Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði. Næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Við ræðum við Svandísi í fréttatímanum klukkan 18:30.

Þá tölum við einnig við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni sem segir harðar sóttvarnaaðgerðir geta varað lengur ef ekki verður hægt að skylda alla til að dvelja á sóttvarnahóteli.

Þá verður rætt við Margeir Sveinsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en tengsl eru á milli mannsins sem játað hefur morð í Rauðagerði og manns sem nú sætir gæsluvarðhaldi vegna dauða manns í Kópavogi.

Svo sýnum við nýjar myndir frá eldgosinu í Fagradalsfjalli en það hefur færst í aukana eftir að ný sprunga opnaðist og við tölum við níu ára dreng sem sá hana opnast.

Kvöldfréttirnar eru í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×