis og Anna Steinunn Þengilsdóttir segir að ekki sé hægt að bjóða manni „uppáetta“. Hulda Fríða Berndsen segist hálf svekkt og Hjálmfríður Valgarðsdóttir segist hafa beðið spennt eftir nýrri peysu. „Öll þjóðin bíður eftir að hann mæti í nýrri peysu en hann var í mjög fallegri skyrtu,“ segir Helga Jörgensen og þannig hrannast athugasemdirnar upp á vettvangi handóðu prjónaranna. En allt er þetta á góðlátlegum nótum. Handóðu prjónararnir urðu fyrir verulegum vonbrigðum þegar Freysteinn birtist á skjánum og ekki í peysu. En þeir voru þó sammála um að skyrtan væri fín.skjáskot Freysteinn hlær við þegar Vísir bar þetta undir hann. „Ég bara … það er mismunandi í hverju ég er klæddur. Ég hef áður komið í Kastljósið og þá var ég í peysu. Ég er oft í einhverri peysu eða ullarklæðnaði. Konan mín er mikil handavinnukona og ég hef gaman að því að vera í flíkum sem hún hefur prjónað.“ Eiginkona Freysteins er Ástþrúður Sif Sveinsdóttir, sannkallaður meistari með prjónana auk þess sem hún hannar margar þær flíkur sem hún prjónar. En hvernig er þetta, að vera svona heitur meðal hinna handóðu prjónara? „Það er … gaman að sjá áhuga á íslensku handverki. Það er bara hið besta mál ef fólk hefur gaman að því að fylgjast með hvað er prjónað; og umræðum um það.“ Gaman að vera í peysum sem konan hefur prjónað Freysteinn segist ekki vera á samfélagsmiðlum sjálfur en honum hefur verið bent á þessar vangaveltur og hann hefur gaman að. Þá rifjar Freysteinn upp að þetta hafi byrjað þegar haldinn var fréttamannafundur og jarðeðlisfræðingar voru að reyna að átta sig á því að það væri kvikuinnskot á Reykjanesskaga. Þá var hann í prjónaðri peysu grænni, með mynstri sem heitir drangar, og það kallaðist skemmtilega á við skjálftalínurit af jarðhræringum sem var í bakgrunni. Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður gerði sér svo mat úr þessu í sínum þætti Vikulokunum. „Ég hef verið í prjónuðum peysum enda mikið úti við. Mér finnst þær fallegar og gaman af að vera í þeim, ekki síst þá peysum sem konan hefur prjónað.“ Eldgos og jarðhræringar Prjónaskapur Eldgos í Fagradalsfjalli Handverk Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Á tímum Covid hafa vinsældir prjónaskaps aukist svo um munar. Á Facebook er afar virkur hópur sem heitir „Handóðir prjónarar“. Meðlimir eru hvorki meira né minna en 36 þúsund og þar er prjónaskapur ræddur fram og til baka. Einn sem vakið hefur sérstaka athygli á þeim vettvangi er Freysteinn Sigmundsson en hann hefur, í tengslum við eldsumbrot á Reykjanesi verið tíður gestur í fjölmiðlum. Og glatt hjörtu handóðu prjónarana því oftar en ekki er hann í fallegum ullarpeysum. Funheitur meðal hinna handóðu prjónara Því urðu vonbrigðin nokkur þegar Freysteinn mætti í Kastljósviðtal í gærkvöldi og var þá bara í skyrtunni. Handóðu prjónararnir urðu fyrir verulegum vonbrigðum: „Þvílík vonbrigði,“ segir Guðrún Grettis og Anna Steinunn Þengilsdóttir segir að ekki sé hægt að bjóða manni „uppáetta“. Hulda Fríða Berndsen segist hálf svekkt og Hjálmfríður Valgarðsdóttir segist hafa beðið spennt eftir nýrri peysu. „Öll þjóðin bíður eftir að hann mæti í nýrri peysu en hann var í mjög fallegri skyrtu,“ segir Helga Jörgensen og þannig hrannast athugasemdirnar upp á vettvangi handóðu prjónaranna. En allt er þetta á góðlátlegum nótum. Handóðu prjónararnir urðu fyrir verulegum vonbrigðum þegar Freysteinn birtist á skjánum og ekki í peysu. En þeir voru þó sammála um að skyrtan væri fín.skjáskot Freysteinn hlær við þegar Vísir bar þetta undir hann. „Ég bara … það er mismunandi í hverju ég er klæddur. Ég hef áður komið í Kastljósið og þá var ég í peysu. Ég er oft í einhverri peysu eða ullarklæðnaði. Konan mín er mikil handavinnukona og ég hef gaman að því að vera í flíkum sem hún hefur prjónað.“ Eiginkona Freysteins er Ástþrúður Sif Sveinsdóttir, sannkallaður meistari með prjónana auk þess sem hún hannar margar þær flíkur sem hún prjónar. En hvernig er þetta, að vera svona heitur meðal hinna handóðu prjónara? „Það er … gaman að sjá áhuga á íslensku handverki. Það er bara hið besta mál ef fólk hefur gaman að því að fylgjast með hvað er prjónað; og umræðum um það.“ Gaman að vera í peysum sem konan hefur prjónað Freysteinn segist ekki vera á samfélagsmiðlum sjálfur en honum hefur verið bent á þessar vangaveltur og hann hefur gaman að. Þá rifjar Freysteinn upp að þetta hafi byrjað þegar haldinn var fréttamannafundur og jarðeðlisfræðingar voru að reyna að átta sig á því að það væri kvikuinnskot á Reykjanesskaga. Þá var hann í prjónaðri peysu grænni, með mynstri sem heitir drangar, og það kallaðist skemmtilega á við skjálftalínurit af jarðhræringum sem var í bakgrunni. Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður gerði sér svo mat úr þessu í sínum þætti Vikulokunum. „Ég hef verið í prjónuðum peysum enda mikið úti við. Mér finnst þær fallegar og gaman af að vera í þeim, ekki síst þá peysum sem konan hefur prjónað.“
Eldgos og jarðhræringar Prjónaskapur Eldgos í Fagradalsfjalli Handverk Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”