Fullbólusettur Ingvi Hrafn vill komast í sund núna Jakob Bjarnar skrifar 7. apríl 2021 13:49 Ingvi Hrafn segir það algjört lykilatriði, þegar litið er til heilsu eldri borgara, að fara að hleypa þeim í sund. Vísir/Vilhelm/aðsend Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Landssambands eldri borgara segir það góða hugmynd að hleypa gráa hernum í sund en á því er þó einn hængur. „Nú þegar búið er að bólusetja 70 ára og eldri má ekki opna sundlaugar fyrir okkur? Algerlega lífsnauðsynlegt fyrir heilsuvernd eldri borgara, sem stunda sund þúsundum saman,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsmaður á Facebook-síðu sinni. Hann á bágt með að skilja það af hverju gamlingjunum er haldið frá klórnum í laugunum. Og Þórunn segir þetta góða hugmynd hjá Ingva Hrafni. „Það eru að koma fram núna allskonar tillögur út af þessum hópi sem er búin að fá bólusetningar,“ segir Þórunn í samtali við Vísi. Hún segir að meginþorri yfir sjötugt sé búinn að fá aðra sprautuna eða báðar og á Akureyri eru menn byrjaðir að bólusetja niður í 68 ára aldur. Ekki búið að bólusetja alla sem eru yfir sjötugu „En ef þú ert með AstraZeneka eru þrír mánuðir á milli fyrri sprautu og þeirrar seinni. Það er að tefja að ekki eru allir staddir á sama stað. Það myndi algjörlega rugla þennan hóp; af hverju hinir mega fara en ekki ég?“ Þórunn segir að enn séu ekki allir yfir sjötugt búnir að fá báðar sprauturnar. Þeir sem fá Pfiser og Moderna séu búnir en ekki þeir sem fá AstraZeneca. Þórunn Sveinbjörnsdóttir segir að ef nú yrði farið í að hleypa sjötugum og eldri í laugarnar myndi það rugla hópinn í ríminu því ekki eru allir í þeim aldursflokki búnir að fá fulla bólusetningu.vísir/arnar „Og er því ekki komið með fullt ónæmi. Ef við værum öll í sama pakka og öll bólusett fer að koma upp sú staða,“ segir Þórunn. Ingvi Hrafn aðeins of snöggur til með sína góðu hugmynd Hún segir jafnframt að nú þurfi að snúa einu og öðru í gang svo sem mörgum aðalfundum í félögum eldri borgara sem hafa frestast. Þórunn gerir ráð fyrir því að helft eldri borgara verði að fullu bólusett í lok maí. „Ingvi Hrafn er aðeins of snöggur út af því að bólefnin eru með þessa hegðun að vera ekki eins. En hugmyndin er góð, þekkja allir þessa vanlíðan að komast ekki í hreyfingu.“ Þegar Vísir náði tali af Þórunni var hún á fjarfundi þar sem verið var að kynna viðamikla skýrslu, rannsókn sem félagsvísindastofnun gerir og heitir Hagir og líðan eldri borgara. Greinilegt sé að heilsan sé lakari en fyrir fjórum árum og Þórunn segir að það megi rekja beint til Covid-19 og einangrunar sem henni fylgir. Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
„Nú þegar búið er að bólusetja 70 ára og eldri má ekki opna sundlaugar fyrir okkur? Algerlega lífsnauðsynlegt fyrir heilsuvernd eldri borgara, sem stunda sund þúsundum saman,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsmaður á Facebook-síðu sinni. Hann á bágt með að skilja það af hverju gamlingjunum er haldið frá klórnum í laugunum. Og Þórunn segir þetta góða hugmynd hjá Ingva Hrafni. „Það eru að koma fram núna allskonar tillögur út af þessum hópi sem er búin að fá bólusetningar,“ segir Þórunn í samtali við Vísi. Hún segir að meginþorri yfir sjötugt sé búinn að fá aðra sprautuna eða báðar og á Akureyri eru menn byrjaðir að bólusetja niður í 68 ára aldur. Ekki búið að bólusetja alla sem eru yfir sjötugu „En ef þú ert með AstraZeneka eru þrír mánuðir á milli fyrri sprautu og þeirrar seinni. Það er að tefja að ekki eru allir staddir á sama stað. Það myndi algjörlega rugla þennan hóp; af hverju hinir mega fara en ekki ég?“ Þórunn segir að enn séu ekki allir yfir sjötugt búnir að fá báðar sprauturnar. Þeir sem fá Pfiser og Moderna séu búnir en ekki þeir sem fá AstraZeneca. Þórunn Sveinbjörnsdóttir segir að ef nú yrði farið í að hleypa sjötugum og eldri í laugarnar myndi það rugla hópinn í ríminu því ekki eru allir í þeim aldursflokki búnir að fá fulla bólusetningu.vísir/arnar „Og er því ekki komið með fullt ónæmi. Ef við værum öll í sama pakka og öll bólusett fer að koma upp sú staða,“ segir Þórunn. Ingvi Hrafn aðeins of snöggur til með sína góðu hugmynd Hún segir jafnframt að nú þurfi að snúa einu og öðru í gang svo sem mörgum aðalfundum í félögum eldri borgara sem hafa frestast. Þórunn gerir ráð fyrir því að helft eldri borgara verði að fullu bólusett í lok maí. „Ingvi Hrafn er aðeins of snöggur út af því að bólefnin eru með þessa hegðun að vera ekki eins. En hugmyndin er góð, þekkja allir þessa vanlíðan að komast ekki í hreyfingu.“ Þegar Vísir náði tali af Þórunni var hún á fjarfundi þar sem verið var að kynna viðamikla skýrslu, rannsókn sem félagsvísindastofnun gerir og heitir Hagir og líðan eldri borgara. Greinilegt sé að heilsan sé lakari en fyrir fjórum árum og Þórunn segir að það megi rekja beint til Covid-19 og einangrunar sem henni fylgir.
Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira