Þá tölum við einnig við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni sem segir harðar sóttvarnaaðgerðir geta varað lengur ef ekki verður hægt að skylda alla til að dvelja á sóttvarnahóteli.
Þá verður rætt við Margeir Sveinsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en tengsl eru á milli mannsins sem játað hefur morð í Rauðagerði og manns sem nú sætir gæsluvarðhaldi vegna dauða manns í Kópavogi.
Svo sýnum við nýjar myndir frá eldgosinu í Fagradalsfjalli en það hefur færst í aukana eftir að ný sprunga opnaðist og við tölum við níu ára dreng sem sá hana opnast.
Kvöldfréttirnar eru í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.