Innlent

Lækkun á nýgengi krabbameina fyrripart árs 2020 vegna Covid-19

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
„Vegna aukinnar greiningarvirkni seinni hluta ársins 2020 var uppsafnað nýgengni greindra krabbameina hið sama árið 2020 og meðaltal áranna 2017-2019,“ segir í greininni.
„Vegna aukinnar greiningarvirkni seinni hluta ársins 2020 var uppsafnað nýgengni greindra krabbameina hið sama árið 2020 og meðaltal áranna 2017-2019,“ segir í greininni.

Í samanburði við meðaltal áranna 2017 til 2019 varð lækkun á nýgengi krabbameina í mars, apríl og maí 2020. Þetta kemur fram í aðsendri grein í Læknablaðinu en höfundar telja líklegt að þetta megi rekja til faraldurs SARS-CoV-2.

„Á Íslandi varð um 17% lækkun á nýgengi krabbameina í mars, apríl og maí um leið og mjög miklar samkomutakmarkanir voru á landinu í fyrstu bylgju COVID-19-heimsfaraldursins. Á þessu tímabili beindi til dæmis heilsugæslan þeim upplýsingum til fólks að hafa samband í gegnum síma eða netið en ekki koma beint á heilsugæsluna,“ segir í greininni.

Þar segir að lækkunin hafi verið mest áberandi fyrir krabbamein í húð, brjóstum og ristli en það beri að hafa varann á, þar sem aðeins 142 krabbameinstilfelli greinist á mánuði að meðaltali. Í svo lágum tölum gæti mjög áhrifa tilviljanasveifla og ekki síst fyrir einstök krabbamein.

„Þó að tilviljanasveiflur gætu mögulega skýrt ofanskráða lækkun nýgengnis má reikna með því að færri hafi leitað til heilbrigðisþjónustunnar vegna faraldursins og þar með færri farið til dæmis í ristilspeglun. Einnig var gert hlé á lýðgrunduðum brjósta- og leghálskrabbameinsskimunum á Norðurlandi frá 10. mars og lá skimunin niðri á öllu landinu frá 24. mars til 4. maí. 2020,“ segir einnig í greininni.

Höfundarnir; Helgi Birgisson, Hólmfríður Hilmarsdóttir, Runólfur Pálsson og Laufey Tryggvadóttir, segja líklega mega þakka skynsamlegum viðbrögðum stjórnvalda og góðri þátttöku almennings í sóttvarnaraðgerðum að faraldrinum var haldið í skefjum.

„Þar með var samfélaginu gert kleift að bjóða þegnum sínum upp á þá nauðsynlegu heilbrigðisþjónustu sem þarf til að greina krabbamein tímanlega.“

Greinin í Læknablaðinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.