„Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg“ Snorri Másson skrifar 7. apríl 2021 11:07 Herra Hnetusmjör sendir ríkisstjórninni tóninn. Daniel Thor Rapparinn Herra Hnetusmjör hefur undanfarið gengið fram fyrir skjöldu á Instagram sem talsmaður þess að loka landinu til þess að varna kórónuveirunni vegar inn í landið. Hann var harðorður í garð stjórnvalda í gær. „Jæja. Hvenær ætlum við að hætta að láta vaða yfir okkur?“ spurði rapparinn, Árni Páll Árnason að skírnarnafni, á hringrás sinni á Instagram í gær (e. story). Fylgjendur rapparans eru rúmlega 22.000 talsins og að uppistöðu ungt fólk, að ætla má. Fyrst birti Árni Páll skjáskot af frétt af því að nú væri farþegum utan Schengen hleypt inn í landið. Næsta mynd var síðan skjáskot með yfirliti af þeim hörðu takmörkunum sem Íslendingar lifa nú við hversdagslega, þar sem stór hópur fólks fær ekki stundað atvinnu sína eða líkamsrækt. Þarna eru stjórnvöld komin í mótsögn við sjálf sig, að mati Árna. Mynd og mynd fara ekki saman, að mati Herra Hnetusmjörs.Instagram Rapparinn hvetur til aðgerða: „Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg. Nóg af því að vera sett í annað sæti. Nóg af því að mega ekki hitta ástvini. Nóg af því að mega ekki stunda nám eða vinnu. Allt á meðan landamærin eru opnuð enn meir.“ Næst opnar hann fyrir tillögur frá fylgjendum sínum og spyr: „Mótmæli? Hætta að hlýða? Brenna allt? Opinn fyrir öllu.“ Vísir sló á þráðinn til rapparans sem kvaðst ekki hafa neinu við skilaboð sín í hringrásinni að bæta. Ætla má að rapparinn hafi orðið af miklum tekjum í gegnum faraldurinn en á Íslandi hafa samkomutakmarkanir verið við lýði í einhverri mynd samfleytt í meira en ár. Þessa stundina mega aðeins tíu koma saman á einkasamkomum. Barir og skemmtistaðir eru lokaðir, líkamsræktarstöðvum og sundlaugum er óheimilt að starfa og allar sviðslistir eru ólöglegar. Þetta á að gilda til 15. apríl en engin loforð hafa verið gefin um afléttingar þegar ákvörðun verður tekin um framhaldið. Rapparinn biður fylgjendur sína að gefa sér ráð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Sjá meira
„Jæja. Hvenær ætlum við að hætta að láta vaða yfir okkur?“ spurði rapparinn, Árni Páll Árnason að skírnarnafni, á hringrás sinni á Instagram í gær (e. story). Fylgjendur rapparans eru rúmlega 22.000 talsins og að uppistöðu ungt fólk, að ætla má. Fyrst birti Árni Páll skjáskot af frétt af því að nú væri farþegum utan Schengen hleypt inn í landið. Næsta mynd var síðan skjáskot með yfirliti af þeim hörðu takmörkunum sem Íslendingar lifa nú við hversdagslega, þar sem stór hópur fólks fær ekki stundað atvinnu sína eða líkamsrækt. Þarna eru stjórnvöld komin í mótsögn við sjálf sig, að mati Árna. Mynd og mynd fara ekki saman, að mati Herra Hnetusmjörs.Instagram Rapparinn hvetur til aðgerða: „Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg. Nóg af því að vera sett í annað sæti. Nóg af því að mega ekki hitta ástvini. Nóg af því að mega ekki stunda nám eða vinnu. Allt á meðan landamærin eru opnuð enn meir.“ Næst opnar hann fyrir tillögur frá fylgjendum sínum og spyr: „Mótmæli? Hætta að hlýða? Brenna allt? Opinn fyrir öllu.“ Vísir sló á þráðinn til rapparans sem kvaðst ekki hafa neinu við skilaboð sín í hringrásinni að bæta. Ætla má að rapparinn hafi orðið af miklum tekjum í gegnum faraldurinn en á Íslandi hafa samkomutakmarkanir verið við lýði í einhverri mynd samfleytt í meira en ár. Þessa stundina mega aðeins tíu koma saman á einkasamkomum. Barir og skemmtistaðir eru lokaðir, líkamsræktarstöðvum og sundlaugum er óheimilt að starfa og allar sviðslistir eru ólöglegar. Þetta á að gilda til 15. apríl en engin loforð hafa verið gefin um afléttingar þegar ákvörðun verður tekin um framhaldið. Rapparinn biður fylgjendur sína að gefa sér ráð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Sjá meira