Kæru sóttvarnalæknis vísað frá Landsrétti Kjartan Kjartansson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 7. apríl 2021 18:02 Landsréttur Vísir/Vilhelm Landsréttur vísaði frá kæru sóttvarnalæknis á úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um lögmæti skyldudvalar í sóttkvíarhóteli. Sóttvarnalækni var talinn skorta lögvarða hagsmuni í málinu og tók Landsréttur ekki efnislega afstöðu til lögmætis skyldudvalarinnar. Héraðdómur úrskurðaði að ekki mætti skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli um páskana. Reglugerð um það skorti jafnframt stoð í lögum. Sóttvarnalæknir kærði úrskurðinn til Landsréttar í samráði við heilbrigðisráðuneytið. Frávísunin þýðir að úrskurðurinn um ólögmæti sóttvarnaaðgerðarinnar stendur. Þrír dómarar Landsréttar sem vísuðu kæru sóttvarnalæknis frá sögðu hann skorta lögvarða hagsmuni af því að dómurinn leysti úr kröfunni. Rök þeirra voru þau að heilbrigðisráðuneytið hefði brugðist við úrskurði héraðsdóms með því að leyfa fólki á sóttkvíarhótelinu að yfirgefa það ef það hefði aðstöðu til að ljúka sóttkví annars staðar. Þá hefðu einstaklingarnir sem kærðu skyldudvöl sína á hótelinu þegar fengið neikvætt úr seinni sýnatöku og dvöl þeirra á hótelinu hefði því hvort eð er verið lokið nú. Landsréttur tók því ekki afstöðu til þess hvort að skyldudvöl í sóttvarnahúsi samræmist lögum. Álit dómaranna á kröfu sóttvarnalæknis kom fram í úrskurðum í fjórum málum sem voru nær samhljóða fyrir utan aðstæður hvers og eins kæranda til héraðsdóms. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagðist í dag ekki ætla að veita viðbrögð við niðurstöðu Landsréttar. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður hans, segir að sóttvarnayfirvöld ætli að nýta kvöldið til þess að gaumgæfa frávísunina og finna út næstu skref. Í viðtali á Reykjavík síðdegis á Bylgjunni áður en Landsréttur vísaði kærunni frá í dag sagði Þórólfur að finna yrði úrræði til þess að lágmarka smit sem koma inn í landið innan þess lagaramma sem er til staðar yrði úrskurður héraðsdóms staðfestur. Hann sagðist telja að það veiktu sóttvarnir hér á landi verulega. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi sóttvarnalækni hafa gengið lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð sem heilbrigðisráðuneytið gaf út lagastoð. Þórólfur hefur sagt að hann hafi lagt fram tillögu um að skikka ferðalanga sem koma frá löndum sem eru skilgreind með mikla útbreiðslu kórónuveirusmita í sóttkví á sérstöku sóttkvíarhóteli vegna tilfella þar sem fólk sem átti að vera í sóttkví heima hjá sér eftir komu til landsins hafi rofið sóttkvína. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Héraðdómur úrskurðaði að ekki mætti skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli um páskana. Reglugerð um það skorti jafnframt stoð í lögum. Sóttvarnalæknir kærði úrskurðinn til Landsréttar í samráði við heilbrigðisráðuneytið. Frávísunin þýðir að úrskurðurinn um ólögmæti sóttvarnaaðgerðarinnar stendur. Þrír dómarar Landsréttar sem vísuðu kæru sóttvarnalæknis frá sögðu hann skorta lögvarða hagsmuni af því að dómurinn leysti úr kröfunni. Rök þeirra voru þau að heilbrigðisráðuneytið hefði brugðist við úrskurði héraðsdóms með því að leyfa fólki á sóttkvíarhótelinu að yfirgefa það ef það hefði aðstöðu til að ljúka sóttkví annars staðar. Þá hefðu einstaklingarnir sem kærðu skyldudvöl sína á hótelinu þegar fengið neikvætt úr seinni sýnatöku og dvöl þeirra á hótelinu hefði því hvort eð er verið lokið nú. Landsréttur tók því ekki afstöðu til þess hvort að skyldudvöl í sóttvarnahúsi samræmist lögum. Álit dómaranna á kröfu sóttvarnalæknis kom fram í úrskurðum í fjórum málum sem voru nær samhljóða fyrir utan aðstæður hvers og eins kæranda til héraðsdóms. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagðist í dag ekki ætla að veita viðbrögð við niðurstöðu Landsréttar. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður hans, segir að sóttvarnayfirvöld ætli að nýta kvöldið til þess að gaumgæfa frávísunina og finna út næstu skref. Í viðtali á Reykjavík síðdegis á Bylgjunni áður en Landsréttur vísaði kærunni frá í dag sagði Þórólfur að finna yrði úrræði til þess að lágmarka smit sem koma inn í landið innan þess lagaramma sem er til staðar yrði úrskurður héraðsdóms staðfestur. Hann sagðist telja að það veiktu sóttvarnir hér á landi verulega. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi sóttvarnalækni hafa gengið lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð sem heilbrigðisráðuneytið gaf út lagastoð. Þórólfur hefur sagt að hann hafi lagt fram tillögu um að skikka ferðalanga sem koma frá löndum sem eru skilgreind með mikla útbreiðslu kórónuveirusmita í sóttkví á sérstöku sóttkvíarhóteli vegna tilfella þar sem fólk sem átti að vera í sóttkví heima hjá sér eftir komu til landsins hafi rofið sóttkvína. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira