Óvænt gifting á Hvolsvelli tilkynnt í páskaeggi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. apríl 2021 20:04 Brúðhjónin, Svandís og Guðmundur Jón, sem settu upp giftingahringana í dag eftir að tilkynning um giftinguna kom fram í tuttugu og fimm páskaeggjum fjölskyldunnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikið húllum hæ í húsi á Hvolsvelli í morgun þegar páskaeggin voru opnuð. Ástæðan er sú að þar var miði inn í, sem tilkynnti um óvænta uppákomu, sem fór fram í skjóli nætur. „Nei, þið eruð ekkert búin að gifta ykkur, gerðuð þið það í fyrra,“ sagði Sindri Sigurjónsson þegar hann var nýbúin að opna páskaeggið sitt í morgun og lesa á miðann inn í því. Þarna var leyndarmálið upplýst, Svandís og Guðmundur í Njálsgerði 3 á Hvolsvelli eru búin að gifta sig án þess að nokkur vissi af, enda koma það börnum og ættingjum þeirra skemmtilega á óvart þegar páskaeggin voru opnuð. Miðinn, sem var inn í páskaeggjunumMagnús Hlynur Hreiðarsson Þau höfðu reynt að gifta sig ítrekað og boða til athafnar og veislu nokkrum sinnum en hafa alltaf þurft að hætta við vegna heimsfaraldursins. Þau ákváðu því 10. október í haust í skjóli nætur eins og þau segja sjálf, að drífa sig til séra Halldóru J.K. Þorvarðardóttur, prófast í Suðurprófastsdæmi í Fellsmúla í Landsveit til að láta pússa sig saman. Þau ákváðu að halda því leyndu þar til um páskana. Guðmundur fékk það hlutverk að sækja páskaegginn þegar tilkynningin var komin á miða inn í þeim. Þeim va síðan dreift til fjölskyldumeðlima.Aðsend En var það ekki erfitt? „Jú, það er búið að vera mjög erfitt, sérstaklega gagnvart börnunum okkar og öldruðum foreldrum,“ segir Svandís. Hvenær haldið þið að brúðkaupsveislan verði? „Það er stóra spurningin, hún verður kannski í haust þegar börnin okkar koma frá Svíþjóð, elsti sonur minn býr þar. En svo verðum við bæði fimmtíu ára á næsta ári, kannski höldum við almennilegt 100 ára afmæli þá og brúðkaup,“ bætir Svandís við og Guðmundur tekur undir með henni. Svala Ingibjörg, prinsessan á heimilinu hefur verið að æfa sig á píanóið því hún er alveg ákveðin að spila á brúðkaupsveislunni þegar að því kemur. Svala Ingibjörg Guðmundsdóttir, sem ætlar að spila fallegt lag í brúðkaupsveislunni þegar hún verður haldin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Svandís og Guðmundur settu upp hringana í dag í tilefni af skilaboðunum í páskeggjum til fjölskyldunnar og eru nú búin að innsigla hjónabandið formlega glöð og hamingjusömu með hvort annað, fjölskylduna og lífið sjálft. Brúðhjónin 10. október 2020 með séra Halldóru J.K. Þorvarðadóttur, prófasti.Aðsend Fjallað var um giftinguna í kvöldfréttum Stöðvar 2 en innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan. Rangárþing eystra Páskar Þjóðkirkjan Ástin og lífið Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
„Nei, þið eruð ekkert búin að gifta ykkur, gerðuð þið það í fyrra,“ sagði Sindri Sigurjónsson þegar hann var nýbúin að opna páskaeggið sitt í morgun og lesa á miðann inn í því. Þarna var leyndarmálið upplýst, Svandís og Guðmundur í Njálsgerði 3 á Hvolsvelli eru búin að gifta sig án þess að nokkur vissi af, enda koma það börnum og ættingjum þeirra skemmtilega á óvart þegar páskaeggin voru opnuð. Miðinn, sem var inn í páskaeggjunumMagnús Hlynur Hreiðarsson Þau höfðu reynt að gifta sig ítrekað og boða til athafnar og veislu nokkrum sinnum en hafa alltaf þurft að hætta við vegna heimsfaraldursins. Þau ákváðu því 10. október í haust í skjóli nætur eins og þau segja sjálf, að drífa sig til séra Halldóru J.K. Þorvarðardóttur, prófast í Suðurprófastsdæmi í Fellsmúla í Landsveit til að láta pússa sig saman. Þau ákváðu að halda því leyndu þar til um páskana. Guðmundur fékk það hlutverk að sækja páskaegginn þegar tilkynningin var komin á miða inn í þeim. Þeim va síðan dreift til fjölskyldumeðlima.Aðsend En var það ekki erfitt? „Jú, það er búið að vera mjög erfitt, sérstaklega gagnvart börnunum okkar og öldruðum foreldrum,“ segir Svandís. Hvenær haldið þið að brúðkaupsveislan verði? „Það er stóra spurningin, hún verður kannski í haust þegar börnin okkar koma frá Svíþjóð, elsti sonur minn býr þar. En svo verðum við bæði fimmtíu ára á næsta ári, kannski höldum við almennilegt 100 ára afmæli þá og brúðkaup,“ bætir Svandís við og Guðmundur tekur undir með henni. Svala Ingibjörg, prinsessan á heimilinu hefur verið að æfa sig á píanóið því hún er alveg ákveðin að spila á brúðkaupsveislunni þegar að því kemur. Svala Ingibjörg Guðmundsdóttir, sem ætlar að spila fallegt lag í brúðkaupsveislunni þegar hún verður haldin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Svandís og Guðmundur settu upp hringana í dag í tilefni af skilaboðunum í páskeggjum til fjölskyldunnar og eru nú búin að innsigla hjónabandið formlega glöð og hamingjusömu með hvort annað, fjölskylduna og lífið sjálft. Brúðhjónin 10. október 2020 með séra Halldóru J.K. Þorvarðadóttur, prófasti.Aðsend Fjallað var um giftinguna í kvöldfréttum Stöðvar 2 en innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Rangárþing eystra Páskar Þjóðkirkjan Ástin og lífið Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira