Innlent

Klárt mál að fólk gæti verið í hættu

Sylvía Hall skrifar
Líklegt er að um tvær sprungur sé að ræða.
Líklegt er að um tvær sprungur sé að ræða. Árni Gunnarsson

Sigurður Bergmann, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum og vettvangsstjóri, segir alla krafta viðbragðsaðila nú fara í að koma fólki af gossvæðinu eftir að ný sprunga opnaðist. Öryggisins vegna þurfi að loka svæðinu þar sem fólk gæti verið í hættu.

„Við erum náttúrulega að senda okkar viðbragð upp eftir. Það voru þarna tíu eða ellefu björgunarsveitarmenn á gossvæðinu þegar þetta gerðist, þegar nýja sprungan opnaðist. Við erum bara að senda auka viðbragð, bæði björgunarsveitarfólk og lögreglu þangað upp eftir,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu.

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru einnig sendar á vettvang og fór önnur þeirra með sérsveitarmenn. Þyrlurnar eru komnar á svæðið en voru ekki lentar þegar fréttastofa náði tali af Sigurði, en sérsveitarmenn munu aðstoða við að koma fólki af svæðinu.

Hann segir engan vafa um að fólk gæti verið í hættu.

„Klárlega, við vitum ekkert hvernig sprungan kemur til með að haga sér. Hún gæti teygt sig í báðar áttir en það gæti líka dregið úr þessu. Öryggisins vegna lokum við svæðinu.“

Í fréttinni hér að neðan má fylgjast með nýjustu vendingum er varða sprunguna. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×