Fótbolti

Töpuðu gegn botnliðinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Einar í leik fyrr á leiktíðinni.
Aron Einar í leik fyrr á leiktíðinni. Simon Holmes/Getty Images

Al Arabi tapaði gegn botnliðinu í katarska boltanum í kvöld er þeir töpuðu 2-1 gegn Al-Kharitiyath.

Abdulaziz Rashid Al Ansari kom Íslendingaliðinu yfir á fjórtándu mínútu og allt leit vel út.

Al-Kharitiyath jafnaði metin tíu mínútum síðar og leikar voru jafnir í hálfleik.

Al-Kharitiyath skoraði svo sigurmarkið í upphafi síðari hálfleiks og lokatölur 2-1.

Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn fyrir Al Arabi en Heimir Hallgrímsson er þjálfari liðsins.

Freyr Alexandersson er aðstoðarþjálfari og Bjarki Már Ólafsson er í þjálfarateyminu en Al Arabi er nú í sjöunda sætinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.