Svifryk mælist aftur langt yfir heilsuverndarmörkum Eiður Þór Árnason skrifar 6. apríl 2021 14:53 Svifryk er að stórum hluta malbiksagnir. Vísir/Vilhelm Styrkur svifryks var rúmlega tvöfalt hærri en heilsuverndarmörk gera ráð fyrir á mælistöð við Grensásveg í Reykjavík í morgun. Hægur vindur er í borginni, götur þurrar og búist við svipuðum aðstæðum næstu daga. Vika er liðin frá því að síðast var varað við háum styrki svifryks í borginni. Áfram er gert ráð fyrir háum styrk svifriks og köfnunarefnisdíoxíðs í dag og í fyrramálið, einkum við umferðargötur. Eru íbúar hvattir til að skilja bílinn eftir heima á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en klukkan 10 í dag var styrkur svifryks á Grensásvegi 102 míkrógrömm á rúmmetra og köfnunarefnisdíoxíðs 28 míkrógrömm á rúmmetra. Í mælistöðinni í Bústaðaveg/Háaleitisbraut var styrkur svifryks 104 míkrógrömm á rúmmetra og köfnunarefnisdíoxíðs 14 míkrógrömm á rúmmetra. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk (PM10) eru 50 míkrógrömm á rúmmetra og 75 míkrógrömm á rúmmetra fyrir köfnunarefnisdíoxíð. Frestuðu gatnaþrifum Köfnunarefnisdíoxíðmengun kemur frá útblæstri bifreiða og er mest á morgnanna og í eftirmiðdaginn þegar umferð er mest og veldur ertingu í lungum og öndurvegi. Uppspretta svifryks er uppspænt malbik, jarðvegsagnir, salt og sót úr útblæstri bifreiða. Fram kemur í tilkynningu að mars og apríl hafi oft reynst erfiðir hvað svifryksmengun varðar á höfuðborgarsvæðinu og aðstæður í dag hafi ekki hjálpað til. „Ráðgert var að þrífa götur í dag en það frestast sökum frostakafla sem nú stendur yfir. Búist er við svipuðum veðurfarsaðstæðum áfram og því líkur á svifryks- og köfnunarefnisdíoxíðmengun einkum við umferðargötur núna seinni partinn og í fyrramálið. Æskilegt er að sem flestir hvíli bílinn í fyrramálið og fari með öðru móti til og frá vinnu. Þannig geta þau sem eru viðkvæm í öndunarfærum og börn notið útivistar betur,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á vef Umhverfisstofnunar. Umferð Reykjavík Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Sjá meira
Vika er liðin frá því að síðast var varað við háum styrki svifryks í borginni. Áfram er gert ráð fyrir háum styrk svifriks og köfnunarefnisdíoxíðs í dag og í fyrramálið, einkum við umferðargötur. Eru íbúar hvattir til að skilja bílinn eftir heima á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en klukkan 10 í dag var styrkur svifryks á Grensásvegi 102 míkrógrömm á rúmmetra og köfnunarefnisdíoxíðs 28 míkrógrömm á rúmmetra. Í mælistöðinni í Bústaðaveg/Háaleitisbraut var styrkur svifryks 104 míkrógrömm á rúmmetra og köfnunarefnisdíoxíðs 14 míkrógrömm á rúmmetra. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk (PM10) eru 50 míkrógrömm á rúmmetra og 75 míkrógrömm á rúmmetra fyrir köfnunarefnisdíoxíð. Frestuðu gatnaþrifum Köfnunarefnisdíoxíðmengun kemur frá útblæstri bifreiða og er mest á morgnanna og í eftirmiðdaginn þegar umferð er mest og veldur ertingu í lungum og öndurvegi. Uppspretta svifryks er uppspænt malbik, jarðvegsagnir, salt og sót úr útblæstri bifreiða. Fram kemur í tilkynningu að mars og apríl hafi oft reynst erfiðir hvað svifryksmengun varðar á höfuðborgarsvæðinu og aðstæður í dag hafi ekki hjálpað til. „Ráðgert var að þrífa götur í dag en það frestast sökum frostakafla sem nú stendur yfir. Búist er við svipuðum veðurfarsaðstæðum áfram og því líkur á svifryks- og köfnunarefnisdíoxíðmengun einkum við umferðargötur núna seinni partinn og í fyrramálið. Æskilegt er að sem flestir hvíli bílinn í fyrramálið og fari með öðru móti til og frá vinnu. Þannig geta þau sem eru viðkvæm í öndunarfærum og börn notið útivistar betur,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á vef Umhverfisstofnunar.
Umferð Reykjavík Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent