Páskaeggin við það að klárast Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. apríl 2021 15:20 Það fer nú hver að verða síðastur að tryggja sér páskaegg en þau eru að klárast í flestum verslunum. Þetta staðfesta framkvæmdastjórar Hagkaup og Krónunnar og þá hefur Vísir fengið það staðfest að handgerð páskaegg Hafliða Ragnarssonar séu uppseld. „Við skiljum ekki alveg þessa aukningu sem er á milli ára því það var líka Covid-ástand á síðasta ári,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaup. Hann segir um að ræða að minnsta kosti 30 prósenta aukningu milli ára. „Það hefur verið mikill hamagangur í þessu og þetta eru síðustu eggin í öllum verslunum og ég á von á því undir lok dags í dag að það verði fá páskaegg til á Íslandi. Framleiðendur hafa verið sveittir við það síðustu daga að gera það sem hægt er og framleiða það sem þeir geta með þessum stutta fyrirvara. Þeir verða glaðir með lítil skil þetta árið,“ segir hann. Spurður að því hvort aukið úrval spili þarna inn í, svarar Sigurður játandi. „Fjölskyldur eru pottþétt að prófa að kaupa eitt aukaegg sem er öðruvísi og annað sem er hinsegin og þeir sem eru miklir nammigrísir kaupa tvö í staðinn fyrir eitt,“ segir hann. „Við erum voða miklir nammigrísir á svona dögum og þegar við erum til dæmis með danska eða ameríska daga og öðruvísi nammi þá er það voða spennandi. Og það að það sé komin fjölbreytni í þetta, það er okkur mjög að skapi.“ Meiri alvarleiki í samfélaginu síðustu páska Undir þetta tekur Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. „Þetta er algjör metsala í páskaeggjum frá upphafi Krónunnar og staðan er sú að framleiðendur hafa ekki haft undan; þeir eru bæði með fleiri vörutegundir og hafa daglega staðið í því að reyna að koma til móts við þá eftirspurn sem er í verslunum Krónunnar,“ segir hún. Unnið hafi verið að því að keyra með egg á milli verslana en í versluninni í Lindum, sem er ein af stærri Krónubúðunum, sé aðeins ein stæða eftir og hún muni örugglega klárast. Það séu helst litlu eggin sem enn eru fáanleg. Ásta segir neysluhegðunina hafa breyst vegna kórónuveirufaraldursins; fólk sé að leyfa sér að smakka fleiri en eitt egg og þá rýkur CocoPuffs úr hillunum eftir að tilkynnt var að það yrði ófánlegt innan tíðar vegna nýrrar uppskriftar sem brýtur í bága við Evrópulög. „Það er súkkulaðistemning í samfélaginu, sem gerir það að verkum að þetta er alveg einstök staða hjá okkur,“ segir Ásta. Hún segir muninn á páskunum í ár og í fyrra mögulega þann að þá hafi andrúmsloftið í samfélaginu almennt verið alvarlegra, þegar menn stóðu fyrst frammi fyrir nýrri farsótt. „Ég held persónulega að það hafi verið meira panikkástand í samfélaginu þá. Fólk var meira að hugsa um að kaupa klósettpappír og þurrvöru, og fiskibollur seldust upp. Það var öðruvísi stemning og meiri alvarleiki. Núna þekkjum við þetta og keyrum bara ferlið í gang og höfum svo kósý heima.“ Páskar Neytendur Verslun Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sjá meira
„Við skiljum ekki alveg þessa aukningu sem er á milli ára því það var líka Covid-ástand á síðasta ári,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaup. Hann segir um að ræða að minnsta kosti 30 prósenta aukningu milli ára. „Það hefur verið mikill hamagangur í þessu og þetta eru síðustu eggin í öllum verslunum og ég á von á því undir lok dags í dag að það verði fá páskaegg til á Íslandi. Framleiðendur hafa verið sveittir við það síðustu daga að gera það sem hægt er og framleiða það sem þeir geta með þessum stutta fyrirvara. Þeir verða glaðir með lítil skil þetta árið,“ segir hann. Spurður að því hvort aukið úrval spili þarna inn í, svarar Sigurður játandi. „Fjölskyldur eru pottþétt að prófa að kaupa eitt aukaegg sem er öðruvísi og annað sem er hinsegin og þeir sem eru miklir nammigrísir kaupa tvö í staðinn fyrir eitt,“ segir hann. „Við erum voða miklir nammigrísir á svona dögum og þegar við erum til dæmis með danska eða ameríska daga og öðruvísi nammi þá er það voða spennandi. Og það að það sé komin fjölbreytni í þetta, það er okkur mjög að skapi.“ Meiri alvarleiki í samfélaginu síðustu páska Undir þetta tekur Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. „Þetta er algjör metsala í páskaeggjum frá upphafi Krónunnar og staðan er sú að framleiðendur hafa ekki haft undan; þeir eru bæði með fleiri vörutegundir og hafa daglega staðið í því að reyna að koma til móts við þá eftirspurn sem er í verslunum Krónunnar,“ segir hún. Unnið hafi verið að því að keyra með egg á milli verslana en í versluninni í Lindum, sem er ein af stærri Krónubúðunum, sé aðeins ein stæða eftir og hún muni örugglega klárast. Það séu helst litlu eggin sem enn eru fáanleg. Ásta segir neysluhegðunina hafa breyst vegna kórónuveirufaraldursins; fólk sé að leyfa sér að smakka fleiri en eitt egg og þá rýkur CocoPuffs úr hillunum eftir að tilkynnt var að það yrði ófánlegt innan tíðar vegna nýrrar uppskriftar sem brýtur í bága við Evrópulög. „Það er súkkulaðistemning í samfélaginu, sem gerir það að verkum að þetta er alveg einstök staða hjá okkur,“ segir Ásta. Hún segir muninn á páskunum í ár og í fyrra mögulega þann að þá hafi andrúmsloftið í samfélaginu almennt verið alvarlegra, þegar menn stóðu fyrst frammi fyrir nýrri farsótt. „Ég held persónulega að það hafi verið meira panikkástand í samfélaginu þá. Fólk var meira að hugsa um að kaupa klósettpappír og þurrvöru, og fiskibollur seldust upp. Það var öðruvísi stemning og meiri alvarleiki. Núna þekkjum við þetta og keyrum bara ferlið í gang og höfum svo kósý heima.“
Páskar Neytendur Verslun Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sjá meira