Kæru sóttvarnalæknis vísað frá Landsrétti Kjartan Kjartansson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 7. apríl 2021 18:02 Landsréttur Vísir/Vilhelm Landsréttur vísaði frá kæru sóttvarnalæknis á úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um lögmæti skyldudvalar í sóttkvíarhóteli. Sóttvarnalækni var talinn skorta lögvarða hagsmuni í málinu og tók Landsréttur ekki efnislega afstöðu til lögmætis skyldudvalarinnar. Héraðdómur úrskurðaði að ekki mætti skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli um páskana. Reglugerð um það skorti jafnframt stoð í lögum. Sóttvarnalæknir kærði úrskurðinn til Landsréttar í samráði við heilbrigðisráðuneytið. Frávísunin þýðir að úrskurðurinn um ólögmæti sóttvarnaaðgerðarinnar stendur. Þrír dómarar Landsréttar sem vísuðu kæru sóttvarnalæknis frá sögðu hann skorta lögvarða hagsmuni af því að dómurinn leysti úr kröfunni. Rök þeirra voru þau að heilbrigðisráðuneytið hefði brugðist við úrskurði héraðsdóms með því að leyfa fólki á sóttkvíarhótelinu að yfirgefa það ef það hefði aðstöðu til að ljúka sóttkví annars staðar. Þá hefðu einstaklingarnir sem kærðu skyldudvöl sína á hótelinu þegar fengið neikvætt úr seinni sýnatöku og dvöl þeirra á hótelinu hefði því hvort eð er verið lokið nú. Landsréttur tók því ekki afstöðu til þess hvort að skyldudvöl í sóttvarnahúsi samræmist lögum. Álit dómaranna á kröfu sóttvarnalæknis kom fram í úrskurðum í fjórum málum sem voru nær samhljóða fyrir utan aðstæður hvers og eins kæranda til héraðsdóms. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagðist í dag ekki ætla að veita viðbrögð við niðurstöðu Landsréttar. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður hans, segir að sóttvarnayfirvöld ætli að nýta kvöldið til þess að gaumgæfa frávísunina og finna út næstu skref. Í viðtali á Reykjavík síðdegis á Bylgjunni áður en Landsréttur vísaði kærunni frá í dag sagði Þórólfur að finna yrði úrræði til þess að lágmarka smit sem koma inn í landið innan þess lagaramma sem er til staðar yrði úrskurður héraðsdóms staðfestur. Hann sagðist telja að það veiktu sóttvarnir hér á landi verulega. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi sóttvarnalækni hafa gengið lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð sem heilbrigðisráðuneytið gaf út lagastoð. Þórólfur hefur sagt að hann hafi lagt fram tillögu um að skikka ferðalanga sem koma frá löndum sem eru skilgreind með mikla útbreiðslu kórónuveirusmita í sóttkví á sérstöku sóttkvíarhóteli vegna tilfella þar sem fólk sem átti að vera í sóttkví heima hjá sér eftir komu til landsins hafi rofið sóttkvína. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Héraðdómur úrskurðaði að ekki mætti skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli um páskana. Reglugerð um það skorti jafnframt stoð í lögum. Sóttvarnalæknir kærði úrskurðinn til Landsréttar í samráði við heilbrigðisráðuneytið. Frávísunin þýðir að úrskurðurinn um ólögmæti sóttvarnaaðgerðarinnar stendur. Þrír dómarar Landsréttar sem vísuðu kæru sóttvarnalæknis frá sögðu hann skorta lögvarða hagsmuni af því að dómurinn leysti úr kröfunni. Rök þeirra voru þau að heilbrigðisráðuneytið hefði brugðist við úrskurði héraðsdóms með því að leyfa fólki á sóttkvíarhótelinu að yfirgefa það ef það hefði aðstöðu til að ljúka sóttkví annars staðar. Þá hefðu einstaklingarnir sem kærðu skyldudvöl sína á hótelinu þegar fengið neikvætt úr seinni sýnatöku og dvöl þeirra á hótelinu hefði því hvort eð er verið lokið nú. Landsréttur tók því ekki afstöðu til þess hvort að skyldudvöl í sóttvarnahúsi samræmist lögum. Álit dómaranna á kröfu sóttvarnalæknis kom fram í úrskurðum í fjórum málum sem voru nær samhljóða fyrir utan aðstæður hvers og eins kæranda til héraðsdóms. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagðist í dag ekki ætla að veita viðbrögð við niðurstöðu Landsréttar. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður hans, segir að sóttvarnayfirvöld ætli að nýta kvöldið til þess að gaumgæfa frávísunina og finna út næstu skref. Í viðtali á Reykjavík síðdegis á Bylgjunni áður en Landsréttur vísaði kærunni frá í dag sagði Þórólfur að finna yrði úrræði til þess að lágmarka smit sem koma inn í landið innan þess lagaramma sem er til staðar yrði úrskurður héraðsdóms staðfestur. Hann sagðist telja að það veiktu sóttvarnir hér á landi verulega. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi sóttvarnalækni hafa gengið lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð sem heilbrigðisráðuneytið gaf út lagastoð. Þórólfur hefur sagt að hann hafi lagt fram tillögu um að skikka ferðalanga sem koma frá löndum sem eru skilgreind með mikla útbreiðslu kórónuveirusmita í sóttkví á sérstöku sóttkvíarhóteli vegna tilfella þar sem fólk sem átti að vera í sóttkví heima hjá sér eftir komu til landsins hafi rofið sóttkvína. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira